Þar sem ég átti nánast nákvæmlega eins bíl sem minn fyrsta þá ætla ég að mæla með slíkum.
Bíllinn sem um ræðir er Skoda Felicia. 1996 árgerð.
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1" onclick="window.open(this.href);return false;
Hann er knúinn af sparneytinni 1.3l bensínvél sem eyðir um 5 lítrum á hundraðið.
Ég fór sem dæmi með uþb 7l á 100 þegar ég var að keyra að heiman til reykjavíkur sumarið 2011, en ég gaf þá í eins og ég gat á þeim köflum þar sem hægt var. Ferðin tók mig eins og þrjá tíma og þrjú korter, sem er ekki slæmt fyrir 400km. En ég stoppaði aldrei á leiðinni.
Ég rústaði dempurunum í bílnum nokkrum sinnum með fíflalátum, en það góða við það var að demparar í svona bíla eru hræódýrir. Stykkið kostaði á þeim tíma sem ég átti bílinn frá 9-13þús kall.
Kúplingin fór einnig, og kostaði hún ný 25.000kr.-.
Þetta var með þægilegustu bílum sem ég hef keyrt, mjög góður daily driver. Eyddi litlu sem engu og mjög góður snjóbíll þegar ekki var kolófært.
Eyðslan og kostnaður tengdur bílnum miðað við honduna sem ég á í dag.
Stykkið af dempara í honduna mína kostar víst 75.000kr.-
Kúplingin hlýtur að kosta að minnsta kosti 50.000.-
Auk þess þori ég ekkert að leika mér á þessum bíl. Er skíthræddur við að skemma eitthvað dýrt.
Ég er 23 ára.
Ég keypti Skoda Feliciuna mína utan bílasölu á 150.000.-.
Viðgerðarkostnaðurinn sem fór í bílinn frá því ég eignaðist hann í Ágúst 2007 þar til ég seldi hann vegna prófsviptingar í febrúar 2012 nam eins og 300.000.-.
Þá erum við að tala um að ég hafi farið mjög illa með bílinn. Keyrt vegi sem eru ekki fólksbílafærir, stokkið og dúndrað í alla snjóskafla sem hægt var og marg tekið pústið úr sambandi með ruddaskap.