Þetta er bara orðið fyndið þegar maður er að lesa tíundu fréttina þar sem fjölskylda biðlar til þjófa að skila gögnum sem það var svo vitlaust að hafa engin öryggisafrit af.
það eru kanski ekki allir sem hugsa svo langt að taka "öryggisafrit" af fartölvuni, sér í lagi með nýfætt barn og örugglega um margt annað að hugsa heldur enn að taka öryggisafrit.
Ömurlegt að lenda í þessu eflaust en barnið heldur áfram að lifa og þau halda bara áfram að taka myndir af því. Kannski leiðinlegt að missa myndirnar frá fæðingunni ... en svekk. Reyndar veit ég ekki hversu ómetanlegar myndirnar eru. Mig grunar nefnilega alltaf að myndavélanerðir (ef þessi er einn slíkur) taki alveg 500-1000 myndir á dag, tala nú ekki um þegar fjörið byrjar á fæðingardeildinni. Síðan getur svo sem vel verið að þau hafi bara tekið 7 myndir af barninu allan þennan tíma. Þá lítur málið náttúrulega öðruvísi við.
Ég á náttúrulega ekki börn, þetta kann að líta öðruvísi við þeim sem eiga börn.
Sjálfur tek ég ekki öryggisafrit nema á svona 3-6 mánaða fresti. Þannig að ég ætti svo sem ekkert að vera að tjá mig um það að einhver hafi ekki tekið afrit 10 dögum eftir að barnið þeirra fæddist.
Það sem mér finnst reyndar "skemmtilegast" er þegar að þeir sem eru að vinna einhver svaka verkefni á tölvurnar sínar lenda í því að þeim er stolið og þeir eiga engin afrit. Það er frétt sem skýtur upp kollinum öðru hvoru og þá vorkenni ég viðkomandi bara ekki neitt, hann hefði átt að vita betur.
alltaf þegar ég sé svona þá dettur mér í hug fréttin frá því í haust þar sem fartölvu var stolið af einhverri stelpu á bókhlöðunni og hún var að lenda í því í annað skiptið
Ég á 3 börn en samt með öryggisafrit af öllum mínum gögnum á fleirir en einum stað
En þetta er samt rosalega algengt, konan mín búin að vera að gera háskólaverkefni núna í nokkra mánuði og ég spuði um daginn, ertu ekki örugglega með afrit af þessu einhver staðar, dropbox eða álíka..og hún alveg NEI NEi......ég missti mig
Ég nota bara CrashPlan og backa uppá vélar hjá vinum og á serverinn minn. Lang auðveldasta forritið og það fylgist með breytingum í möppum og uploadar eftir þörfum.
Þetta er ekki spurning um að það sé svo mikið að gera hjá einstaklingum að þeir hafi ekki tíma til að taka öryggisafrit, þetta er eitt handtak að setja upp svona forrit og þú þarft ekkert að hugsa um þetta eftir að þetta er komið upp.
Svo þarf ekki að minnast á það en CrashPlan er frítt.