Ef hann er kaskó tryggður þá er bíllinn bættur mínus sjálfsábyrgð. Ef hann er ekki kaskó tryggður er ekkert bætt.Dúlli skrifaði:Upp á forvitni hvaða segja tryggingar við svona mál ef bílinn finnst kannski aldrei ? hvað þá ? þarftu að kaupa nýjan sjálfur eða ?
En ég get ímyndað mér að það er alveg ömurlegt að lenda í svona! Ef að öðrum bílnum mínum væri stolið þyrfti sennilega að leggja mig inn á geðveikrahæli, ég myndi taka því svo illa. En ef hinum væri stolið væri mér næstum því alveg sama. Sá er líka svo verðlaus og ljótur að ég gæti eflaust skilið hann eftir í gangi á laugarveginum í marga klukkutíma og það myndi engum detta í hug að taka hann!
Vonandi finnur þú bílinn þinn í heilu lagi! Ekki góð byrjun á jólatímanum að þurfa að standa í tryggingarbasli og kaupum á nýjum bíl!