Vegna fjölda ábendinga sem við höfum fengið varðandi það að setja upp samanburð á móðurborðum, skjáum, heilum tölvum og þessháttar, þá vil ég minna á að við gerum það ekki vegna þess að það er ekki hægt að gera sanngjarnan verðsamanburð á þessum hlutum, flestar verslanirnar eru með ólík merki og hvert merki hefur sína kosti og galla.
Það stendur þó til að setja inn fleiri vörur, svosem algengustu geisladrifin (DVD+skrifarar) sem flestar verslanir selja, algengustu tölvumýsnar o.s.frv. Við höfum bara eitt að segja um framtíðaráætlanir Vaktarinnar í augnablikinu, allt sem gerist hægt gerist vel. ;-) Það stendur mikið til og viljum við þakka áhugann sem þið hafið sýnt okkur undanfarna 10 mánuði og vonum að þið haldið áfram að heimsækja okkur (komnir yfir 10.000 heimsóknir á mánuði!) og sýna okkur þolinmæði svo við getum gert betri hluti.

Kveðjum í bili,
Vaktin