Ideal fyrsti bíll?

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
vargurinn
Ofur-Nörd
Póstar: 228
Skráði sig: Mán 02. Jan 2012 01:18
Staðsetning: hafnarfijorden
Staða: Ótengdur

Ideal fyrsti bíll?

Póstur af vargurinn »

okei núna er bílprófið að mæta í veskið bráðum og hugurinn girnist eðalkagga. En veit ekki hvaða bílar eru áreiðanlegir og slíkt, hef heyrt um stykki eins og toyota corolla/avensis.

Núna veit ég ekkert um bíla og þekki engan bifvélavirkja en er að eyða svona tveim tímum á dag á youtube um þetta . En youtube dugar ekki endalaust og ég veit að ég þarf bara að prufa mig áfram í þessu.

en anywho budget um 500k og ég hef 3 spurningar

1. áreiðanlegar tegundir sem hægt er að gera við sjálfur og ágætt aðgengi
2. hvernig fer maður rétt að bílaviðskiptum??, las þráðinn hérna um einhvern klósettbursta sem var með eh vesen
3. hvað er svona standard routine chekk á bílum og hvað má ég eiga von á fyrir þennan pening
4. mér er slétt hvort hámarkshraðinn er 120/140 /160/200 en að hann er snöggur upp er stór plús :megasmile
mun örugglega detta eitthvað meira í hug en læt þetta duga í bili :happy
HAF 912 PLUS|i5 3570k|Msi 7850 twin frozr III |Asus P8z77-VLX |8GB Mushkin Blackline 1600 MHz|2TB Seagate|CX600 V2|Coolermaster Hyper 212+//Logitech z523|Logitech G500
Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2037
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af Yawnk »

Ég er með einmitt rétta bílinn fyrir þig!! :happy

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=84&t=56396" onclick="window.open(this.href);return false;
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af SolidFeather »

Þetta bilar allt jafn mikið.

Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af Bjosep »

1. Ef þú getur fundið tölfræði um bilanatíðni bíla þá er það náttúrulega besta svarið fyrir þig. Annars myndi ég giska á að asískir bílar væru að verma efstu sætin hérna.

2. Ef þú ert bara 17 ára þá geturðu náttúrulega ekki verslað bíl nema án aðkomu forráðamanna þinna. En í þeim þræði sem þú vísar til þá gekk viðkomandi ekki úr skugga um það að seljandi væri raunverulegur eigandi bílsins og treysti á að viðkomandi kæmi pappírunum til skila. Eins er rétt að athuga hvort nokkur eigi veð í bílnum sem stendur til að kaupa. Veit ekki alveg hvernig það virkar nákvæmlega en hef heyrt að það sé þess virði að vera laus við það.

3. Fyrir 500 þúsund gæti verið pæling að láta ástandsskoða bílinn sem er til umræðu. Ég veit reyndar ekki hvað slíkt kostar en ef þú vilt ekki kaupa köttinn í skekknum og veist lítið þá er þetta líklegast einfaldasta lausnin.

Annars virðist manni yfirleitt að viðmiðið sé það að bíllinn sé skoðaður nokkuð nýlega. Sé hann það þá væri það aðallega ryðskemmdir sem maður myndi leita að. Eitthvað sem ekki er verið að skoða sérstaklega í skoðuninni.

Auk þess gæti verið skynsamlegt að koma höndum yfir ýmislegt "bókhald" tengt bílnum. Eins og t.d.
- Smurbók
-Eigendasögu
-Skipti á tímareim
Last edited by Bjosep on Þri 06. Ágú 2013 23:23, edited 1 time in total.
Skjámynd

Gizzly
Nörd
Póstar: 105
Skráði sig: Fim 13. Okt 2011 23:24
Staðsetning: Draumaland
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af Gizzly »

Úú, flottur þráður. Er í nákvæmlega sömu pælingum. Býst við góðum ráðum frá old timerunum hérna! :sleezyjoe
[b][size=85][color=#BF0000][u]Ignorance is Bliss[/u][/color][/size][/b]
[size=85][b][color=#00BFFF]Cooler Master[/color] HAF 932 | [color=#00BFFF]ASUS[/color] P8Z68 -V Pro | [color=#00BFFF]Intel[/color] i7 2600K @ 4.5GHz | [color=#00BFFF]EVGA[/color] GTX570 SC | [color=#00BFFF]Corsair[/color] Vengeance 1866MHz | [color=#00BFFF]Corsair[/color] HX750W | [color=#00BFFF]Corsair[/color] H80 | [color=#00BFFF]OCZ[/color] 120GB Vertex 3 SSD[/b][/size]

danniornsmarason
Ofur-Nörd
Póstar: 260
Skráði sig: Mán 26. Nóv 2012 18:20
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af danniornsmarason »

BMW e36 gæti virkað vel, það er mikið um fólk sem er að selja aukahluti í þá og á BMWkraftur.is eru langflestir tilbúnir að hjálpa með allt sem kemur við BMW
:happy Gangi þér vel með bílakaupin
Fractal Design R4 White |Gigabyte B360M DS3H | i5 8600K | Corsair H100i v2 | 32GB DDR4| MSI GTX 1070 | 250GB SSD

Haflidi85
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af Haflidi85 »

Get alveg mælt með ford focus, ættir að geta fengið fínan focus á 500 þús, en já passaðu þig þegar þú ert að kaupa bíla að skoða hvernær þ.e. eftir hversu marga km á að skipta um tímareim og hvernær hefur verið skipt um tímareim, ástandskoðun er sniðug, síðast þegar ég vissi var það um 15 eða 20 þús og það er gert í frumherja uppá höfða ef ég man rétt. Btw ekki sniðugt að hugsa of mikið um "lookið" fyrir fyrsta bíl, meira að hann sé áræðanlegur og fínn í endursölu. Ja og auðvitað tékka hvort hann sé ekki skoðaður og láta fletta númerinu upp til að skoða hvort þetta sé nokkuð tjónabíll,flóðabíll,bílaleigubíll eða álíka rugl.. Smurbók er líka eitthvað sem getur nokkurnveginn sagt þér um viðhaldið á bílnum. Btw þó að bíll sé skoðaður þá þýðir það bara að hann uppfyllir öryggisstaðla, þ.e. segir ekkert um það hvort gírkassinn eða vélinn sé við það að hrynja eða álíka.

Með fyrirvara um helling af stafsetningavillum, var skrifað í flýti :D
Skjámynd

Lexxinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1288
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af Lexxinn »

Ideal að fylgja þessum lista fyrst

http://notadir.toyotakauptuni.is/hvad_ber_ad_skoda" onclick="window.open(this.href);return false;

ef það kemur allt vel út úr því er ástandsskoðun næsta skref. Hun kostar milli 10-12þúsund
Skjámynd

Jason21
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Fös 31. Maí 2013 21:04
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af Jason21 »

Ég er mikill bílaáhugamaður en ekki komin með bílpróf vegna aldurs. En samt hef ég kynnt mér hrikalega mikið hvernig bíl maður ætti að fá sér þegar bílprófið dettur í hús.

Nokkrir hlutir sem best er að hugsa um áður en bíll er keyptur í fyrsta skipti:

1. Ekki taka lán! Það er bara heimskulegt!
2. Þú þarft alltaf að eiga einhvað buget vegna viðgerða! Allir bílar bila, svo fara ryðbólur að kikka inn ef bíllin er gamall. Samt hafa Japanskir bílar sýnt bestu
3. Ef þér er alveg sama um bílinn þinn sem þú ætlar bara að henda þá kaupiru bara einhverja druslu.
4. Ef þú villt að bíllin looki þá mæli ég með BMW 3 seríu þar sem auðvellt er að komast yfir auka og varahluti á http://www.bmwkraftur.is/spjall/ sem er bara hresst og gott samfélag með virkt söluspjallborð.
5. Svo ef þú villt bara hagkvæman, auðveldan, og ódýran í rekstri þá skelliru þér bara á einhvern polo, golf eða yaris!
Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af Danni V8 »

Fyrir 500k er mikið nær að finna bíl sem þú hefur áhuga á að eiga og er vel við haldið. Auðvitað er hægt að kaupa bíla sem bila meira en aðrir, en staðreyndin er sú að með 500þús þá ertu að skoða bíla sem eru orðnir áratugs gamlir eða eldri og þeir munu bila. Fyrir utan að það eru margir slithlutir sem eru ekkert endilega í topp standi.

Nafni minn hérna fyrir ofan nefndi E36 BMW. Þar er ég sammála að vissu leiti. Þeir geta verið virkilega solid bílar fyrir ca þetta verð, en þeir geta líka verið algjörir haugar. Það má ekki gleyma því að yngstu E36-arnir eru orðnir 14 ára gamlir og þeir elstu 21 árs, þannig það sýnir sig sjálft að BMW E36 er ekki endilega það sama og BMW E36. Árgerð, útfærsla, vél og saga skiptir öllu.

Bottom line er, shit's gonna break. Sama hvað þú kaupir. Þú ættir frekar að horfa á hvað þú vilt í bíl og ákveða út frá því.

Skiptir útlitið höfuð máli?
Skiptir krafturinn einhverju máli?
Ertu að leita af sparneytnum bíl?
Hvernig viltu að bíllinn sé búinn?
Hversu stór eða lítill þarf hann að vera?
Viltu geta skemmt þér eitthvað á bílnum?
Eða á þetta bara að vera A-B bíll á eins öruggan hátt og hægt er?
Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Skjámynd

Orri
Geek
Póstar: 862
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af Orri »

Fyrir 500 þúsund er hægt að versla ágætis Benz.
Minn fyrsti bíll var Benz og eftir það var ekki aftur snúið. Hef átt þrjá svoleiðis og aldrei lent í neinu stórkostlegu veseni með þá.
Þess ber að geta að sá fyrsti var elstur en minnst ekinn (274 þúsund km), en þessir Benz-ar endast svo gott sem endalaust með smávegis ást (enda ekki af ástæðulausu sem leigubílstjórar velja Benz framyfir margt annað (hóst BMW hóst)).
Sá næsti var ekinn 430 þúsund km og núverandi bíll stendur í 376 þúsund km og allir hafa þeir gengið eins og ekkert sé (báðir fyrrverandi leigubílar og þar með með góða viðhaldssögu).

Það sem ég hugsaði þegar ég var 17 ára var að afhverju að kaupa sér Corollu þegar þú getur fengið klassískann, fallegann og elegant Mercedes Benz með sjálfsskiptingu, cruise control, leðri og topplúgu fyrir sama pening? (skítt með kílómetratölu og árgerð).
Reyndar á ég eitt stykki föður sem er Benz maður og leigubílsstjóri og veit því sitt og hvað um þessa bíla og hefur hjálpað mér með mína þegar kemur að því að finna, kaupa og laga þessa bíla :) (ef það þarf eitthvað að laga..)
Dan A4 M-ITX - Ryzen 3600XT - EVGA 2080 Super XC Gaming - 32GB DDR4 3200MHz - Gigabyte B550i Aorus Pro AX - 1TB 970 EVO NVMe - LG 38'' 21:9 WQHD+ IPS
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af Sallarólegur »

Ég myndi skjóta á Corolla, klárlega.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Arnarmar96
spjallið.is
Póstar: 431
Skráði sig: Sun 04. Nóv 2012 05:21
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af Arnarmar96 »

93-97 corollurnar koma mjög vel út! ódýrir varahlutir, eyða ekki svo miklu.. svo er 1.6 bíllinn vel sprækur ef þú heldur þessu við :) ég mæli eindregið með corolluni
Mobo: MSI B85M-E33 CPU: Intel Core i5 4670k Ram: 8gb 1600mhz Graphics: GTX 650 ti 1gb
Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af DJOli »

Þar sem ég átti nánast nákvæmlega eins bíl sem minn fyrsta þá ætla ég að mæla með slíkum.

Bíllinn sem um ræðir er Skoda Felicia. 1996 árgerð.

http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1" onclick="window.open(this.href);return false;


Hann er knúinn af sparneytinni 1.3l bensínvél sem eyðir um 5 lítrum á hundraðið.
Ég fór sem dæmi með uþb 7l á 100 þegar ég var að keyra að heiman til reykjavíkur sumarið 2011, en ég gaf þá í eins og ég gat á þeim köflum þar sem hægt var. Ferðin tók mig eins og þrjá tíma og þrjú korter, sem er ekki slæmt fyrir 400km. En ég stoppaði aldrei á leiðinni.

Ég rústaði dempurunum í bílnum nokkrum sinnum með fíflalátum, en það góða við það var að demparar í svona bíla eru hræódýrir. Stykkið kostaði á þeim tíma sem ég átti bílinn frá 9-13þús kall.
Kúplingin fór einnig, og kostaði hún ný 25.000kr.-.

Þetta var með þægilegustu bílum sem ég hef keyrt, mjög góður daily driver. Eyddi litlu sem engu og mjög góður snjóbíll þegar ekki var kolófært.


Eyðslan og kostnaður tengdur bílnum miðað við honduna sem ég á í dag.

Stykkið af dempara í honduna mína kostar víst 75.000kr.-
Kúplingin hlýtur að kosta að minnsta kosti 50.000.-

Auk þess þori ég ekkert að leika mér á þessum bíl. Er skíthræddur við að skemma eitthvað dýrt.


Ég er 23 ára.
Ég keypti Skoda Feliciuna mína utan bílasölu á 150.000.-.
Viðgerðarkostnaðurinn sem fór í bílinn frá því ég eignaðist hann í Ágúst 2007 þar til ég seldi hann vegna prófsviptingar í febrúar 2012 nam eins og 300.000.-.

Þá erum við að tala um að ég hafi farið mjög illa með bílinn. Keyrt vegi sem eru ekki fólksbílafærir, stokkið og dúndrað í alla snjóskafla sem hægt var og marg tekið pústið úr sambandi með ruddaskap.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Páll
/dev/null
Póstar: 1426
Skráði sig: Mán 28. Apr 2008 17:32
Staðsetning: Undir töfra regnboganum
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af Páll »

Bmw allan daginn.

Finnur varahluti ALLSTAÐAR(aðallega í kef samt ;D)

Allir tilbúnir að aðstoða þig á bmwkraftur.is og svo eru þeir einfaldlega svo ógeðslega skemmtilegir!

Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af Tesy »

BMW og Benz? Eyða þeir ekki helling?
Venjulegur 17 ára nemi á yfirleitt ekki mikið $. Myndi frekar finna bíl sem eyðir mjög litlu (eins og Corollu eða Yaris til dæmis) annars muntu alltaf verða blankur.
ASUS X570-F | Ryzen 9 3900XT með Noctua NH-D15 | ASUS 1080ti | 32GB 3200MHz RAM | 2TB Samsung 970 EVO Plus NVMe
Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af Danni V8 »

Orri skrifaði:Fyrir 500 þúsund er hægt að versla ágætis Benz.
Minn fyrsti bíll var Benz og eftir það var ekki aftur snúið. Hef átt þrjá svoleiðis og aldrei lent í neinu stórkostlegu veseni með þá.
Þess ber að geta að sá fyrsti var elstur en minnst ekinn (274 þúsund km), en þessir Benz-ar endast svo gott sem endalaust með smávegis ást (enda ekki af ástæðulausu sem leigubílstjórar velja Benz framyfir margt annað (hóst BMW hóst)).
Sá næsti var ekinn 430 þúsund km og núverandi bíll stendur í 376 þúsund km og allir hafa þeir gengið eins og ekkert sé (báðir fyrrverandi leigubílar og þar með með góða viðhaldssögu).

Það sem ég hugsaði þegar ég var 17 ára var að afhverju að kaupa sér Corollu þegar þú getur fengið klassískann, fallegann og elegant Mercedes Benz með sjálfsskiptingu, cruise control, leðri og topplúgu fyrir sama pening? (skítt með kílómetratölu og árgerð).
Reyndar á ég eitt stykki föður sem er Benz maður og leigubílsstjóri og veit því sitt og hvað um þessa bíla og hefur hjálpað mér með mína þegar kemur að því að finna, kaupa og laga þessa bíla :) (ef það þarf eitthvað að laga..)
What? Það er fullt af leigubílstjórum sem velja BMW líka. Ertu með einhverja tölfræði sem bakkar það upp að leigubílstjórar velja almennt Benz en ekki eitthvað annað? Ég hef oft, OFT, tekið leigubíl en ég hef aldrei sest uppí Benz leigubíl hér á landi, nema þú teljir Benz rútu með sem leigubíl. (Hef ekki heldur sest í BMW leigubíl, oftast einhvern Skoda, VW eða Toyotu).

Bara þó að pabbi þinn keyri um á Benz leigubíl og þekkir innri hópinn sem keyrir líka um á Benz leigubílum, þýðir ekki að þeir eru first choice hjá þeim öllum. En það er rétt með kramið, það dugar nánast endalaust í Benz. Verst að body-ið ryðgar undan kraminu áður en því dettur í hug að bila.
Tesy skrifaði:BMW og Benz? Eyða þeir ekki helling?
Venjulegur 17 ára nemi á yfirleitt ekki mikið $. Myndi frekar finna bíl sem eyðir mjög litlu (eins og Corollu eða Yaris til dæmis) annars muntu alltaf verða blankur.
Það er hægt að fá 1600 economy dollur frá BMW og Benz líka. Ég hef tvisvar átt 318 (1.8 4cyl) og bróðir minn þrisvar 316 E36 og það dót eyðir engu og bilar nánast ekkert miðað við alvöru BMW-ana.

En það er jafn þýðingarmikið fyrir mig að mæla með BMW og það er fyrir Orra að mæla með Benz. Við erum klárlega ekki hlutlausir þegar það kemur að þeim málefnum og því mun ég alltaf mæla með BMW framyfir Benz og hann öfugt. Svo það eru frekar pointless umræður.

En ég mæli samt með BMW :megasmile Einhvern góðan 316-320 e36 ekki eldra en 95 árgerð og ekki sjálfskiptan og þú ert golden.
Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

littli-Jake
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af littli-Jake »

Asíst með framhjóla eða fjórhjóladrifi. Fyrsta sem mér dettur í hug fyrir þig er 1.6 Corola. Það er ekkert mál að halda þessu við. Ef þú skiptir um olíu á mótor á kanski 10 mánaða fresti, passar að bremsubúnaðurinn sé í lagi og pústið sé ekki að hrinja undann ertu solid. Þetta eru merilega sprækir bíla, minsta mál í heimi að gera við þá og líta bara vel út. Mundi helst reyna að fá mér beinskiptan þar sem þetta er fyrsti bíll. Ekkert sorglegra en krakkar sem setjast upp í sjálfskipta jeppann hans pabba daginn sem þau fá bílprófið og eru svo gjörsamelga vanfær um að keira beinskipt ári seinna.

Eitt sem þú skalt hafa augun opin fyrir ef þú ferð að skoða corol í þessum verðflokki. Athugaðu hvort að það sé olíusmit ofan á vélinni. Það er bínsa algengt að það fari ventlalokspakningar í þessum bílum eftir svona 15-20 ár. Ekkert hættulegt í sjálfum sér og lítið mál að gera við en óþarfi að bílinn sé að tapa olíu.

Síðan er lítið mál að þræða alvöru græjur í þetta :happy
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Skjámynd

jojoharalds
Bara að hanga
Póstar: 1591
Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
Staðsetning: Cicada - 3301
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af jojoharalds »

nissan almera ef thu finnur orydgadan bill tha er thad mjoog godur kostur,a einn thannig sjalfur,rendar 2 litra /er frekar sjadgaeft ad thu finnur svona a solu en eins og thu segjir skiptir ther engu mali.
mjog audvelt og odyrt ad gera vid og mjog adgengilegt ad gera allt sjalfur.ef thu kaupir ther thannig er eg meira en til i ad adstoda thig med vidhald og benda ther a odyra verkstaedi.gangi ther vel.og drive safe :-)
Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-3800X @ 4.6 ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3600MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 850W - GTX3080
Samsung 950pro 256Gb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb Raid0 - 2Tb Samsung 1TB 970 EVO CUSTOM Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S
Skjámynd

demaNtur
1+1=10
Póstar: 1165
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af demaNtur »

Fáðu þér ódýra hondu civic fyrstu 2-3-4 mánuðina og seldu síðan og keyptu þér flottari.. EKKI fá þér franska bíla (pusjó, renault ofl..)!
i7 9700K - Asus ROG Strix Z390-I Gaming- Corsair Vengeance 2x16GB 3200MHz - GeForce 2070 Super
Asus 24.5" XG258Q 240hz - Glorious GMMK white ice - HyperX Cloud Alpha - Glorious Model-D - The Glorious 3XL
Skjámynd

MatroX
Besserwisser
Póstar: 3496
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af MatroX »

ég vinn á verkstæði og ég get ekki mælt með benz, ford, eða eitthvað af þessum frönsku bílum sem fyrsta bíl.

fáðu þér ódýran civic, færð fínan VTI á þennan pening eða eitthverja góða corollu :)
Intel i7 8700k | Corsair H100i | ASROCK z370 PRO4m | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Vaski
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 396
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af Vaski »

Eins og þú sérð hafa allir sýnar skoðanir, flestar litast af því hvað þeir sjálfir hafa átt/eiga, en auðvita eru inn á milli mjög góðir puntar.
Held að það sé best fyrir þig að kíkja á þennan lista: http://fib.is/?ID=19" onclick="window.open(this.href);return false; Jafnvel að hringja í þá á fib og spyrja ráða.
En fyrir 500.000 ættir þú að geta fengið bara helvíti góðan bíl, sérstaklega ef þú ert ekki fastur í tegund og hefur tíma. Það er náttúrlega hægt að fá góða dýla á bland, en þar sem þetta er fyrsti bíll er kannski best að fara í gegnum bílasölu, þannig að það sé á hreinu að pappírar séu í góðu standi, síðan eru bílasalar alltaf tilbúinir að aðstoða við kaup (bara passa sig á því að þeir eru náttúrlega ekki hlutlausir).
Gangi þér vel
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af audiophile »

Vinsælir bílar á þessu verði og nóg til að pörtum á partasölum og auðvelt að viðhalda....

Toyota Corolla
Toyota Avensis
Subaru Legacy
Subaru Impreza
VW Golf
Skoda Octavia
Honda Civic (allt annað en VTEC)
Suzuki Baleno

Það eru auðvitað til áhugaverðari bílar en því fylgir oft hærri viðgerðarkostnaður þegar stærri hlutir fara, og það gerist oft á bílum á þessum aldri.

T.d.

Benz
BMW
Audi

Og svo druslurnar ef þú ert despó....

Opel
Renault
Peugeot
Citroen
Chevrolet/Daewoo
Kia (gömlu Kia, ekki nýrri)

Annars er sama hvað þú kaupir, þú átt eftir að tapa peningum á þessu á einn eða annan hátt.
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

demaNtur
1+1=10
Póstar: 1165
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af demaNtur »

audiophile skrifaði:Það eru auðvitað til áhugaverðari bílar en því fylgir oft hærri viðgerðarkostnaður þegar stærri hlutir fara, og það gerist oft á bílum á þessum aldri.

T.d.

Benz
BMW
Audi

Annars er sama hvað þú kaupir, þú átt eftir að tapa peningum á þessu á einn eða annan hátt.

Kom mér reyndar mikið á óvart að varahlutir í e36 (98árg) kostuðu yfirleitt minna heldur enn varahlutir í hondu civic :-k
i7 9700K - Asus ROG Strix Z390-I Gaming- Corsair Vengeance 2x16GB 3200MHz - GeForce 2070 Super
Asus 24.5" XG258Q 240hz - Glorious GMMK white ice - HyperX Cloud Alpha - Glorious Model-D - The Glorious 3XL
Skjámynd

aggibeip
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Sun 23. Maí 2010 23:10
Staða: Ótengdur

Re: Ideal fyrsti bíll?

Póstur af aggibeip »

Í fljótu bragði myndi ég halda að Honda Civic eða Toyota corolla væru góð kaup því að það er svo mikið til af þeim og þar að leiðandi myndi ég halda að það væri mikið til af notuðum varahlutum í þá og kunnátta til að gera við þá :)
Svara