Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af dori »

Í framhaldi af umræðunni hérna vildi ég segja frá atviki sem ég lenti í á pósthúsinu mínu í gær.

Ég sótti pakka sem, skv. merkingu á pakka (100% rétt í þetta skiptið) var $62,64 virði. Þessi tala inniheldur ekki sendingarkostnaðinn sem ég greiddi seljanda en hann var $2,99 þannig að samtals var inkaupsverðið $65,63. Þegar ég fæ pakkann í hendurnar (áður en ég borga) sé ég hins vegar að innkaupsverðið á aðflutningsskýrslunni er $68,90. Tollmiðlunin hafði s.s. bætt við, ég veit ekki alveg hvernig þeir fundu það út, $6,26 og sögðu mér bara að borga. Þegar ég spyr stelpuna í afgreiðslunni á pósthúsinu mínu í 108 þá segir hún að hún geti sent pakkann til baka og látið endurmeta hann eða ég geti bara borgað og svarar neitandi þegar ég spyrt hvort hún haldi að það verði endurgreitt ef ég borga bara of mikið núna og sendi kvörtun.

Þar sem þetta er bara spurning um rúman 150 kall nenni ég ekki að eltast við það og þurfa að mæta aftur á pósthúsið þannig að ég borga bara það sem er sett upp, fer heim og tek mynd af pakkanum og skjölunum sem ég fékk með og sendi kvörtun á Tollmiðlunina. Þeir segjast muni leiðrétta þetta og báðu mig um kennitölu og reikningsnúmer.

Nú spyr ég. Er það í lagi að þeir bæti bara við einhverri tilviljannakenndri upphæð við uppgefna fjárhæð á pakkanum? Ég hef áður lent í þessu sem er ástæðan fyrir því að ég var vakandi og gerði eitthvað í því núna en mér finnst nóg um að vera að borga 550 kr. fyrir tollmeðferð á svona verðlitlu innihaldi þó að þeir séu ekki að snuða mann ennþá meira (ég meina, þeir fá þessa peninga ekki einu sinni heldur ríkissjóður myndi ég halda). Veit einhver hérna eitthvað um þetta? S.s. vitið þið hvort það sé rétt ágiskun hjá mér að þeir séu að áætla sendingarkostnað á þennan hátt? Er það ekki svolítið skrýtið að þeir taki ekki annað hvort það gilt sem stendur á pakkanum eða biðji mig um frekari pappíra? Mér finnst þetta allavega engin leið til að koma fram við viðskiptavini.

Hérna eru myndir af pakkanum sem ég sótti í gær og öðrum sem kom hingað líka en var ekkert gert í. Þetta er s.s. ekki bara einsdæmi.

Mynd
Mynd
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af AntiTrust »

Skítt með krónurnar svosem, prinsipp mál að fá sundurliðun á því sem maður er að greiða fyrir. Fyrirtæki eru orðin svo ÓLÝSANLEGA (sagt með ógeðslega miklum grettum og leiðindatón) gráðug og djörf í þessum földu aukagjöldum sínum að maður situr yfir reikningum eins og Jóakim Aðalönd og rýnir í mörg af þessum óútskýranlegu smágjöldum sem bætast hér og þar.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Staðsetning: Siglufjörður
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af AciD_RaiN »

Ég var að panta kapla um daginn og þurfti að borga 1300kr í X toll og samkvæmt þeim upplýsingum þá er það tollflokkurinn á tölvuköplum... Hef aldrei heyrt um þennan X toll
Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af hagur »

Já, þeir áskilja sér rétt til að áætla sendingarkostnað ef hann kemur hvergi fram. Man ekki hvar ég las þetta, en minnir að það komi fram á bréfinu sem maður fær sent í pósti þar sem kemur fram að maður eigi hjá þeim pakka frá útlöndum.
Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af dori »

AntiTrust skrifaði:Skítt með krónurnar svosem, prinsipp mál að fá sundurliðun á því sem maður er að greiða fyrir. Fyrirtæki eru orðin svo ÓLÝSANLEGA (sagt með ógeðslega miklum grettum og leiðindatón) gráðug og djörf í þessum földu aukagjöldum sínum að maður situr yfir reikningum eins og Jóakim Aðalönd og rýnir í mörg af þessum óútskýranlegu smágjöldum sem bætast hér og þar.
Algjörlega, bara prisipp hjá mér. Hata að líða eins og einhver hafi svindlað á mér.
AciD_RaiN skrifaði:Ég var að panta kapla um daginn og þurfti að borga 1300kr í X toll og samkvæmt þeim upplýsingum þá er það tollflokkurinn á tölvuköplum... Hef aldrei heyrt um þennan X toll
Það eru einhver vörugjöld af köplum. Ef þú kallar þetta tölvudót er miklu líklegra að þetta kæmist inn án þessara gjalda. Sjá hér. Mér sýnist X vera 15% vörugjöld.
hagur skrifaði:Já, þeir áskilja sér rétt til að áætla sendingarkostnað ef hann kemur hvergi fram. Man ekki hvar ég las þetta, en minnir að það komi fram á bréfinu sem maður fær sent í pósti þar sem kemur fram að maður eigi hjá þeim pakka frá útlöndum.
Ég fékk ekkert bréf eða neitt. Bara tilkynningu heim um að það væri kominn pakki á pósthúsið sem ég gæti sótt. Ég mæti bara og þá kemur þessi vitleysa að ég geti borgað eða beðið í örugglega 2 daga eftir að það sé búið að tollafgreiða hann aftur. Ég hef ekkert á móti því að þurfa að senda þeim pappíra, mér finnst bara að þeir ættu að fara eftir því sem er á pakkanum eða biðja mig um upplýsingar. Ég hef núna þessi tvö tilfelli sem ég sendi mynd af og svo man ég eftir a.m.k. 2 öðrum tilfellum. Eitt skiptið þar sem það var "free shipping" þar sem var bætt við einhverjum flutningsgjöldum sem gerðu það að verkum að það var nær 500 kalli sem ég var snuðaður um.

Mér finnst þessi vinnubröð bara alls ekki boðleg og ef þetta er stefnan þá ætti að breyta henni þannig að hún væri opt-in (a.m.k. opt-out). Spurning að senda kvörtun á neytendastofu.
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af hagur »

dori skrifaði:Ég fékk ekkert bréf eða neitt. Bara tilkynningu heim um að það væri kominn pakki á pósthúsið sem ég gæti sótt. Ég mæti bara og þá kemur þessi vitleysa að ég geti borgað eða beðið í örugglega 2 daga eftir að það sé búið að tollafgreiða hann aftur. Ég hef ekkert á móti því að þurfa að senda þeim pappíra, mér finnst bara að þeir ættu að fara eftir því sem er á pakkanum eða biðja mig um upplýsingar. Ég hef núna þessi tvö tilfelli sem ég sendi mynd af og svo man ég eftir a.m.k. 2 öðrum tilfellum. Eitt skiptið þar sem það var "free shipping" þar sem var bætt við einhverjum flutningsgjöldum sem gerðu það að verkum að það var nær 500 kalli sem ég var snuðaður um.

Mér finnst þessi vinnubröð bara alls ekki boðleg og ef þetta er stefnan þá ætti að breyta henni þannig að hún væri opt-in (a.m.k. opt-out). Spurning að senda kvörtun á neytendastofu.
Alveg sammála þessu. Svo er þetta oft frekar skitsó hjá þeim. Stundum fær maður einmitt tilkynningu eins og þú fékkst, þ.e um að maður eigi pakka á pósthúsinu og geti komið og sótt hann, þá hafa þeir tollafgreitt pakkann án þess að biðja um aukaupplýsingar frá þér (og væntanlega áætla sendingarkostnaðinn eins og í þínu tilfelli). Í öðrum tilfellum, þá vantar þá einhverjar upplýsingar um verðmæti vörunnar (jafnvel þó að það sé oft prentað utan á kassann) og þá fær maður annarskonar tilkynningu senda heim í pósti, þar sem er beðið um vörureikning. Á því blaði kemur fram að sé sendingarkostnaður ekki uppgefinn á vörureikningnum, þá áætli þeir hann.

Gislinn
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af Gislinn »

dori skrifaði:...
Þegar ég spyr stelpuna í afgreiðslunni á pósthúsinu mínu í 108 þá segir hún að hún geti sent pakkann til baka og látið endurmeta hann eða ég geti bara borgað og svarar neitandi þegar ég spyrt hvort hún haldi að það verði endurgreitt ef ég borga bara of mikið núna og sendi kvörtun.
...
Nýbúinn að lenda í því að hafa verið rukkaður of mikið og að vara hjá mér var vitlaust tolluð, ég borgaði bara pakkann á pósthúsinu, sendi kvörtun og fékk endurgreitt innan við 2 sólahringum síðan.

Ég hef alltaf fengið sundurliðun á gjöldunum.

Miða við það magn sem ég panta erlendis frá og hversu mikið ég nota þjónustuna hjá þeim, þá get ég nú ekki sagt annað en að pósturinn hefur bara staðið sig mjög vel og alltaf komið vel fram við mig ef ég hef sett út á eitthvað hjá þeim eða beðið um frekari útskýringar. :happy
Last edited by Gislinn on Þri 19. Jún 2012 15:47, edited 1 time in total.
common sense is not so common.
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af mind »

Sendingarkostnaðarhlutinn er vegna þess að ekki má tollafgreiða vöru sem hefur ekki sendingarkostnað, sé hann ekki til staðar eða telst óraunhæfur(bara í lágu áttina) er hann því áætlaður.
Það má ekki tollflokka hluti rangt til að sleppa við tollgjöld.

Hvoru tveggja er tilkomið frá tollinum, ríkisstofnun, sem slík er hún því yfirhafin gagngrýni sem og neytendastofu.
Pósturinn er eflaust bara reyna vinna þetta á sem bestan hátt þó það sé erfitt á móti svona stofnunum.
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af worghal »

Mer finnst faranlegt ad thad er tollad sendingar gjaldid! :sparka
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af dori »

Já, ég veit svosem að Pósturinn gerir sitt besta í þessu þó svo að ég sé sammála hagi í því að það er eins og það fari alveg eftir því hver sé að vinna hvað þeir gera (hvort maður fær tilkynningu þegar allir pappírar eru til staðar eða hvort maður fái bara áætlaðan sendingarkostnað). Tollurinn er alveg meingallað batterí sem má sjá á þessum reglum og sérstaklega stjórnvaldsákvörðunum sem hafa verið teknar útaf tölvuskjáum.

Mér finnst það samt alltaf rangt að áætla eitthvað svona ef það besta sem þeir geta boðið mér (þó svo ég mæti með alla pappíra á pósthúsið) er að senda pakkann til baka þannig að ég sæki hann seinna eða láta mig fá hann og engin trygging (allavega gat hún ekki lofað því) að eitthvað sé leiðrétt. Ég vil btw. taka það fram að sá sem afgreiddi kvörtunina hjá Tollmiðlun var mjög almennilegur. En mér finnst bara svo asnalegt að biðja ekki um öll gögn áður en þetta kemur. Ef ég er ekki með gögnin þá geta þeir farið í að áætla öll verð mín vegna.
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af mind »

dori skrifaði:Já, ég veit svosem að Pósturinn gerir sitt besta í þessu þó svo að ég sé sammála hagi í því að það er eins og það fari alveg eftir því hver sé að vinna hvað þeir gera (hvort maður fær tilkynningu þegar allir pappírar eru til staðar eða hvort maður fái bara áætlaðan sendingarkostnað). Tollurinn er alveg meingallað batterí sem má sjá á þessum reglum og sérstaklega stjórnvaldsákvörðunum sem hafa verið teknar útaf tölvuskjáum.

Mér finnst það samt alltaf rangt að áætla eitthvað svona ef það besta sem þeir geta boðið mér (þó svo ég mæti með alla pappíra á pósthúsið) er að senda pakkann til baka þannig að ég sæki hann seinna eða láta mig fá hann og engin trygging (allavega gat hún ekki lofað því) að eitthvað sé leiðrétt. Ég vil btw. taka það fram að sá sem afgreiddi kvörtunina hjá Tollmiðlun var mjög almennilegur. En mér finnst bara svo asnalegt að biðja ekki um öll gögn áður en þetta kemur. Ef ég er ekki með gögnin þá geta þeir farið í að áætla öll verð mín vegna.
Prufaðu bara setjast hinu megin við borðið.

Gefum okkur að þú vinnir við að afgreiða 1.000 svona pakka á dag, ítrekað eru vandamál með reikninga, réttan sendingarkostnað, tollflokk, gjaldmiðil, fólk sem skilur ekki ferlið o.s.f.
Auðveldara hlýtur að teljast miðað við mjög væg skekkjumörk(nokkur hundruð krónur) að nota bara sama kerfið fyrir allt og taka svo sérstaklega á málum eins og þínum. Einfaldlega vegna þess að tíminn sem færi í sérvinna hverja tollun myndi líklega telja langtum hærra en skekkjumörkin.

Er þó ekki segja þetta sé besta eða rétta leiðin, bara hún sé skiljanleg miðað við aðstæður.

@worghal, gert til að stöðva reikninga sem stendur á $1 Ferrari með $70.000 sendingarkostnað = 3þúsund krónur í toll eða svo.
Er heldur ekki að segja það sé rétta leiðin, en þegar fólk kann ekki finna lausnir grípur það oft til svona ráða.
Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af dori »

En mind, athugaðu að ég er að borga 550 kr. fyrir þessa Tollmiðlun. Jájá, vissulega eru þeir að fara fyrir kannski 1000 pakka á dag en þeir eru virkilega að fá borgað fyrir það. Ég geri mér grein fyrir því að 550 kr. borga ekki fyrir mikla vinnu en gefum okkur að það séu svona 10-15 mínútur. Ef þetta er svona erfitt er þetta spurning um að verkferlin sem er farið eftir séu slæm. Þar tekur bara smástund að lesa yfir pakka og sjá hvaða upplýsingar eru á honum og slá þær inn í eitthvað form. Kerfið veit að það vantar upplýsingar svo að það væri sendur póstur/sms/tölvupóstur (eftir því hvað á við) og móttakandi beðinn um meiri upplýsingar, væri líka hægt að láta hann vita hvað kerfið veit nú þegar svo að það þurfi ekki að grafa meira upp en er nauðsynlegt. Svo þegar móttakandinn sendir eða mætir með meiri upplýsingar er farið yfir þær og pakkinn tollafgreiddur.

Mér finnst þetta ekki hljóma mjög flókið og get ekki ímyndað mér hvernig þetta ætti að kosta meiri pening en ég er nú þegar að borga.
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af mind »

Af skrifunum tel ég þú sért að dæma hlut og kerfi án nægilegrar reynslu, ég mæli með því þú prufir að flytja inn eitthvað alveg sjálfur, gæti gefið þér aðra sýn.

http://www.tollur.is/upload/files/E1-1.pdf

http://www.tollur.is/upload/files/Innfl ... 0_E-1_.pdf
http://www.tollur.is/upload/files/E-1.3(2).pdf
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af Klemmi »

mind skrifaði:Af skrifunum tel ég þú sért að dæma hlut og kerfi án nægilegrar reynslu, ég mæli með því þú prufir að flytja inn eitthvað alveg sjálfur, gæti gefið þér aðra sýn.

http://www.tollur.is/upload/files/E1-1.pdf

http://www.tollur.is/upload/files/Innfl ... 0_E-1_.pdf
http://www.tollur.is/upload/files/E-1.3(2).pdf
Þessi eyðublöð líta meira ógnandi út heldur en þau eru í raun... megnið af þeim upplýsingum sem þarf að fylla þarna út eru auðsóttar, sérstaklega fyrir manneskju sem vinnur við þetta.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af mind »

Klemmi skrifaði: Þessi eyðublöð líta meira ógnandi út heldur en þau eru í raun... megnið af þeim upplýsingum sem þarf að fylla þarna út eru auðsóttar, sérstaklega fyrir manneskju sem vinnur við þetta.
Þá bara prufarðu líka, ef verið að borga 550kr fyrir þetta er ekki ólíklegt hafir um 8 mínútur.
Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af dori »

mind skrifaði:Af skrifunum tel ég þú sért að dæma hlut og kerfi án nægilegrar reynslu, ég mæli með því þú prufir að flytja inn eitthvað alveg sjálfur, gæti gefið þér aðra sýn.
Ég hef ágætis reynslu af kerfinu hjá Póstinum og þó svo að fólkið sem er þar að vinna vinnuna sína sé örugglega að gera sitt besta þá hefur mér fundist alveg frekar mikið misræmi í því hvernig þeir höndla pakka.

Fyrir utan að það sem þeir gera er bara að giska á einhvern flutningskostnað og skella svo A tollflokki (btw, þá er ekki einu sinni verið að fletta uppí Tollskrá heldur er bara stoppað á bómull eða eitthvað sem er fyrsti hluturinn með 10% toll) nema það sé mjög greinilegt að um ótollaða vöru er að ræða (og samt þarf oft að vera með vesen yfir því).

Auðvitað þarf ég að fara að fylla út þessar tollskýrlsur sjálfur. Það er standard haus þar sem 50% er eitthvað sem þú þarft ekki að breyta milli skipta, hin 50% er svo eitthvað sem er mjög auðvelt að fylla út. Svo ein lína fyrir hvern hlut (dótið sem maður borgar 550 kr. fyrir fyllir samt bara útí eina línu og setur hæsta tollinn yfir allt í pakkanum). Hvernig er það? Get ég fyllt út mína eigin tollskýrslu fyrir einhverja pakka sem eru sendir með Póstinum? Mæti ég þá bara með tollskýrsluna til þeirra þegar pakkinn kemur eða hvernig virkar það? Einhver sem hefur gert þetta?
Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 901
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af methylman »

mind skrifaði:
dori skrifaði:Já, ég veit svosem að Pósturinn gerir sitt besta í þessu þó svo að ég sé sammála hagi í því að það er eins og það fari alveg eftir því hver sé að vinna hvað þeir gera (hvort maður fær tilkynningu þegar allir pappírar eru til staðar eða hvort maður fái bara áætlaðan sendingarkostnað). Tollurinn er alveg meingallað batterí sem má sjá á þessum reglum og sérstaklega stjórnvaldsákvörðunum sem hafa verið teknar útaf tölvuskjáum.

Mér finnst það samt alltaf rangt að áætla eitthvað svona ef það besta sem þeir geta boðið mér (þó svo ég mæti með alla pappíra á pósthúsið) er að senda pakkann til baka þannig að ég sæki hann seinna eða láta mig fá hann og engin trygging (allavega gat hún ekki lofað því) að eitthvað sé leiðrétt. Ég vil btw. taka það fram að sá sem afgreiddi kvörtunina hjá Tollmiðlun var mjög almennilegur. En mér finnst bara svo asnalegt að biðja ekki um öll gögn áður en þetta kemur. Ef ég er ekki með gögnin þá geta þeir farið í að áætla öll verð mín vegna.
Prufaðu bara setjast hinu megin við borðið.

Gefum okkur að þú vinnir við að afgreiða 1.000 svona pakka á dag, ítrekað eru vandamál með reikninga, réttan sendingarkostnað, tollflokk, gjaldmiðil, fólk sem skilur ekki ferlið o.s.f.
Auðveldara hlýtur að teljast miðað við mjög væg skekkjumörk(nokkur hundruð krónur) að nota bara sama kerfið fyrir allt og taka svo sérstaklega á málum eins og þínum. Einfaldlega vegna þess að tíminn sem færi í sérvinna hverja tollun myndi líklega telja langtum hærra en skekkjumörkin.

Er þó ekki segja þetta sé besta eða rétta leiðin, bara hún sé skiljanleg miðað við aðstæður.

@worghal, gert til að stöðva reikninga sem stendur á $1 Ferrari með $70.000 sendingarkostnað = 3þúsund krónur í toll eða svo.
Er heldur ekki að segja það sé rétta leiðin, en þegar fólk kann ekki finna lausnir grípur það oft til svona ráða.
Vita muninn á FOB & CIF áður en bullið tekur völdin

Sendingar/flutningskostnaður er hluti af vöruverðinu og tekur gjöld samkvæmt því, svo það er alveg óþarfi að stöðva þannig sendingar ef heildarupphæð er rétt.
En því verður ekki mótmælt að Íslandspóstur OKRAR svakalega á þessari "þjónustu" sem oftar en ekki er rangt framkvæmd t.d. innsláttarvillur í útreikningi. Þar að auki er starfsfólkið síljúgandi til þess að firra sig vandræðum, ég veit ekki hvað oft mér hefur verið sagt að Tollurinn taki Tollmeðferðargjaldið sem er ekki rétt tollurinn tekur ekkert nema opinber gjöld VSK Vörugjald og toll.
Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.
Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 901
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af methylman »

mind skrifaði:
Klemmi skrifaði: Þessi eyðublöð líta meira ógnandi út heldur en þau eru í raun... megnið af þeim upplýsingum sem þarf að fylla þarna út eru auðsóttar, sérstaklega fyrir manneskju sem vinnur við þetta.
Þá bara prufarðu líka, ef verið að borga 550kr fyrir þetta er ekki ólíklegt hafir um 8 mínútur.
Það er svindið sem er í þessu, þegar kemur að því að þú vilt gera skýrsluna sjálf/ur þá verðleggur Íslandspóstur þessa vinnu á 100 kr. þ.e. einfalda skýrslu sem ekki hafa aðrir aðgang að hjá Tollinum en Viðurkenndir Miðlarar. En þessi eyðublöð sem vísað er til hér að ofan eru almenn tollskýrsla sem verður að fylla út ef virði sendingar (með flutningskostnaði) er yfir rúm 30.000. Kostar 2.500 En allar leiðbeiningar er að finna á vef Tollstjóra og starfsfólk þar aðstoðar gjarnan viðskiftavininn. Og svo er bara að geyma gömlu skýrsluna og færa yfir á nýja og uppfæra sendingarnúmer, viðtökunúmer verð og magn.
Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.
Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af dori »

Jæja, ég fékk svar frá póstinum. Ef það er tekið fram virði pakkans en ekki sendingargjald þá er vinnuregla að miða við 10% af virði vörunnar sem sendingargjald. Þetta er bara ef tollvörður samþykkir að það megi reikna svona út frá þessum upplýsingum. Sem er væntanlega ekki ef það er yfir einhverju óuppgefnu marki eða ef það er grunsamlega lágt.

Mér finnst samt að þetta ætti að vera gefið upp einhversstaðar. Ógegnsæi er ömurlegt og það er alveg ferlegt að þurfa að passa sig á svona hlutum. Það væri t.d. gott að taka sirka fram hvernig þetta er á upplýsingasíðunni þeirra.

Bætt við: Núna þarf ég að muna eftir að biðja alla þá sem senda mér pakka að taka fram "sendingargjald" línu í "detailed description of contents". Það er allavega ekki tekið fram í svona ódýrum sendingum.
Last edited by dori on Mið 20. Jún 2012 13:32, edited 1 time in total.
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af Gúrú »

dori skrifaði:Mér finnst samt að þetta ætti að vera gefið upp einhversstaðar.
Já, þetta var undarlega augljóslega +10% eitthvað, en það er mjög undarlegt að það komi ekki fram hvað eða hvers vegna. :?
Modus ponens
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af GuðjónR »

En hvað ef maður kaupir t.d. vöru af ebay og það innifalið er sendingargjaldið, bæta þeir samt við 10% af virði vörunnar/m sendingargjaldi?
#-o
Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af tlord »

veit einhver hvað er mikið mál að gera þetta sjáfur? þe skila skýrslu sjálfur og losna við að borga þennan 550 kall
Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af dori »

GuðjónR skrifaði:En hvað ef maður kaupir t.d. vöru af ebay og það innifalið er sendingargjaldið, bæta þeir samt við 10% af virði vörunnar/m sendingargjaldi?
#-o
Já, og þú þarft að láta leiðrétta það. Ég man eftir að hafa fengið eitthvað svoleiðis. Nennti ekki að vera með vesen því að þetta var svo lítið.
Gúrú skrifaði:
dori skrifaði:Mér finnst samt að þetta ætti að vera gefið upp einhversstaðar.
Já, þetta var undarlega augljóslega +10% eitthvað, en það er mjög undarlegt að það komi ekki fram hvað eða hvers vegna. :?
Haha, ég fattaði ekki einu sinni fyrr en konan hjá Póstinum sagði mér það. En mér finnst eimitt mjög skrýtið að það komi ekki fram neins staðar á vefnum hjá þeim. Enn skrýtnara finnst mér að það komi ekki fram á reikningnum að það hafi verið áætlað og skrýtnast finnst mér að fólkið sem vinnur í afgreiðslu á pósthúsum viti ekki einu sinni af þessari vinnureglu og hvað er hægt að gera.
Skjámynd

pattzi
/dev/null
Póstar: 1375
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af pattzi »

Hef verið að versla mér heyrnartól,símahulstur og fleira á ebay á c.a 1.99 dollara eða 0.99 einhvað fáránlega lítið og ég þarf alltaf að borga 550 kr í toll fáránlegt tollmeðferðargjald

goldmattress
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Sun 28. Nóv 2010 00:40
Staða: Ótengdur

Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?

Póstur af goldmattress »

Ég keypti Blackwidow af breskum clanmate mínum borgaði honum 60$ fyrir borðið og sendinga kostanað(um 20 pund). Þegar ég fæ toll skýrsluna metur tollurinn notað lyklaborð á 18,000, nýtt kostar borðið 13000. Ég nennti ekki að vera að rífast við tollinn en ef hann gerir þetta við all þá getur verið að ríkið hafi talsvert uppúr þessu svindli.
Svara