Nú var ruslið hans föður minns að gefa upp öndina (hætti að kveikja á sér nema stundum þegar hann bankaði í aflgjafann) og mér skylst að einhverntíman hafi þetta verið þannig að samsettar tölvur féllu úr ábyrgð þegar maður opnaði þær.
Nú er ég búinn að skipta um heatsink og þrífa hana nokkrum sinnum að innan á þessu rúma ári sem hann hefur átt hana en hún var keypt af aðila á Siglufirði semkaupir tölvudót í tölvutek og selur það svo á hærra verði hér en ef eitthvað bilar þá þarf hann að fara með það í tölvutek á akureyri til að láta laga það

Mér finnst nú voða líklegt að aflgjafinn sé í ábyrgð þar sem hann sjálfur hefur aldrei verið opnaður en ég þekki bara ekki þetta með að ábyrgðin falli úr gildi ef tölvan er opnuð. Hef bara aldrei heyrt þetta

Einhver sem getur bent mér á eitthvað um þetta?