Er búinn að vera að klóra mér í hausnum hvað getur verið að valda því að ég fæ alltaf BSOD þegar ég er búinn spila Battlefield 4 í smá tíma.
Nú er ég með nýlegan Samsung 840 Evo disk og var búinn að skella Win8 og uppfæra í 8.1 og tilbúinn að rústa í BF4. Leikurinn keyrir eins og draumur fyrir utan að eftir svona 20 mín eða svo fæ ég BSOD oftast með skilaboðunum Kernel Data Inpage Error og vísað í ntoskrnl.exe. Það er nú ekki mikið fútt í því.
Ég ákvað að skella Win 7 aftur á fóninn og sjá hvort vandamálið væri ekki bara Windows 8. Ég held nú ekki. Sama gerist í Win7 bara með öðrum crash upplýsingum og nú síðast vísað í iastore.sys sem er einhver Intel driver.
Ég vill benda á að tölvan er að öllu öðru leyti stabíl, ekkert er yfirklukkað og ég get spilað Call of Duty og aðra leiki allan daginn án þess að tölvan væli. Hvað er það með BF4 sem drepur tölvuna og virðist tengjast disknum sem á að vera í góðu lagi? Þetta er líka eini diskurinn tengdur við tölvuna eins og stendur.
Hér tengill á zip skrá með DMP skrám og msinfo32 https://dl.dropboxusercontent.com/u/202 ... 343-01.zip" onclick="window.open(this.href);return false;
Hjálp?
