Black Screen - HP Compaq

Svara
Skjámynd

Höfundur
KrissiK
vélbúnaðarpervert
Póstar: 902
Skráði sig: Lau 29. Nóv 2008 00:43
Staðsetning: In le matrix
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Black Screen - HP Compaq

Póstur af KrissiK »

Góóóóða Kvöldið !
Ég er með HP Compaq 6735b fartölvu sem fer í gang, en kemur ekkert upp á skjáinn.
Hún hleður inn stýriskerfinu alveg og heyri Startup Hljóðið frá Windows en ekkert kemur upp á skjáinn.
Er búinn að prófa að ýta á "Projector" Takkann á tölvuni sem áð geta swissað á milli displays, en enginn árangur.
Það var farið með tölvuna í Omnis og þeir sögðu bara snöggt að móðurborðið væri farið.
En þá spyr ég að þessu, Ef móðurborðið er farið.. hvernig getur þá tölvan bootað sér upp og notað harðadiskinn,hljóðkortið og allt fyrir utan skjáinn ? , ég held nefninlega að inverterinn sé bara farinn og mig langar til að fá álit ykkar á þessu áður en ég fer að ákveða eitthvað. Nýtt móðurborð kostar sirka 30-40 þús í hana var sagt mér af kauða, en inverter kostar 45 dollara rétt svo að utan.

Linkur að inverter hér <<<

Mynd af gripinum hér fyrir neðan.

Mynd

MBK
Kristján Karl
TURN:
- InWin GRone - Intel Core i7 6700K @ 4.0GHz - 16GB DDR4 2133Mhz - Gigabyte GA-Z170-HD3P (LGA1151) - EVGA Geforce GTX1070 8GB - 250GB Samsung EVO SSD - 3TB Seagate HDD
Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Staða: Ótengdur

Re: Black Screen - HP Compaq

Póstur af beggi90 »

Hugsanlega skjástýring á móðurborð farin.

Prófaðu að beina vasaljósi að skjánum og sjá hvort þú sjáir daufa mynd. Ef svo er inverter líklega málið.
Getur líka prófað að tengja við annan skjá.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Black Screen - HP Compaq

Póstur af AntiTrust »

Ef inverterinn er farinn áttu að geta séð á skjáinn undir björtu ljósi beint á skjáinn, annaðhvort björtu loftljósi eða með vasaljósi jafnvel. Þeas, þú átt alveg að geta séð útlínur á start barnum, icons etc.

Varstu búinn að prufa að tengja 2ndery skjá við vélina og ræsa hana þar, sjá hvort þú fengir upp POST ferlið í clone? Ekki algilt að það gerist, en algengt.

Ef hvorki skjárinn né VGA/DVI outputið virkar eru sterkar líkur á því að onboard GPU-ið sé farið og yfirleitt lítið hægt að gera nema skipta um MB.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

Höfundur
KrissiK
vélbúnaðarpervert
Póstar: 902
Skráði sig: Lau 29. Nóv 2008 00:43
Staðsetning: In le matrix
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Black Screen - HP Compaq

Póstur af KrissiK »

Ef um er að ræða að Skjástýring í MB sé farin. Vitiði þá nokkuð um MB í þessa tölvu á slikk ? , vegna þess að þetta er mjög góður vinnuþjarkur og er með góðan Webcam + 2 Microphones :) , líka elska fingrafaraskannerinn.
TURN:
- InWin GRone - Intel Core i7 6700K @ 4.0GHz - 16GB DDR4 2133Mhz - Gigabyte GA-Z170-HD3P (LGA1151) - EVGA Geforce GTX1070 8GB - 250GB Samsung EVO SSD - 3TB Seagate HDD
Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Staða: Ótengdur

Re: Black Screen - HP Compaq

Póstur af beggi90 »

KrissiK skrifaði:Ef um er að ræða að Skjástýring í MB sé farin. Vitiði þá nokkuð um MB í þessa tölvu á slikk ? , vegna þess að þetta er mjög góður vinnuþjarkur og er með góðan Webcam + 2 Microphones :) , líka elska fingrafaraskannerinn.
Helst ebay, reyni samt að forðast kínakallana þar.
Móðurborð í fartölvum eru samt sjaldnast að fara á slikk.

TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Staða: Ótengdur

Re: Black Screen - HP Compaq

Póstur af TechHead »

Ef þetta er skjástýringin sem er farin þá get ég lagað móðurborðið fyrir þig.
Skjástýring dauð en tölva ræsir samt táknar í flestum tilfellum að það eru búin að myndast cold solder joints undir GPU BGA chippinu sem er bundið við móðurborðið með nokkuð hundruð tinkúlum.
Ef þetta er chippið sem er faulty (ram bleed) þá er hægt að fá replacement ATI Mobility chip á slikk að utan og bara fleyta því gamla af og reballa nýjum á.

Er með Honton reflow/reball vél á verkstæðinu og get því reballað kubbinn og gert borðið eins og nýtt.

Pm fyrir meira info :)
Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Black Screen - HP Compaq

Póstur af Hargo »

Fyrirtæki sem auglýsa fría bilanagreiningu eru oft ekkert að eyða of miklum tíma í hverja og eina vél. Það er allavega mín reynsla, oft sem vélar hafa komið inn á verkstæði eftir fría bilanagreiningu sem er kolvitlaus. Ég er þó ekki endilega að segja að það sé málið í þessu tilviki - just a heads up.

Ég mæli með að prófa secondary skjá við tölvuna eins og strákarnir segja. Einnig að rýna vel í skjáinn til að athuga með útlínur svo þú getir útilokað inverter.

Ef þetta er onboard GPU sem er farinn og þú vilt fara út í að skipta um móðurborðið, þá skaltu taka varahlutanúmerið af móðurborðinu. Á HP business vélum stendur yfirleitt SPS númer eða t.d. "Replace with HP spare: 488194-001" númer fyrir alla íhluti. Þú ættir að finna þennan límmiða fyrir móðurborðið undir vinnsluminninu.

En bara svo þú vitir af því, ef þú skiptir sjálfur um móðurborðið þá þarftu að tattoo-a það, þ.e.a.s. vista rétt serial og product númer vélarinnar á BIOS-inn á nýja móðurborðinu með tattoo tóli. Ef það er ekki gert geturðu lent í activation vandræðum með Microsoft hugbúnað og stýrikerfið.

Þessi HP business laptop móðurborð eru skelfilega dýr í gegnum umboðið þannig að ég býst við að þú myndir þá annað hvort panta þetta sjálfur á netinu eða í gegnum Omnis ef þeir bjóða upp á það. Veit reyndar ekkert hvaðan þeir fá varahlutinn.
Svara