Hvernig eiga erlent börn að verða meiri hluti af Íslensku samfélagi ef að þau eru aðskilinn öðrum börnum á Íslandi og fá bara að vera á sínum eiginn stað einhversstaðar þar sem að þau þurfa ekkert að umgangast Íslensk börn? Af hverju ekki að senda þau í sama skóla og aðrir fara í? Ýtir þetta ekki bara ennþá meira undir aðskilnað einstaka þjóðarbrota frá Íslensku samfélagi? Ég æta rétt að vona að þess vitleysa verði kaffærð í fæðingu.
Hvernig er það... ef að þú ferð til segjum til dæmis Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna til að vinna í 1-2 ár og ætlar að taka fjölskylduna þína með. Mundirðu þá vilja setja börnin þín í skóla þar sem allt námsefnið væri á Arabísku? Mér finnst þetta vera flott mál! Alveg nauðsynlegt að vera með svona skóla til að koma til móts við fólk sem kemur hingað til að vinna tímabundið og er ekki tilbúið að fórna heilum og hálfum skólaárum hjá börnunum sínum.
Það er pláss fyrir 30 börn í þessum skóla. Það er ekki eins og allir útlendingar sem hafa flutt hingað til lands fari að senda börnin sín í þennan skóla
bjornvil skrifaði:Alveg nauðsynlegt að vera með svona skóla til að koma til móts við fólk sem kemur hingað til að vinna tímabundið og er ekki tilbúið að fórna heilum og hálfum skólaárum hjá börnunum sínum.
Þessi skóli er ekki bara fyrir erlenda verkamenn.
Sallarólegur skrifaði:Fögnum fjölbreytileikanum segi ég.
Þetta er aðalega fyrir börn starfsmanna sendiráðanna og erlendra fyrirtækja/innlendra sem ráða tímabundið til sín erlenda aðila.
Þetta er nákvæmlega svona erlendis, t.d. í Lúxembourg, Washington og Madríd. Þar hafa íslensk börn verið í svipuðum skóla.
Hér á landi er minnir mig Versló eða MH með svona nám fyrir börn á menntaskóla aldri, mig minnir að það nefnist IBA
Vantar alveg í þessa frétt að hér hefur verið starfræktur skóli undir sömu formerkjum í 10 ár, Alþjóðaskólinn (http://www.internationalschool.is/" onclick="window.open(this.href);return false;).
CendenZ skrifaði:Þetta er aðalega fyrir börn starfsmanna sendiráðanna og erlendra fyrirtækja/innlendra sem ráða tímabundið til sín erlenda aðila.
Þetta er nákvæmlega svona erlendis, t.d. í Lúxembourg, Washington og Madríd. Þar hafa íslensk börn verið í svipuðum skóla.
Hér á landi er minnir mig Versló eða MH með svona nám fyrir börn á menntaskóla aldri, mig minnir að það nefnist IBA
Bingó. Þetta er fyrir börn starfsmanna erlendra sendiráða. Þetta fólk flytur á milli ýmissa landa reglulega, það gengur ekkert upp að segja bara við börnin að þau þurfi að bara læra nýtt tungumál á 1-2ja ára fresti. Enskan er einfaldlega alþjóðlegt mál þannig að það meikar sense að vera með skóla eingöngu á því máli.