Svona leit kassinn út þegar ég fékk kortið, bjóst ekki við að hann yrði svona stór miðað við kassann utan af gamla GTX 660 kortinu mínu, var frekar hissa á því, en 660 kortið var reyndar pínulítið
![Smile :)](./images/smilies/icon_smile.gif)
![Mynd](http://i.imgur.com/TDcEp3i.jpg)
Svo opnaði ég ysta lagið af kassanum, þá blasti við fallegur svartur kassi greinilega úr hágæða efni sem var afar gott viðkomu, og var hann vel merktur Gigabyte :
![Mynd](http://i.imgur.com/M9GxzGL.jpg)
Síðan opnaði ég svarta kassann og þar blasti við þetta fallega R9 290 kort sem ég hafði verið að bíða eftir, þó svekkjandi að það sé með reference kælingu, en ég bara gat ekki beðið eftir að kaupa það.
![Mynd](http://i.imgur.com/4gxsMEr.jpg)
Hér má sjá kortið í allri sinni dýrð, ansi laglegt kort, lúkkar vel og build qualityið á kælingunni lítur vel út, frekar þungt kort, því þyngra því betra?
![Angel O:)](./images/smilies/eusa_angel.gif)
![Mynd](http://i.imgur.com/Q6dKVck.jpg)
Svo fylgdi driver diskur, ásamt einhverjum leiðbeiningabæklingi og tveir kaplar með skjákortinu, í litlu hólfi undir kortinu leyndist allt þetta.
![Mynd](http://i.imgur.com/jmPwyys.jpg)
Hér má sjá muninn á gamla skjákortinu mínu ( GTX 660 ) og nýja ( R9 290 ), rosalegur stærðarmunur!
![Mynd](http://i.imgur.com/TKVD6Yv.jpg)
Svona leit tölvukassinn út áður en kortið kom með litla GTX 660 kortinu í :
![Mynd](http://i.imgur.com/MelNt2T.jpg)
Og svona lítur hann út núna, frekar almennileg breyting
![Wink ;)](./images/smilies/icon_wink.gif)
![Mynd](http://i.imgur.com/5VnTryb.jpg)
Nú er ég loksins orður stoltur eigandi af high-end skjákorti, ég er almennt sáttur með þetta skjákort so far, en fólk var ekkert að grínast þegar það talaði um að það væri mikill hiti og hávaði í kortinu, fór í smá BF4 áðan og kortið var í load hita nánast 95°C, gæti eflaust náð því niður með því að stilla viftuna á meira í MSI Afterburner, þarf að stilla það eitthvað betur, og á 100% RPM þá er kortið eins og þotuhreyfill, heyrir varla í þér hugsa fyrir hávaðanum enda snýst viftan á kortinu upp í cirka 5200 RPM á 100% og um 1035 RPM á 25% speed ( Skv. MSI Afterburner )
BF4 fps'ið sem ég var að ná á 1080p og Ultra( mældi Min/max/avg í Fraps í 60 sek ) var eftirfarandi : Average : 87 / Minimum : 61 / Max : 111.
![Þumall :happy](./images/smilies/up.gif)
Svona að lokum vil ég benda á að núna er GTX 660 2048MB GDDR5 kortið mitt fáanlegt til kaups ( Í ábyrgð til 27.9/2014 )
![Megasmile :megasmile](./images/smilies/aiwebs_011.gif)