Er með Antec P180 tölvukassa þar sem USB tengin framaná hafa brotnað og eru ónothæf.
Leitaði að varahlutum og sá að Antec er að selja einmitt þennan varahlut sem mig vantar. Hlekkur
En spurningin mín er: Vitið þið um einhver fyrirtæki/aðila sem mögulega eru að selja varahluti fyrir þessa kassa hér á landi?
(P180 er frekar vinsæll kassi skilst mér.)
Væri gaman að sleppa við það að panta þetta að utan...
____
Riggið mitt:
[Chieftek CH-03SL-SL-A | 500 W Bluestorm | ASUS A8R32-MVP | AMD64 X2 4800 (939) ]
[2 x 1 GB Corshair XMS2 | 36GB Raptor 10krpm + 250 WD sata | GIGABYTE GeForce GTX 460 1GB OC]
Sýnist þetta vera mjög svipað og var í gamla kassanum mínum, sem var ekki frá Antec. Það skiptir ekki öllu máli þótt þetta passi ekki 100%, tengin sem fara í móðurborðið eru stöðluð.
Búin að leita og finn það ekki, annars hefði ég gefið þér það.