KKTölvur voru að bætast við hópinn. Smávægilegar lækkanir á nýjustu Intel & AMD örgjörvum, meðan margir af eldri örgjörvum frá þeim standa í stað eða hækka um nokkrar krónur, harðir diskar hafa lækkað og skjákortin hafa ekkert færst í verðum frekar en fyrri daginn. Fréttum lýkur.
Vegna fjölda ábendinga sem við höfum fengið varðandi það að setja upp samanburð á móðurborðum, skjáum, heilum tölvum og þessháttar, þá vil ég minna á að við gerum það ekki vegna þess að það er ekki hægt að gera sanngjarnan verðsamanburð á þessum hlutum, flestar verslanirnar eru með ólík merki og hvert merki hefur sína kosti og galla.
Það stendur þó til að setja inn fleiri vörur, svosem algengustu geisladrifin (DVD+skrifarar) sem flestar verslanir selja, algengustu tölvumýsnar o.s.frv. Við höfum bara eitt að segja um framtíðaráætlanir Vaktarinnar í augnablikinu, allt sem gerist hægt gerist vel. Það stendur mikið til og viljum við þakka áhugann sem þið hafið sýnt okkur undanfarna 10 mánuði og vonum að þið haldið áfram að heimsækja okkur (komnir yfir 10.000 heimsóknir á mánuði!) og sýna okkur þolinmæði svo við getum gert betri hluti.
Kveðjum í bili,
Vaktin
Fréttir af Verðvaktinni - 12. maí 2003
Allt rétt hjá þér ;-)
Ég hringdi í TB og benti þeim á þetta