Mun á Íslandi rísa heilbrigðiskerfi sem grundvallast af inngripi byggt á líkindum á sjúkdómi reiknaðar út frá DNA?
Það er ljóst í mínum huga að við erum á þeirri braut. Kannski ekki eftir 5 ár eða 10 ár, en hugsanlega eftir 20-40 ár mun heilbrigðiskerfið íslenska vera þesslags. Einsog rapport benti á, þetta dæmi er nú þegar komið upp, þessari spurningu hefur nú þegar verið varpað til löggjafans sem þarf að taka afstöðu til þess hvort réttlætanlegt er að láta fleiri þúsund íslendinga fá banvæna sjúkdóma eða hvort þjóðarhagur er í húfi og þessir einstaklingar verða kallaðir inn til lækninga, bæði til þess að spara til lengri tíma og líka til að bjarga þessum einstaklingum.
Munu ákveðnir hópar fólks með auknar líkur fá "forlækningu" umfram aðra hópa með sem eru með líkur á öðrum sjúkdómum en erfiðara er að "forlækna"?
Kannski þegar ég verð orðinn 50 eða 60 þá verður mér skylt að taka inn ákveðin lyf til að lækka líkur á að ég fái ákveðinn sjúkdóm. Ef ég neita þá er í raun að afþakka heilbrigðisþjónustu og þarf því að borga hærra "iðgjald". Erum við að stefna í þá átt?
Mér finnst bara ekki vera búin að vera nægileg umræða um þetta á Íslandi.
Útkall í þágu auðmanna?
Re: Útkall í þágu auðmanna?
Miðað við þá sem ég hef talað við í kringum mig þá virðist vera mikil óvissa um hvort fólk taki þátt. Þetta er líklega 50/50, held reyndar að fleiri séu neikvæðir gagnvart þessu en jákvæðir.
Ef 20-30 þús einfaldlega nenna ekki að pæla í þessu, þá eru 70 þús eftir.
Ef meirihlutinn tekur ekki þátt, þá eru kannski 30 þús potential sem myndu segja já.
Ég tel að þetta verði meiriháttar flopp hjá honum Kára. Þetta er alltof illa kynnt. Engin umræða. Fólk fær bara allskyns samninga til að afsala sér hinu og þessu í pósti og heldur hann að fólk geri það bara með glöðu geði? Gefa einkafyrirtæki úti í bæ aðgang að sjúkraskrám það sem eftir er? Nei takk. Mæta í blóðtöku? Nei takk.
Tel að ekki fleiri en 15-20 þús taki þátt, sem er meiriháttar flopp held ég. Líklega kostar þetta verkefni ÍE hálfan til 1 milljarð í framkvæmd, þannig að það eru miklir peningar undir að þetta takist vel.
Ef 20-30 þús einfaldlega nenna ekki að pæla í þessu, þá eru 70 þús eftir.
Ef meirihlutinn tekur ekki þátt, þá eru kannski 30 þús potential sem myndu segja já.
Ég tel að þetta verði meiriháttar flopp hjá honum Kára. Þetta er alltof illa kynnt. Engin umræða. Fólk fær bara allskyns samninga til að afsala sér hinu og þessu í pósti og heldur hann að fólk geri það bara með glöðu geði? Gefa einkafyrirtæki úti í bæ aðgang að sjúkraskrám það sem eftir er? Nei takk. Mæta í blóðtöku? Nei takk.
Tel að ekki fleiri en 15-20 þús taki þátt, sem er meiriháttar flopp held ég. Líklega kostar þetta verkefni ÍE hálfan til 1 milljarð í framkvæmd, þannig að það eru miklir peningar undir að þetta takist vel.
*-*
Re: Útkall í þágu auðmanna?
5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q