Varðandi viðgerð á gólfhátölurum
Varðandi viðgerð á gólfhátölurum
Góða kvöldið
Er með smá pælingu varðandi hátalara reddingu, ég er með par af Jamo digital 120
Vandamálið mitt er að gúmmí hringirnir í stóru keilunum er byrjaðir að morkna. Var að velta fyrir mér hvort að einhver hefði reynslu af því að redda þessu vandamáli með því að kaupa nýja hringi
http://www.speakerrepairshop.nl/index.p ... 52&lang=EN
Eða ef einhver hefði hugmynd um hver tæki að sér að gera við svona?
Ég talaði við þá í ormsson og þeir áttu ekki til par af keilum sem pössuðu, þannig að ég var að vona að þetta dygði. Allavega þekking/reynsla/ábendingar vel þegnar.
Er með smá pælingu varðandi hátalara reddingu, ég er með par af Jamo digital 120
Vandamálið mitt er að gúmmí hringirnir í stóru keilunum er byrjaðir að morkna. Var að velta fyrir mér hvort að einhver hefði reynslu af því að redda þessu vandamáli með því að kaupa nýja hringi
http://www.speakerrepairshop.nl/index.p ... 52&lang=EN
Eða ef einhver hefði hugmynd um hver tæki að sér að gera við svona?
Ég talaði við þá í ormsson og þeir áttu ekki til par af keilum sem pössuðu, þannig að ég var að vona að þetta dygði. Allavega þekking/reynsla/ábendingar vel þegnar.
Re: Varðandi viðgerð á gólfhátölurum
ég hugsa að það eina sem þú gætir gert sé að reyna að re-foama þá sjálfur.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Re: Varðandi viðgerð á gólfhátölurum
Það er slatti af góðum kennslumyndböndum til.
Annars er eitt sem hátalaraframleiðendur mæla með og kann að koma mörgum á óvart, það er að það fer yfirleitt betur með hátalara að nota þá mikið heldur en að "spara þá". Þá er að sjálfsögðu ekki verið að mæla með því að hafa þá hátt stillta heldur bara almenna notkun.
Annars er eitt sem hátalaraframleiðendur mæla með og kann að koma mörgum á óvart, það er að það fer yfirleitt betur með hátalara að nota þá mikið heldur en að "spara þá". Þá er að sjálfsögðu ekki verið að mæla með því að hafa þá hátt stillta heldur bara almenna notkun.
Kóði: Velja allt
"There's an adapter for that"
-
- Gúrú
- Póstar: 507
- Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
- Staða: Ótengdur
Re: Varðandi viðgerð á gólfhátölurum
Félagi Vinur minn lagaði B&O hátalara með hringjum frá þessar sömu vefverslun. Þetta er ekkert mál.
Re: Varðandi viðgerð á gólfhátölurum
Hvað voru það gamlir Beo hátalarar?Kristján Gerhard skrifaði:Félagi Vinur minn lagaði B&O hátalara með hringjum frá þessar sömu vefverslun. Þetta er ekkert mál.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
-
- Gúrú
- Póstar: 507
- Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
- Staða: Ótengdur
Re: Varðandi viðgerð á gólfhátölurum
Beovox S45 ca. 35 ára
Re: Varðandi viðgerð á gólfhátölurum
Ég er með Bose 901 sett sem að ég þarf að panta svona hringi í og gera upp, þegar að þú ert kominn út í þessar pælingar er um að gera að googla nógu andskoti mikið, það er alveg sér community hópur sem lifir fyrir þetta s.s að kaupa gamla hátalara,magnara ofl á bílskúrssölum,seccond hand búllum o.s.f.v
Oft eru menn að fá hrikalega flotta vöru fyrir brota brot af núverandi "retail" price á vöru sem að hefur verið sama og eins gegnum áratugi, samanber bose 901 eins og ég er með.
Enn þetta er auðvitað þannig eins og með flest allt annað að því meira sem að þú getur gert sjálfur, því meira spararu og lærir.
Ég ætlaði mér einmitt að taka slatta af myndum og posta hér inn þegar að ég fer í þetta með mitt sett, veit s.s ekki hvursu mikill áhugi er fyrir því?
Oft eru menn að fá hrikalega flotta vöru fyrir brota brot af núverandi "retail" price á vöru sem að hefur verið sama og eins gegnum áratugi, samanber bose 901 eins og ég er með.
Enn þetta er auðvitað þannig eins og með flest allt annað að því meira sem að þú getur gert sjálfur, því meira spararu og lærir.
Ég ætlaði mér einmitt að taka slatta af myndum og posta hér inn þegar að ég fer í þetta með mitt sett, veit s.s ekki hvursu mikill áhugi er fyrir því?
Tech Addicted...
Re: Varðandi viðgerð á gólfhátölurum
Það er allaf gaman að sjá myndir og sjá hvað fólk er að brasaÖrn ingi skrifaði:......
Ég ætlaði mér einmitt að taka slatta af myndum og posta hér inn þegar að ég fer í þetta með mitt sett, veit s.s ekki hvursu mikill áhugi er fyrir því?
-
- has spoken...
- Póstar: 161
- Skráði sig: Lau 18. Okt 2003 12:31
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Varðandi viðgerð á gólfhátölurum
Ég væri til í að sjá detailed step by step myndir af þessu hjá þér.
Er einmitt sjálfur með gamla Jamo CD Power 25 hátalara inni í geymslu sem ég væri til í að laga.
Er einmitt sjálfur með gamla Jamo CD Power 25 hátalara inni í geymslu sem ég væri til í að laga.
Ryzen 7 3700x@4.5ghz - ASRock X570 Steel Legend - 32gb G.Skill Trident Z @ 3600mhz/Cl15 - PowerColor Radeon RX 6900XT Red Devil 16GB /- Be quiet! Straight Power 11 Platinum 1000W - Phanteks Eclipse P400S
-
- Nýliði
- Póstar: 16
- Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 18:52
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Varðandi viðgerð á gólfhátölurum
JoiMar skrifaði:Góða kvöldið
Er með smá pælingu varðandi hátalara reddingu, ég er með par af Jamo digital 120
Vandamálið mitt er að gúmmí hringirnir í stóru keilunum er byrjaðir að morkna. Var að velta fyrir mér hvort að einhver hefði reynslu af því að redda þessu vandamáli með því að kaupa nýja hringi
http://www.speakerrepairshop.nl/index.p ... 52&lang=EN
Eða ef einhver hefði hugmynd um hver tæki að sér að gera við svona?
Ég talaði við þá í ormsson og þeir áttu ekki til par af keilum sem pössuðu, þannig að ég var að vona að þetta dygði. Allavega þekking/reynsla/ábendingar vel þegnar.
Ég þarf að gera það sama við nákvæmlega sömu hátalara, hvernig gekk þetta? Var þetta eitthvað mál?
Ég var að skoða þetta; http://www.speakerrepairshop.nl/index.p ... ng&lang=en" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég fatta ekki alveg þennan "Centering" part, til hvers er hann, eftir hverju er ég að leitast þegar ég kem við hátalarann,, það hlítur að skipta einhverju máli hvert ég set klemmurnar?