Áreiðanleiki SSD diska
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 259
- Skráði sig: Mið 08. Des 2010 14:30
- Staðsetning: Rannsóknarstofan
- Staða: Ótengdur
Áreiðanleiki SSD diska
Mig langaði að forvitnast hversu áreiðanlegir eru þessir diskar, hljóta að bila minna en venjulegir harðir diskar
Er neflilega með 100 gb+ af fjölskyldumyndum sem mig langar að koma afriti af á öruggan stað.
Er nánast hægt að segja að þeir bili ekki, eða hafið þið lent í veseni með ykkar?
Er neflilega með 100 gb+ af fjölskyldumyndum sem mig langar að koma afriti af á öruggan stað.
Er nánast hægt að segja að þeir bili ekki, eða hafið þið lent í veseni með ykkar?
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1903
- Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Ef að þetta eru myndir sem að þú vilt alls ekki tína, þá er best að vera með öriggisafrit af öriggisafritinu, hvort sem að þú værir að nota SSD eða HDD
En SSD eiga að vera áræðanlegri en HDD.
Svo er líka alltaf möguleiki á að skoða Cloud geymslu, en þær eru nánast 99.9999% öruggar.
En SSD eiga að vera áræðanlegri en HDD.
Svo er líka alltaf möguleiki á að skoða Cloud geymslu, en þær eru nánast 99.9999% öruggar.
CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Þeir bila minna en venjulegir HDD en bila þó stundum.
Alltaf eiga nokkur afrit af mikilvægum gögnum. (á mismunandi stöðum auðvitað)
Alltaf eiga nokkur afrit af mikilvægum gögnum. (á mismunandi stöðum auðvitað)
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Ég myndi aldrei treysta eingöngu á einn SSD disk ofan í skúffu með mikilvægum myndum.
Ég nota offsite backup hjá Crashplan fyrir allar mínar ljósmyndir og sef mjög rólegur. Hef notað þetta í 2 ár og líkar vel.
Ég nota offsite backup hjá Crashplan fyrir allar mínar ljósmyndir og sef mjög rólegur. Hef notað þetta í 2 ár og líkar vel.
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Gleymdu ekki að það kostar líka að restora gögnum úr cloud geymslum (þ.e. gagnamagnið á nettengingunni).
Ef þú þarft að kaupa auka gagnapakka þá kostar það ca. 100 kr /GB. Sem dæmi þá kostar það um 15.000 kr að restora 150GB fyrir utan þann tíma sem það tekur.
Síminn: 50 GB stækkun erlends gagnamagns: 5.040 kr.
Vodafone: 30 GB erlent niðurhal: 3.300 kr.
Líka annað er tíminn:
Gerum ráð fyrir 10 mbit/s (1.2MB/s) föstum download hraða fyrir 150 GB sem gera um 34 klst download að restora gögnunum.
Ef þú þarft að kaupa auka gagnapakka þá kostar það ca. 100 kr /GB. Sem dæmi þá kostar það um 15.000 kr að restora 150GB fyrir utan þann tíma sem það tekur.
Síminn: 50 GB stækkun erlends gagnamagns: 5.040 kr.
Vodafone: 30 GB erlent niðurhal: 3.300 kr.
Líka annað er tíminn:
Gerum ráð fyrir 10 mbit/s (1.2MB/s) föstum download hraða fyrir 150 GB sem gera um 34 klst download að restora gögnunum.
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Rétt, fer líka langur tími í að uploada þeim í fyrsta sinn. En ef þú þekkir einhvern í USA þá sendir Crashplan harðan disk á vin þinn sem sendir á þig.Revenant skrifaði:Gleymdu ekki að það kostar líka að restora gögnum úr cloud geymslum (þ.e. gagnamagnið á nettengingunni).
Ef þú þarft að kaupa auka gagnapakka þá kostar það ca. 100 kr /GB. Sem dæmi þá kostar það um 15.000 kr að restora 150GB fyrir utan þann tíma sem það tekur.
Síminn: 50 GB stækkun erlends gagnamagns: 5.040 kr.
Vodafone: 30 GB erlent niðurhal: 3.300 kr.
Líka annað er tíminn:
Gerum ráð fyrir 10 mbit/s (1.2MB/s) föstum download hraða fyrir 150 GB sem gera um 34 klst download að restora gögnunum.
Getur maður ekki bara stækkað áskriftina í 140GB í 1-2 mánuði, það er mun minni aukakostnaður(3000kr).
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Harður diskur + sendingarkostnaður er ekkert ódýrari en 15 000 samt.Tiger skrifaði:En ef þú þekkir einhvern í USA þá sendir Crashplan harðan disk á vin þinn sem sendir á þig.
Modus ponens
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Maður borgar ekki fyrri diskinn, bara trygginu sem maður fær til baka þegar maður skilar honum. En samt eins og ég með tæpt TB þá væri það ódýara að senda það fram og til baka með ódýrasta hætti. Veit ekki hvernig er með tolla í svona, en örugglega svipað og með að senda hluti í viðgerð.Gúrú skrifaði:Harður diskur + sendingarkostnaður er ekkert ódýrari en 15 000 samt.Tiger skrifaði:En ef þú þekkir einhvern í USA þá sendir Crashplan harðan disk á vin þinn sem sendir á þig.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 394
- Skráði sig: Fös 01. Jún 2012 03:29
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Held það væri ódýrast/sniðugast að kaupa bara 1 eða jafnvel 2 harða diska í viðbót og setja í tölvuna og hafa bara backup af myndunum á hverjum einasta diski.. annars eru þetta nú snillingar að tala hérna þannig þú hefur verið að fá góð ráð nú þegar.
CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD
- CurlyWurly//HB
- CurlyWurly//HB
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Hættan við það plan:CurlyWurly skrifaði:Held það væri ódýrast/sniðugast að kaupa bara 1 eða jafnvel 2 harða diska í viðbót og setja í tölvuna og hafa bara backup af myndunum á hverjum einasta diski.. annars eru þetta nú snillingar að tala hérna þannig þú hefur verið að fá góð ráð nú þegar.
Þjófnaður - glatar öllum gögnunum.
Aflgjafaslys - glatar öllum gögnunum.
Bruni - glatar öllum gögnunum.
Og þannig mætti í nokkrar línur í viðbót halda áfram.
Modus ponens
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Ein lausn sem margir nota er að hafa 1-2 flakkara (2,5") sem er geymdur hjá ættingja.
Hægt væri að hafa eitt off-site afrit og eitt on-site afrit og víxla á diskum á mánaðar fresti. Þá væriru með eitt "warm" afrit og síðan eitt "cold" afrit sem væri í mesta lagi eins mánaðar gamalt.
Hægt væri að hafa eitt off-site afrit og eitt on-site afrit og víxla á diskum á mánaðar fresti. Þá væriru með eitt "warm" afrit og síðan eitt "cold" afrit sem væri í mesta lagi eins mánaðar gamalt.
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 394
- Skráði sig: Fös 01. Jún 2012 03:29
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Jæja, ég hugsaði þetta augljóslega ekki alveg í gegn...Gúrú skrifaði:Hættan við það plan:CurlyWurly skrifaði:Held það væri ódýrast/sniðugast að kaupa bara 1 eða jafnvel 2 harða diska í viðbót og setja í tölvuna og hafa bara backup af myndunum á hverjum einasta diski.. annars eru þetta nú snillingar að tala hérna þannig þú hefur verið að fá góð ráð nú þegar.
Þjófnaður - glatar öllum gögnunum.
Aflgjafaslys - glatar öllum gögnunum.
Bruni - glatar öllum gögnunum.
Og þannig mætti í nokkrar línur í viðbót halda áfram.
CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD
- CurlyWurly//HB
- CurlyWurly//HB
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Bankahólf kosta líka ekki mikið og þar ertu í raun gulltryggður fyrir flestum óhöppum.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Líka ef þú ert með einhvern nördavin þá er hægt að setja upp backup fyrir hvorn annan með einhverjum af þessum forritum sem eru í boði fyrir slíka hluti. Virkar svipað og þessi cloud dæmi nema hvað þú hefur meiri stjórn (og ábyrgð). Það tekur á þessu þjófnaðar-/brunaveseni. Ódýrara að fá afrit til baka en með því að geyma í cloud. Aðeins dýrari rekstarkostnaður kannski.Revenant skrifaði:Ein lausn sem margir nota er að hafa 1-2 flakkara (2,5") sem er geymdur hjá ættingja.
Hægt væri að hafa eitt off-site afrit og eitt on-site afrit og víxla á diskum á mánaðar fresti. Þá væriru með eitt "warm" afrit og síðan eitt "cold" afrit sem væri í mesta lagi eins mánaðar gamalt.
Það eru alltaf kostir og gallar við svona hluti. En allt er betra en ekkert og oftast er betra að vera með aðeins of margar backup leiðir virkar en of fáar. Ég held annars að SSD sem liggur í skúffu einhversstaðar sé ólíklegur til að bila svo að við komum að spurningu þráðarhöfundar. Harðir diskar hafa náttúrulega þennan galla að geta bilað þó svo að þeir séu ekki í notkun en ég er nokkuð viss um að það er mjög ólíklegt hjá SSD diskum.
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Varðandi reliability á SSDum, þá hafa controllerarnir verið að klikka svolítið í þeim.
Intel Core i5 4690K @ ? GHz ♠ Custom water cooling ♠ Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 259
- Skráði sig: Mið 08. Des 2010 14:30
- Staðsetning: Rannsóknarstofan
- Staða: Ótengdur
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Ég þakka fyrir frábær svör, ég fór og splæsti í einn cronos disk og ætla líka að skoða þetta cloud system
-
- Nýliði
- Póstar: 14
- Skráði sig: Fim 01. Apr 2010 20:13
- Staða: Ótengdur
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Hafðu bak við eyrað að öryggi gagna og bilanatíðni á disk eru tvennt gjörólíkt og ótengt. SSD eru kannski ólíklegri til að bila en mér dytti seint í hug að treysta flash minni fyrir krítískum gögnum. Gagnabjörgun er t.d. mun erfiðari ef skráarkerfið corruptast og það er líklegra til að gerast á SSD en HDD (þó það sé misjafnt eftir framleiðendum).
Ef þú vilt gagnaöryggi þá er mæli ég frekar með NAS boxi og 2 HDD speglaða í RAID. Heimanotendur þurfa í raun litlu meira og 5400rpm diskar eru svo til hljóðlausir.
Ef þú vilt gagnaöryggi þá er mæli ég frekar með NAS boxi og 2 HDD speglaða í RAID. Heimanotendur þurfa í raun litlu meira og 5400rpm diskar eru svo til hljóðlausir.
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Mr. President skrifaði:Ef þú vilt gagnaöryggi þá er mæli ég frekar með NAS boxi og 2 HDD speglaða í RAID. Heimanotendur þurfa í raun litlu meira og 5400rpm diskar eru svo til hljóðlausir.
NAS box með 2 HDD speglaða í RAID er andstæðan við gott gagnaöryggi.Gúrú skrifaði:Þjófnaður - glatar öllum gögnunum.
Aflgjafaslys - glatar öllum gögnunum.
Bruni - glatar öllum gögnunum.
Og þannig mætti í nokkrar línur í viðbót halda áfram.
Modus ponens
-
- Nýliði
- Póstar: 14
- Skráði sig: Fim 01. Apr 2010 20:13
- Staða: Ótengdur
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Það er þvæla en ég var samt bara að tala um SSD.
Cloud geymsla er fjarri því slæm hugmynd en við þurfum varla að gera ráð fyrir flóðum og jarðskjálftum hérna. Líkurnar á að tveir (eða fleiri) speglaðir diskar deyji á sama tíma eru vel nógu litlar til að kalla megi "öruggt". Paranoia og varkárni eru ekki sami hluturinn og sumir myndu eins segja að Microsoft/Dropbox/Google/Facebook sé ekki treystandi fyrir viðkvæmum gögnum (íslenska ríkið, til dæmis). Það er endalaust hægt að segja 'hvað ef?' en OP virðist bara meðaljón í leit að praktískri og einfaldri lausn. Og NAS box eru fín sem slík fyrir heimanotendur.
Cloud geymsla er fjarri því slæm hugmynd en við þurfum varla að gera ráð fyrir flóðum og jarðskjálftum hérna. Líkurnar á að tveir (eða fleiri) speglaðir diskar deyji á sama tíma eru vel nógu litlar til að kalla megi "öruggt". Paranoia og varkárni eru ekki sami hluturinn og sumir myndu eins segja að Microsoft/Dropbox/Google/Facebook sé ekki treystandi fyrir viðkvæmum gögnum (íslenska ríkið, til dæmis). Það er endalaust hægt að segja 'hvað ef?' en OP virðist bara meðaljón í leit að praktískri og einfaldri lausn. Og NAS box eru fín sem slík fyrir heimanotendur.
Re: Áreiðanleiki SSD diska
1. Hvergi í póstinum mínum sagði ég neitt um þær líkur.Mr. President skrifaði:Líkurnar á að tveir (eða fleiri) speglaðir diskar deyji á sama tíma eru vel nógu litlar til að kalla megi "öruggt". Paranoia og varkárni eru ekki sami hluturinn
2. Finnst þér það paranoia að vilja ekki glata öllum gögnunum sínum í innbroti? Það eru yfir 9000 auðgunarbrot á ári hérna á Íslandi.
Mörg þeirra eru innbrot og í innbrotum leggja þjófar sérstaka áherslu á tæknivörur - og NAS samstæða er líklegt fórnarlamb.
Bara á árinu er búið að skrá vel fleiri en 1000 innbrot á Íslandi.
Modus ponens
-
- Nýliði
- Póstar: 14
- Skráði sig: Fim 01. Apr 2010 20:13
- Staða: Ótengdur
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Jú, það er rétt. Innbrot eru framin.
OP var samt bara að spyrja hvort SSD væri nógu solid tækni fyrir backup...
OP var samt bara að spyrja hvort SSD væri nógu solid tækni fyrir backup...
-
- /dev/null
- Póstar: 1375
- Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
- Staðsetning: Akranes
- Staða: Ótengdur
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Kostar mikið minna en það allavega hjá hringdu.Revenant skrifaði:Gleymdu ekki að það kostar líka að restora gögnum úr cloud geymslum (þ.e. gagnamagnið á nettengingunni).
Ef þú þarft að kaupa auka gagnapakka þá kostar það ca. 100 kr /GB. Sem dæmi þá kostar það um 15.000 kr að restora 150GB fyrir utan þann tíma sem það tekur.
Síminn: 50 GB stækkun erlends gagnamagns: 5.040 kr.
Vodafone: 30 GB erlent niðurhal: 3.300 kr.
Líka annað er tíminn:
Gerum ráð fyrir 10 mbit/s (1.2MB/s) föstum download hraða fyrir 150 GB sem gera um 34 klst download að restora gögnunum.
Sent from my XT910 using Tapatalk 2
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Skil ekki einhvað væl og tal um erlent niðurhal þegar þarf að ná í gögn af erlendu cloudi, er viss um að flestir sem hafa tapað ljósmyndasöfnum / tónlistargögnum etc etc í innbrotum myndu glaðir velja að geta bara borgað auka 200gig eða svo til að fá gögnin sín aftur.
Re: Áreiðanleiki SSD diska
Ég er voðalegt meðaljon þegar kemur að.gagnaoryggi, læt mer nægja að eiga gömlu myndirnar i 2 afritum a sitthvorum disknum, allar nýjar myndir eru teknar a símann og fara beint a facebook
Kubbur.Digital