Nú kæri ég mig ekkert um að Amerískt stórfyrirtæki fái DNA kóðann minn, á ég að fá samviskubit í kvöld þegar björgunarsveitarmennirnir birtast og ég segi "sorry enginn tvöþúsundkall til ykkar"?
Ég er algjörlega sammála Vilhjálmi Ara um framkvæmdina:
http://www.dv.is/blogg/vilhjalmur-ari/2014/5/7/utkall/" onclick="window.open(this.href);return false;
Hvað finnst ykkur?Vilhjálmur Ari skrifaði:Fáir starfsmenn njóta jafn mikils trausts og góðvilja hjá almenningi og "björgunarsveitarmaðurinn", "sjúkraflutningsmaðurinn" og "lögreglumaðurinn". Þegar slíkur maður bankar upp á, á hann erindi til þín eða þjóðarinnar allrar í miklum hremmingum. Þegar ég heyrði af fyrirhuguðum aðferðum Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) til að ná inn samanburðarsýnum úr þriðjungi þjóðarinnar í gagnabrunninn þeirra nú, setti mig þó hjóðan. Þótt slík skimun á erfðaupplýsingum heillar þjóðar sé reyndar alltaf umdeilanleg, að þá vöktu aðferðirnar fyrst og fremst athygli mína. Að fá björgunarsveitamenn landsins til að afla samþykkis og taka við munnvatnssýnunum gegn 2000 króna vildarþóknun til Landsbjargar, er vægast sagt mjög vafasöm rannsóknaaðferð út frá siðferðislegum sjónarmiðum að mínu mati. Ekki að peninganna sé ekki þörf fyrir gott málefni Landsbjargar, heldur að beitt sé sálfræðilegum þrýstingi á þátttakendur. Neitun um þátttöku í rannsókn er sama og neita björgunarsveitarmanninum góða um þinn stuðning þegar hann leitar til þín.