
Jæja, engum að óvörum tilkynnti Google í dag um Nexus 5 símann, frekar glæsileg græja fáanleg í svörtu eða hvítu með 5" 1080p skjá, quad core 2,3GHz örgjörva, 2GB RAM, 2300mAh batterí (ekki fjarlægjanlegt), 16/32GB storage, LTE stuðningur auðvitað, og rúsínan í pylsuendanum: Android 4.4 Kitkat! $349/399 fyrir 16/32GB útgáfur respectively á bandaríska Play Store, eða £299/339 í Bretlandi. Full specs hér.
Þar sem ég sé ekki fyrir mér að draumasíminn minn komi út alveg á næstunni (lágmarkskröfur þar eru 128GB storage), þá er ég alvarlega að hugsa um að skella mér á þennan, en ætla samt að bíða með að panta hann þar til nýji Nexus 10 kemur út (skrýtið að hann hafi ekki komið á sama tíma bara) svo ég geti tekið báða í einu!
