Fyrir uþb mánuði púslaði ég saman þessari vél sem er í undirskriftinni minni.
Allavega allt virkar fínt nema eftir svona viku af notkun þá á hún til að massíft stuttera í svona 3-5 sec hljóðið brenglast alveg í takt og síðan er allt frosið.
Skeði ekki mjög oft en þetta er farið að ské oftar núna, einu sinni á svona 2 daga fresti. Hefur reyndar aldrei gerst á meðan ég er í leik og mér finnst þetta alltaf ské þegar ég er bara að random vafra um netið. En það gæti verið svosem útaf því ég eyði meiri tíma í að vafra heldur en að spila. Sé ekkert relevant í event viewer, tölvan er ekki að bsoda, hún frýs bara þangað til ég lem í power takkann.
Allt er nýtt í tölvunni nema RAM,HDD's og PSU, það var aldrei vesen með ramið þegar það var í gömli vélinni, og Hard Disk sentinel segir að allir diskarnir séu goody nema einn sem er í 86% en er búinn að vera þannig í tvær aldir.
Þannig að á dagsskrá er að runna memtest og aftengja þennan HDD, en þetta er voða erfitt að troubleshoota því þetta er svo random þannig ég bið ykkur um hjálp
