já nú er ég reiður!

Allt utan efnis
Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 801
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af Dagur »

Haxdal skrifaði:
Daz skrifaði:
emmi skrifaði:Einmitt, af hverju skyldi þetta nú ekki koma hingað, nú eða Spotify eða iTunes? Vegna þess að náfrændur þeirra í SMÁÍS (Tónlist.is) kunna ílla við alla samkeppni? Ísland er einokunarvagga heimsins.
Eða af því að ísland er pínulítill markaður (300 þúsund vs 25 milljónir) og því ekki vesensins virði að skoða hann.
Bull, ef svona veitur geta starfað í Færeyjum (50 þús manns) þá geta þær vel starfað hérna. Þetta er útaf frekju, yfirgangi og rauðu límbandi í Stef og Smáís sem svona veitur vilja ekki koma hingað. Það var allavega ein ástæðan af hverju iTunes kom ekki hingað fyrr en hvað, í fyrra?.. Stef var með bull kröfur um gjöld á búðina að Apple nennti ekki að standa í þessu veseni .. eða svo rámar mig allavega að hafi verið svarið frá einhverri apple búð hérna á klakanum fyrir nokkrum árum þegar það var spurt útí af hverju iTunes væri ekki í boði hérna.

Færeyjar eru hluti af danmörku þannig að þeir þurftu örugglega ekki að gera neitt sérstakt til að opna fyrir þá. (Það hefði örugglega verið töluvert meiri vinna að útiloka færeyjar)
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af Sallarólegur »

Stef og SMÁÍS styðja einokunarstefnu, enda er það eina leiðin fyrir þennan skít til að þrífast.

Flott viðtal á RÁS2 í dag, þar sem maður að nafni 'Smári' svaraði mjög vel á móti krakkanum 'Snæbirni' hjá SMÁÍS, það var rætt um þetta á þar:

http://www.ruv.is/frett/ras-2/er-afritun-thjofnadur
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

Höfundur
worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af worghal »

það er svo kjánalegt þegar Snæbjörn segir að þeir vilja netflix til landsins en að netflix bara vilji það ekki.
af hverju ætli það sé? ég tel það að verðið sem smáís og stef setja fyrir þessa miðla til að starfa hér sé bara einfaldlega of hátt og hræði þá frekar frá svo að smáís og stef geti haldið áfram þessari bullandi einokun og ofurhárri verðsetningu.

þetta finnst mér einkar merkilegt þegar það er búið að nefna að spotify sé opið í færeyjum með 50þús íbúum.
en er það vegna þess að færeyjar eru enþá undir Danmörku?
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af dori »

Sallarólegur skrifaði:Stef og SMÁÍS styðja einokunarstefnu, enda er það eina leiðin fyrir þennan skít til að þrífast.

Flott viðtal á RÁS2 í dag, þar sem maður að nafni 'Smári' svaraði mjög vel á móti krakkanum 'Snæbirni' hjá SMÁÍS, það var rætt um þetta á þar:

http://www.ruv.is/frett/ras-2/er-afritun-thjofnadur
Þetta mun hafa verið Smári McCarthy. Hann er virkur innan FSFÍ. Ég næ ekki að hlusta á þetta viðtal fyrr en í kvöld.
Skjámynd

Höfundur
worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af worghal »

ég veit ég er að quota pressuna, en þetta var samt ansi áhugaverð lína
Á landinu búi 319.575 manns og fari þeir að jafnaði 4,75 sinnum í bíó á hverju ári. Íslendingar séu þar með duglegastir allra þjóða við að sækja kvikmyndahúsin.
http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett ... ndaily.com
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

Fumbler
spjallið.is
Póstar: 484
Skráði sig: Mið 23. Apr 2003 17:15
Staðsetning: Vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af Fumbler »

Svo er hann Hilmar Hallbjörnsson, framkvæmdastjóri isProject ehf að svara þessum auglýsingum flott, hér í grein á vísi
http://www.visir.is/uppnefndur-thjofur- ... 2708169963
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af Gúrú »

Sallarólegur skrifaði:Stef og SMÁÍS styðja einokunarstefnu, enda er það eina leiðin fyrir þennan skít til að þrífast.

Flott viðtal á RÁS2 í dag, þar sem maður að nafni 'Smári' svaraði mjög vel á móti krakkanum 'Snæbirni' hjá SMÁÍS, það var rætt um þetta á þar:

http://www.ruv.is/frett/ras-2/er-afritun-thjofnadur
Djöfull var Snæbjörn lýsandi fyrir sjálfan sig og þessa heimskulegu afstöðu í þessu viðtali.

Var algjörlega ófær um að svara spurningum nema að þær snúi að e-mailum sem að hann fær. =D>
Modus ponens
Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af tlord »

SMÁÍS!

þessi (óbjóðs) bíssness er búinn. BÚINN!

BÚINN!!
LOKIÐ...

face it..!!
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af Pandemic »

Næsta skref er líklega tölvuleikirnir.
Skjámynd

Höfundur
worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af worghal »

Pandemic skrifaði:Næsta skref er líklega tölvuleikirnir.
hann steingrímur sér um þann pakka, en hann vill setja 25.5% vsk á steam og aðra slíka miðla.
þessi skattur er þegar kominn á appstore.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af Daz »

worghal skrifaði:
Pandemic skrifaði:Næsta skref er líklega tölvuleikirnir.
hann steingrímur sér um þann pakka, en hann vill setja 25.5% vsk á steam og aðra slíka miðla.
þessi skattur er þegar kominn á appstore.
Ekkert óeðlilegt við það. Skulum reyna að aðgreina milli fýlu yfir stjórnvöldum sem vilja sækja réttmæt gjöld og samtökum sem þjófkenna fólk sem greiðir fyrir hugverk OG sú greiðsla rennur (að hluta) til upphaflegs höfundar.
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af chaplin »

Daz skrifaði: Ekkert óeðlilegt við það. Skulum reyna að aðgreina milli fýlu yfir stjórnvöldum sem vilja sækja réttmæt gjöld og samtökum sem þjófkenna fólk sem greiðir fyrir hugverk OG sú greiðsla rennur (að hluta) til upphaflegs höfundar.
Nú spyr ég eins og bjáni - er þessi skattur hjá öðrum löndum? Ég gat ekki séð það þegar ég notaði Bandaríska accountinn minn í den.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af Gúrú »

chaplin skrifaði:
Daz skrifaði: Ekkert óeðlilegt við það. Skulum reyna að aðgreina milli fýlu yfir stjórnvöldum sem vilja sækja réttmæt gjöld og samtökum sem þjófkenna fólk sem greiðir fyrir hugverk OG sú greiðsla rennur (að hluta) til upphaflegs höfundar.
Nú spyr ég eins og bjáni - er þessi skattur hjá öðrum löndum? Ég gat ekki séð það þegar ég notaði Bandaríska accountinn minn í den.
Hann fer eftir fylkjum í BNA.
Modus ponens
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af Daz »

chaplin skrifaði:
Daz skrifaði: Ekkert óeðlilegt við það. Skulum reyna að aðgreina milli fýlu yfir stjórnvöldum sem vilja sækja réttmæt gjöld og samtökum sem þjófkenna fólk sem greiðir fyrir hugverk OG sú greiðsla rennur (að hluta) til upphaflegs höfundar.
Nú spyr ég eins og bjáni - er þessi skattur hjá öðrum löndum? Ég gat ekki séð það þegar ég notaði Bandaríska accountinn minn í den.
Virðisaukaskattur = Value Added Tax, VAT . 25% á öllum hinum norðurlöndunum. Sum staðar kallaður söluskattur (sales tax). Bandaríkjamenn rukka minnir mig bara svona skatt í ákveðnum ríkjum eða í sama ríki og fyrirtækið sem selur vöruna er skráð í.
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af chaplin »

Gúrú skrifaði: Hann fer eftir fylkjum í BNA.
Ég geri mér grein fyrir því, en þegar ég gerði accountinn þurfti ég að skrá fylki og heimilisfang, greiddi samt aldrei neinn söluskatt af því sem ég best veit (mv. að ég borgaði 0,99c á US account, en $1,24 á íslenskum account (mv. 25% vsk)). Skráði ég mig ss. bara fyrir tilviljun í fylki sem greiðir ekki vsk á hugbúnaði?
Daz skrifaði: Virðisaukaskattur = Value Added Tax, VAT . 25% á öllum hinum norðurlöndunum. Sum staðar kallaður söluskattur (sales tax). Bandaríkjamenn rukka minnir mig bara svona skatt í ákveðnum ríkjum eða í sama ríki og fyrirtækið sem selur vöruna er skráð í.
Ég þykist vita hvað virðisauki er - mín spurning var sú að á US aðganginum mínum greiddi ég engann auka vsk. - en ef eins og þú segir að ekki öll fylki rukka þennan vsk af Apple store að þá er líklegast komin útskýring.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af Daz »

chaplin skrifaði:
Gúrú skrifaði: Hann fer eftir fylkjum í BNA.
Ég geri mér grein fyrir því, en þegar ég gerði accountinn þurfti ég að skrá fylki og heimilisfang, greiddi samt aldrei neinn söluskatt af því sem ég best veit (mv. að ég borgaði 0,99c á US account, en $1,24 á íslenskum account (mv. 25% vsk)). Skráði ég mig ss. bara fyrir tilviljun í fylki sem greiðir ekki vsk á hugbúnaði?
Daz skrifaði: Virðisaukaskattur = Value Added Tax, VAT . 25% á öllum hinum norðurlöndunum. Sum staðar kallaður söluskattur (sales tax). Bandaríkjamenn rukka minnir mig bara svona skatt í ákveðnum ríkjum eða í sama ríki og fyrirtækið sem selur vöruna er skráð í.
Ég þykist vita hvað virðisauki er - mín spurning var sú að á US aðganginum mínum greiddi ég engann auka vsk. - en ef eins og þú segir að ekki öll fylki rukka þennan vsk af Apple store að þá er líklegast komin útskýring.
Ég bara skildi ekki upphaflegu spurninguna þína betur.

Sem viðbót við þetta, þá googlaði ég smá um Steam og söluskatt, þeir innifela hann í sínum terms
http://store.steampowered.com/subscriber_agreement/ skrifaði: If your use of Steam is subject to any type of use or sales tax, then Valve may also charge you for those taxes, in addition to the Subscription or other fees published in the Rules of Use. The European Union VAT (“VAT”) tax amounts collected by Valve reflect VAT due on the value of any Software or Subscription.
Annað
http://www.gamespot.com/forums/topic/26946710 skrifaði: Steam is tax-free outside the state of WA... ("Sales tax will be calculated during checkout for WA state residents")

seinna í þræðinum
Sales tax must be charged on sales over the internet if the company selling the product is located or has a distribution center located in the state of the customer.
Þetta á líklega aðeins við um Bandaríkin.

konice
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Fös 04. Feb 2011 15:38
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af konice »

Sælir smá innlegg í umræðuna.

Getur einhver fundið út hvað margir cd og DVD diskar eru fluttir inn til landsins,
þar sem greitt er stefgjald af hverju einasta stykki (17-50kr).
Af hverjum einasta HD (4%)
Af öllum brennurum (cd-DVD) (1%)
Sjá 11gr. http://www.althingi.is/lagas/nuna/1972073.html
Reglugerð: http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/We ... enDocument

Nánari útfærsla.
http://ihm.is/Spurt_og_svarad/
Í hvað skildu þessir aurar fara? Til höfunda?

Svo er SMÁÍS á gráu svæði v/TV útsendinga allavega íþrótta.
Sjá dóm evrópudóms okt 2011
http://evropuvaktin.is/frettir/20446/

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af Tbot »

http://visir.is/perlur-islenskrar-daegu ... 2120829749" onclick="window.open(this.href);return false;

Þar er komin betri skýring á þessu með stefgjöldin og hvert þau eru að fara.

blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af blitz »

Það eru fullt af einstaklingum á vaktinni sem eru málefnalegir og geta komið frá sér efni. Allir getum við sammælst um að þetta sé hagsmunamál fyrir okkur flesta (og 99% af Íslendingum).

Hvers vegna hættum við/þið ekki að tuða (eins og Íslendingar gera alltaf, og gera svo ekkert í því) - joinið Félag um stafrænt frelsi á Íslandi (http://www.fsfi.is" onclick="window.open(this.href);return false;) og reynið að hafa áhrif? Skrifa (málefnalegar) greinar, vekja athygli á bullinu sem á sér stað í kringum SMÁÍS / STEF, pressa á þingmenn o.s.frv.?

Það þarf að setja þetta fram á einfaldan hátt, sýna fólki hvað það er að borga (og hvert peningurinn fer) og sýna því hverju þeir eru að missa af!
PS4
Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af natti »

blitz skrifaði: joinið Félag um stafrænt frelsi á Íslandi (http://www.fsfi.is" onclick="window.open(this.href);return false;) og reynið að hafa áhrif?
<rant>
Taktu einhvern random tölvugaur, sem fyrir slysni rambar inn á fsfi.is
Það eru [nánast] engar upplýsingar um félagið á þessari síðu.
Einu "contact" upplýsingarnar sem eru gefnar upp eru fyrir fjölmiðla, og þar á sama stað eru einu upplýsingarnar um hver formaður félagsins er.
Að öðru leiti eru engar upplýsingar um hverjir standa að baki félaginu, hver núverandi stjórn er, hvað félagið hefur verið að gera, hvað félagið er að gera, félagsmenn etc.
Og síðast en ekki síst; Það er ekkert á þessari síðu sem bendir til þess að FSFÍ sé neitt annað en lokaður klúbbur nokkurra einstaklinga sem vilji enga nýja meðlimi.
Það eru meiri upplýsingar á Facebook-group FSFÍ, í þeirri setningu sem er þar að finna.
Félagið virðist byggja fyrst og fremst á Facebook samskiptum (þó það sé enginn linkur frá FSFÍ yfir í Facebook grúbbuna).
En það eru bara ekkert allir á Facebook.
Einstaklingar í félagi um "stafrænt frelsi" ættu ekki að láta koma sér á óvart að það eru ekki allir sem vilja vera á facebook.
Þannig að eina sem að er eftir í stöðunni er að halda áfram að tuða :)
</rant>
Mkay.
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af dori »

natti skrifaði:<rant>
Sem lurkandi "meðlimur" þá get ég vitnað um að vefurinn var miklu verri og það er verið að vinna í því að koma honum í betra stand (sem er erfiðara en flestir halda að skipuleggja þegar þetta er svona sjálfboðavinnudæmi). Það að upplýsa fólk um hvað þarf að gera til að taka þátt er líka eitthvað sem er ekki nógu gott núna (sem þú sást) og er verið að vinna eitthvað í.

Annars er þetta mjög samfélagsdrifið félag og samskipti félagsins fara mest fram á póstlista, ekki facebook síðu. Mjög margt til fyrirmyndar. T.d. hvernig yfirlýsingar og pistlar hafa verið samdir með etherpad þar sem allir hjálpast að. Það er hægt að skrá sig á póstlistann eða skoða archive hér: http://postlists.1984.is/cgi-bin/mailman/listinfo/fsfi" onclick="window.open(this.href);return false;

Svo eru hittingar á mánudögum þar sem er unnið í málefnum sem fólki finnst koma félaginu við.
Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af natti »

dori skrifaði: Annars er þetta mjög samfélagsdrifið félag og samskipti félagsins fara mest fram á póstlista, ekki facebook síðu. Mjög margt til fyrirmyndar. T.d. hvernig yfirlýsingar og pistlar hafa verið samdir með etherpad þar sem allir hjálpast að. Það er hægt að skrá sig á póstlistann eða skoða archive hér: http://postlists.1984.is/cgi-bin/mailman/listinfo/fsfi" onclick="window.open(this.href);return false;

Svo eru hittingar á mánudögum þar sem er unnið í málefnum sem fólki finnst koma félaginu við.
Eins og ég segi, ekki fann ég þennan póstlista af sjálfsdáðum, maður þarf greinilega að þekkja mann. :)
Auðvitað ætla ég ekki að vera að lasta fólk sem er að vinna í sjálfboðavinnu, en það er óskandi að bætt verði úr þessum vef, þó það sé ekki nema að vísa í t.d. bæði póstlistann, facebook síðuna og þessa mánudagshittinga. Einhvernstaðar verður fólk að geta byrjað.

Og hvar eru svo nánari upplýsingar um mánudagshittingana, er það bara á póstlistanum eða?
(On that note, er það bara ég eða er archive-ið fyrir póstlistann meira en árs gamalt? Nýjast í Mars2011?)
Mkay.
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af dori »

natti skrifaði:Og hvar eru svo nánari upplýsingar um mánudagshittingana, er það bara á póstlistanum eða?
(On that note, er það bara ég eða er archive-ið fyrir póstlistann meira en árs gamalt? Nýjast í Mars2011?)
Jamm, bara á póstlistanum. En vá, ég var ekki búinn að taka eftir því að þetta yfirlit sýnir bara fram í mars í fyrra. Fyndið samt að það virkar að henda inn parameterum sjálfur...

http://postlists.1984.is/pipermail/fsfi/2012-August/" onclick="window.open(this.href);return false;

En það er annað sem er skrýtið við það, það eru 7 umræður á listanum sem eiga innlegg frá því í ágúst en það kemur bara eitt upp þarna. Sama ef maður setur júlí/júní etc. inní þetta.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af rapport »

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett ... ldri-malum" onclick="window.open(this.href);return false;
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Póstur af Moldvarpan »

Deildu er búin að vera uppi lengi og menn halda eflaust að þeir séu sloppnir en það er ekki þannig. Þetta er eins og að vera tekinn fyrir of hraðan akstur af lögreglunni og svo furðar þú þig á því að það komi engin sekt innum lúguna hjá þér. Þú heldur kannski að þú sért sloppinn en hún kemur alltaf sektin,

sagði Snæbjörn að lokum.

Þessi maður er algjört :troll
Svara