Keypti tvöfaldan utanáliggjandi rafmagnstengil og ætlaði að fara að tengja hann. Opnaði hann og sé bara ekki almennilega hvar rafmagnsvírinn á að tengjast í þetta dót
Væntanlega á að tengja í þetta græna á endanum? En hvert fer jörðin? Í eitthvað eitt af þessum 8 götum þarna í miðjunni? Afhverju eru 8 göt? Afhverju í ósköpunum eru svo ekki skrúfur til að herða að vírnum? Þarf ég að stinga einhverju oddmjóu þarna innundir og klemma vírinn?
Er nýbúinn að skipta út c.a 40 Ticino tenglum og rofum í húsinu og það var einfaldara en þessi bölvaði tengill
Þetta eru stungutengi, þarf ekkert að herða neinar skrúfur eða stíngu neinu ofaní. klemman undir er væntanlega til að ýta á til að losa vírinn aftur frá.
passaðu bara að afeingangra vírinn nógu langt en ekki svo mikið að ber vírinn standi út, kápann á að ganga pínku inní holuna, ~8-10mm
Ástæðan fyrir afhverju það eru svona mörg göt er sú að ef þú vilt tengja áfram í næsta tengil.
Last edited by axyne on Lau 09. Ágú 2014 23:01, edited 1 time in total.
Ehhh vesen að stinga fjölþátta vír (tækjasnúru) í þetta drasl. Er gert ráð fyrir að maður sé bara með ídráttarvír í þessu? Eitthvað trick? Reyndi að lóða endann á vírnum til að gera eina heild úr honum (so to speak) en finnst þetta voðalega flimsy eitthvað.
Best bara að ég lýsi vandamálinu .... er með 20fm herbergi þar sem er rafmagnstengill í einu horninu. Ég þarf að fá rafmagnstengil akkúrat í hornið ská á móti. Ég ætlaði bara að leggja kapal úr tenglinum niður við gólfið og útí hitt hornið og festa þar þennan utanáliggjandi tengil á vegginn. Hvernig mælið þið þá með því að ég geri þetta? Þetta er c.a 6-7 metra vegalengd.
brain skrifaði:
Fjölþátta vír er ekki fyrir AC straum.
ekki nema stuttar vegalengdir
Verður að nota einþátta í lagnir.
What??
Fjölþátta vír er alveg jafn hæfur fyrir AC eing og einþáttúngur.
Einþátta vír er notaður í fastalögnum sem ekki hreyfast mikið.
Fjölþátta vír er notaður í flest öllu (Mest í iðnaði, kapallinn inn í húsið hjá þér og fleira)
Getur alveg notað þennan kapall sem þú keyptir og notað ídráttarvír bútana sem þú átt og tengd saman í sexvíratengi ef það er pláss fyrir tengin inní dósinni. ljótt mix en ekkert meiriháttar fúsk ef það er vel gert.
Getur keypt í flestum rafmangsbúðunum nýjan kapall sem er einþáttungur í metravís. Reykjafell, Rafport, Ískraft... ætti líka að vera til í Bykó.
axyne skrifaði:Getur alveg notað þennan kapall sem þú keyptir og notað ídráttarvír bútana sem þú átt og tengd saman í sexvíratengi ef það er pláss fyrir tengin inní dósinni. ljótt mix en ekkert meiriháttar fúsk ef það er vel gert.
Getur keypt í flestum rafmangsbúðunum nýjan kapall sem er einþáttungur í metravís. Reykjafell, Rafport, Ískraft... ætti líka að vera til í Bykó.
Ég er einmitt búinn að leysa þetta þannig núna, sexvíratengin komust fyrir inní dósinni þannig að þetta sést ekkert og ég held að þetta sé bara í fínu lagi svona.
axyne skrifaði:Getur alveg notað þennan kapall sem þú keyptir og notað ídráttarvír bútana sem þú átt og tengd saman í sexvíratengi ef það er pláss fyrir tengin inní dósinni. ljótt mix en ekkert meiriháttar fúsk ef það er vel gert.
Getur keypt í flestum rafmangsbúðunum nýjan kapall sem er einþáttungur í metravís. Reykjafell, Rafport, Ískraft... ætti líka að vera til í Bykó.
Reykjafell og Ískraft selja ekki svona kapla í metravís, ég fékk allavega þau svör á föstudaginn síðasta. Ég keypti svona 1.5q kapal í Byko.
Þegar notaður er fínþátta vír og á að tengja í sexvíratengi, stungutengi og flest önnur tengi og ekki dugar að lóða þá á að nota endahuslur sem líta svona út.
endahulsur.jpeg (262.35 KiB) Skoðað 3789 sinnum
Reyndar eru til tengi sem má nota fínþáttavír og eru td notað þegar fínþráða og einþáttungur þurfa að tengjast saman. Þau líta svona út, til í nokkrum útgáfum.
wago.jpg (11.27 KiB) Skoðað 3785 sinnum
Held reyndar að sexvíratenginn séu séríslenskt fyrirbæri. Þau eru allavega framleidd hér á landi.
Lang best er auðvitað að hætta að fúska og nota bara vír sem er ætlaður til verksins
(annars hef ég bara lóðað endana til að redda mér.. berja honum bara í eitthvað um leið og þú sleppir lóðboltanum þá verður hann sléttur og fínn )
Annað.. hvað ertu með svera snúru og hvað ertu að leggja mikið álag á þetta? 0.75q snúra þolir ekkert álag tildæmis
Minnir að þetta sé 1.0q snúra, hvað þolir slík? Höndlar það ekki alveg 10A? Hef ekki lagt saman dótið sem verður á þessu, en það eru amk tvær tölvur og svo eitthvað smotterí (Ekki skjáir).
hagur skrifaði:Minnir að þetta sé 1.0q snúra, hvað þolir slík? Höndlar það ekki alveg 10A? Hef ekki lagt saman dótið sem verður á þessu, en það eru amk tvær tölvur og svo eitthvað smotterí (Ekki skjáir).
1.0q snúra er ekki nó fyrir 10A. Það sem getur gerst er að þegar það er komið mikið álag á þetta þá hitnar snúnar og getur valdið bruna.
Hættu nú þessu fúski og fáðu þér kapal sem er 3X1,5q (ekki fínþættan). Færð hann í metravís í Byko eða Húsasmiðjunni.
Hehe já ég hallast að því að kaupa einþátta vír í þetta og gera þetta almennilega. Bara fúlt að vera búinn að kaupa slatta af þessum vír í Byko á uppsprengdu verði (300 kall per meter c.a)
Vitiði hvar er besta verðið á þessu? Reykjafell selur bara í 100m rúllum, sem dæmi.
Verður að vera 1.5q en má vera fínþátta ef þú notar endahulsur og það er ekkert að því
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!