Ég sótti pakka sem, skv. merkingu á pakka (100% rétt í þetta skiptið) var $62,64 virði. Þessi tala inniheldur ekki sendingarkostnaðinn sem ég greiddi seljanda en hann var $2,99 þannig að samtals var inkaupsverðið $65,63. Þegar ég fæ pakkann í hendurnar (áður en ég borga) sé ég hins vegar að innkaupsverðið á aðflutningsskýrslunni er $68,90. Tollmiðlunin hafði s.s. bætt við, ég veit ekki alveg hvernig þeir fundu það út, $6,26 og sögðu mér bara að borga. Þegar ég spyr stelpuna í afgreiðslunni á pósthúsinu mínu í 108 þá segir hún að hún geti sent pakkann til baka og látið endurmeta hann eða ég geti bara borgað og svarar neitandi þegar ég spyrt hvort hún haldi að það verði endurgreitt ef ég borga bara of mikið núna og sendi kvörtun.
Þar sem þetta er bara spurning um rúman 150 kall nenni ég ekki að eltast við það og þurfa að mæta aftur á pósthúsið þannig að ég borga bara það sem er sett upp, fer heim og tek mynd af pakkanum og skjölunum sem ég fékk með og sendi kvörtun á Tollmiðlunina. Þeir segjast muni leiðrétta þetta og báðu mig um kennitölu og reikningsnúmer.
Nú spyr ég. Er það í lagi að þeir bæti bara við einhverri tilviljannakenndri upphæð við uppgefna fjárhæð á pakkanum? Ég hef áður lent í þessu sem er ástæðan fyrir því að ég var vakandi og gerði eitthvað í því núna en mér finnst nóg um að vera að borga 550 kr. fyrir tollmeðferð á svona verðlitlu innihaldi þó að þeir séu ekki að snuða mann ennþá meira (ég meina, þeir fá þessa peninga ekki einu sinni heldur ríkissjóður myndi ég halda). Veit einhver hérna eitthvað um þetta? S.s. vitið þið hvort það sé rétt ágiskun hjá mér að þeir séu að áætla sendingarkostnað á þennan hátt? Er það ekki svolítið skrýtið að þeir taki ekki annað hvort það gilt sem stendur á pakkanum eða biðji mig um frekari pappíra? Mér finnst þetta allavega engin leið til að koma fram við viðskiptavini.
Hérna eru myndir af pakkanum sem ég sótti í gær og öðrum sem kom hingað líka en var ekkert gert í. Þetta er s.s. ekki bara einsdæmi.

