appel skrifaði:Vá hvað þið eruð klikk
Vaktin er nú þegar búin að ýta niður verði um allavega 20% með virkri verðvöktun. Svo viljiði veifa útprentuðum skírteinum í búðunum? Held að sumir fái á kjaftinn :slapp
En það væri hægt að búa til svona mynd sem hægt er að prenta út.
----
vaktin
meðlimur 007
Alls ekki, það kunna allir að meta hvað vaktin hefur gert fyrir neytendur tölvuíhluta og fl. Þó það væri nú ekki nema 5% eða 10% af "völdum vörum" sem væri kanski breitilegt, og það væri bara auglýst.
Eða þegar maður notar "félagskortið" og kaupir yfir 50.000Kr.- fær maður 5% afslátt, yfir 100.000Kr.- 7% afslátt, 150.000Kr.- 10% afslátt. Oft hægt að semja við einhverjar búðir.
Og ég er ekki endilega að tala bara um tölvubúðir sem selja einungis tölvuvörur.
Margir sem eiga flottar tölvur eiga einhverjar aðrar flottar græjur, t.d. Blu-Ray spilara, 47" LED sjónvörp, heimabíókræjur uppá mörg-hundruð þúsund, afhverju ekki að fá Ormsson, Sjónvarpsmiðstöðina,
Hátækni, Heimilistæki og þessar búðir til að veita smá afslátt, það er vitað að þessar búðir leggja vel ofaná græjudótið sem þeir selja, ég bið alltaf um staðgreiðsluafslátt þegar ég kaupi mér eithvað dýrt tæki, og fæ stundum 5-10% afslátt.
Það er vegna þess að þeir geta gefið manni þann afslátt, því það er smurt ofaná þetta, en það þora ekki allir að spurja um afslátt, vegna þess að þetta er ekkert sjálfsagður hlutur að labba inní búð og spurja um afslátt af nýrri vöru,
sumir starfsmenn veita ALLDREI staðgreiðsluafslátt og aðrir ef maður er bara almennilegur og kurteis þá veit maður alldrei.
Ég t.d. keypti mér heimabíókerfi 2011 og spurði hvort ég gæti fengið staðgreiðsluafslátt og ég fékk bara móðgandi svip á móti mér og bara.. Nei? Afhverju?
Sagðist ætla að hugsa þetta aðeins, hugsaði þetta yfir kvöldið og ákvað að skella mér bara á það, labbaði inn daginn eftir og annar starfsmaður afgreiddi mig og lét mig hafa 5% afslátt.
Correct me if im wrong !