Hringdu.is

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af Tiger »

Ein spurning í sambandi við uppsettnigu á pósti hjá hringdu.is

Ég er með outlook uppsett í tölvunni og er outgoing mail "mail.hringdu.is" og virkar fínt, en ef ég nota sama outgoing server í iphone-inum mínum þá virkar það ekki þegar ég er tengudr hringdu.is wifi. Virkaði fínt þegar ég var hjá símanum, núna þarf ég að slökkva á wifi í símanum ef ég er heima og ætla að senda póst úr símanum sem er hálf glatað. Any thoughts?
Mynd
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af GuðjónR »

Snuddi skrifaði:Ég er með outlook uppsett í tölvunni
Ertu ekki að grínast? Svona tæknivæddur maður :D
Best er að nota Gmail, þú getur stillt hann þannig að hann tékkar á pop3
Þú tapar aldrei bréfum framar við format.
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af Tiger »

GuðjónR skrifaði:
Snuddi skrifaði:Ég er með outlook uppsett í tölvunni
Ertu ekki að grínast? Svona tæknivæddur maður :D
Best er að nota Gmail, þú getur stillt hann þannig að hann tékkar á pop3
Þú tapar aldrei bréfum framar við format.
He he ég er með gmail líka sem sækir póst frá 5 mismunandi e-mail addressum þannig að ég týni aldrei pósti. :). Finnst samt gott að hafa outlook fyrir minn mest notaða email if you know what I mean ;)

Ps. ég tapa engu við format, er búinn að gera það of oft og búinn að setja allt upp hjá mér þannig að ég er up and running eins og ekkert hafi ískorist á rúmum klukkutíma við format :)
Mynd
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af Tiger »

Er það bara ég eða hefur verðskráinn hjá þeim breyst töluvert síðan fyrst?

Ég tók á sínum tíma "stóra pakkan" sem var 12mb/s 100gb og heimasími og ég er nokkuð viss um að sá pakki var á undir 6000kr. En núna er búið að skipta þessu upp og kostar netið 4.995 og heimasíminn 1.995 kr + leiga á router sem er samtals yfir 7000kr á mánuði...og ekki lengur 0 krónur til fullt af löndum.... finnst ansi margt hafa breyst frá fyrri verðskrá. Getur þetta passað?
Mynd
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af depill »

Sæll

Nei, skal tryggja að síðan verði uppfærð í kvöld, en það stendur samt á síðunni 0 kr í 48 lönd með Stærstu ADSL pakkanum annars 2.9 kr. En það þarf að bæta við uppl á síðuna.

12 Mb/s - 100 GB hefur alltaf kostað 4.995 kr
Heimasíminn hefur alltaf kostað 1.995 kr ( 6.990 kr )

Eina sem hefur breyst er að við höfum bætt við Ljósleiðaranum
Við bættum svo seinna meir inn pakka sem er ( vegna þar á meðal beiðna héðan )
50 GB - 3.995 kr
Heimasíminn: 1.995 kr
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af emmi »

Er eitthvað vesin á netgátt Hringdu? Aðgengi á spjall.vaktin.is er að detta út í sífellu og er alveg óaðgengileg frá þeim sem eru með net hjá Netsamskiptum. Ég er á breskum proxy núna til að komast á síðuna. :)

EldJarn
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Lau 13. Okt 2007 17:47
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af EldJarn »

emmi skrifaði:Er eitthvað vesin á netgátt Hringdu? Aðgengi á spjall.vaktin.is er að detta út í sífellu og er alveg óaðgengileg frá þeim sem eru með net hjá Netsamskiptum. Ég er á breskum proxy núna til að komast á síðuna. :)
Ég er hjá simanum, komst ekki inn á hana fyrir 5 min en núna virkar hún alveg.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af GuðjónR »

emmi skrifaði:Er eitthvað vesin á netgátt Hringdu? Aðgengi á spjall.vaktin.is er að detta út í sífellu og er alveg óaðgengileg frá þeim sem eru með net hjá Netsamskiptum. Ég er á breskum proxy núna til að komast á síðuna. :)
Það hlýtur að vera, mér fannst netið vera eitthvað skrítið í morgun þannig að ég restartaði router og eftir restartið þá komst ég ekki á netið.
Náði að tengjast (sync) en það náði ekki lengra.
Svo var netið að detta inn fyrir svona ~10 mín.

Kemst samt ekki á http://www.maclantic.is" onclick="window.open(this.href);return false;
Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af beatmaster »

Ég hef verið inni á spjallinu í morgunn og verð að refresha stundum annars kemur bara error no connection
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af emmi »

GuðjónR skrifaði:
emmi skrifaði:Er eitthvað vesin á netgátt Hringdu? Aðgengi á spjall.vaktin.is er að detta út í sífellu og er alveg óaðgengileg frá þeim sem eru með net hjá Netsamskiptum. Ég er á breskum proxy núna til að komast á síðuna. :)
Það hlýtur að vera, mér fannst netið vera eitthvað skrítið í morgun þannig að ég restartaði router og eftir restartið þá komst ég ekki á netið.
Náði að tengjast (sync) en það náði ekki lengra.
Svo var netið að detta inn fyrir svona ~10 mín.

Kemst samt ekki á http://www.maclantic.is" onclick="window.open(this.href);return false;
Veit, hún er hýst á minni vél sem er hjá Netsamskiptum. Af einhverjum ástæðum (líklega routing vandamál) kemst enginn frá Hringdu til NWC og öfugt.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af GuðjónR »

emmi skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
emmi skrifaði:Er eitthvað vesin á netgátt Hringdu? Aðgengi á spjall.vaktin.is er að detta út í sífellu og er alveg óaðgengileg frá þeim sem eru með net hjá Netsamskiptum. Ég er á breskum proxy núna til að komast á síðuna. :)
Það hlýtur að vera, mér fannst netið vera eitthvað skrítið í morgun þannig að ég restartaði router og eftir restartið þá komst ég ekki á netið.
Náði að tengjast (sync) en það náði ekki lengra.
Svo var netið að detta inn fyrir svona ~10 mín.

Kemst samt ekki á http://www.maclantic.is" onclick="window.open(this.href);return false;
Veit, hún er hýst á minni vél sem er hjá Netsamskiptum. Af einhverjum ástæðum (líklega routing vandamál) kemst enginn frá Hringdu til NWC og öfugt.
Skrítið...annars virðist þetta vera nýtt problem, ég kíkti síðast þangað í gær og þá var alles good.
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af emmi »

Virðist vera komið í lag.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af GuðjónR »

Yub, virkar núna =D>

Matti21
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 19:03
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af Matti21 »

Hvað tók það langan tíma hjá fólki að fara yfir til hringdu frá gamla þjónustuaðila?
Sit hérna og tel sekúndurnar þangað til ég má skipta um router. Bewan draslið frá vodafone er búinn að vera að skíta upp á bak í allan dag ](*,)
-Q6600/Thermalright Ultra 120 Extreme/Gigabyte P35-DS3R/4GB Corsair 800Mhz/Nvidia 8600GTS/Corsair HX620/Coolermaster CM690/BenQ G2400W --Hackintosh!--
-Macbook Pro 13" -2010
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af Tiger »

Matti21 skrifaði:Hvað tók það langan tíma hjá fólki að fara yfir til hringdu frá gamla þjónustuaðila?
Sit hérna og tel sekúndurnar þangað til ég má skipta um router. Bewan draslið frá vodafone er búinn að vera að skíta upp á bak í allan dag ](*,)
Man ekki nákvæmlega, en var rétt undir vika ef ég man rétt. Það er undir gömlu netveitunni þinni komið held ég hvað skiptin eru lengi að ganga í gegn.
Mynd
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af GuðjónR »

Matti21 skrifaði:Hvað tók það langan tíma hjá fólki að fara yfir til hringdu frá gamla þjónustuaðila?
c.a. 2 mínútur.
Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1388
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af kubbur »

er að lenda í þvílíku laggi núna
Kubbur.Digital
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af Tiger »

Ég ætla nú að lýsa smá óánægju með hringdu.is núna, hvort sem hún á rétt á sér eða ekki.

Netið hefur verið hoppandi inn og út síðustu 7-10 daga, sjónvarpið laggað ofl. Ég er meira að segja búinn að slökkva á wi-fi í iPhone því oftar en ekki þá virkaði netið hvort eð er ekki og þá bara þægilegra að hafa öruggt 3G net en böggað wi-fi.

Síðan hringdi ég í gær, beið í 23 mínútur á hold með sama súra lagið á repeat, og kaldhæðnin í því er að lagið hét slow motion og var líklega samið af doors í sinni mestu vímu. Jú loksins fékk ég samband, og þá viðurkenndi hann að hann væri einn á þjónustuborðinu. Og svörin voru, að ég þyrfti að tala við símann útaf lagginu sjónvarpinu, og hann ætlaði að senda fyrirspurn á símann vegna internetsins........semsagt, engin svör og allt í höndum Símans enn og aftur. Jú ég spara mér einhverja þúsundkalla á að vera hjá þeim, en þeir eru greinilega éttnir upp í þjónustu leysi.
Mynd
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af worghal »

Snuddi skrifaði:Ég ætla nú að lýsa smá óánægju með hringdu.is núna, hvort sem hún á rétt á sér eða ekki.

Netið hefur verið hoppandi inn og út síðustu 7-10 daga, sjónvarpið laggað ofl. Ég er meira að segja búinn að slökkva á wi-fi í iPhone því oftar en ekki þá virkaði netið hvort eð er ekki og þá bara þægilegra að hafa öruggt 3G net en böggað wi-fi.

Síðan hringdi ég í gær, beið í 23 mínútur á hold með sama súra lagið á repeat, og kaldhæðnin í því er að lagið hét slow motion og var líklega samið af doors í sinni mestu vímu. Jú loksins fékk ég samband, og þá viðurkenndi hann að hann væri einn á þjónustuborðinu. Og svörin voru, að ég þyrfti að tala við símann útaf lagginu sjónvarpinu, og hann ætlaði að senda fyrirspurn á símann vegna internetsins........semsagt, engin svör og allt í höndum Símans enn og aftur. Jú ég spara mér einhverja þúsundkalla á að vera hjá þeim, en þeir eru greinilega éttnir upp í þjónustu leysi.
ég legg til að þeir bæti við playlistann, miðað við þennan smekk, þá ætti sweet emotions með aerosmith a passa vel.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af GuðjónR »

worghal skrifaði: þá ætti sweet emotions með aerosmith a passa vel.
Ég ákvað að kíkja á sweet emotions ... en það er blockað
http://www.youtube.com/watch?v=6yGCHPmfqT0" onclick="window.open(this.href);return false;
This video contains content from SME, who has blocked it in your country on copyright grounds.
Sorry about that.
Þá er það bara http://www.hidemyass.com" onclick="window.open(this.href);return false;
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af depill »

Snuddi skrifaði:Ég ætla nú að lýsa smá óánægju með hringdu.is núna, hvort sem hún á rétt á sér eða ekki.

Netið hefur verið hoppandi inn og út síðustu 7-10 daga, sjónvarpið laggað ofl. Ég er meira að segja búinn að slökkva á wi-fi í iPhone því oftar en ekki þá virkaði netið hvort eð er ekki og þá bara þægilegra að hafa öruggt 3G net en böggað wi-fi.

Síðan hringdi ég í gær, beið í 23 mínútur á hold með sama súra lagið á repeat, og kaldhæðnin í því er að lagið hét slow motion og var líklega samið af doors í sinni mestu vímu. Jú loksins fékk ég samband, og þá viðurkenndi hann að hann væri einn á þjónustuborðinu. Og svörin voru, að ég þyrfti að tala við símann útaf lagginu sjónvarpinu, og hann ætlaði að senda fyrirspurn á símann vegna internetsins........semsagt, engin svör og allt í höndum Símans enn og aftur. Jú ég spara mér einhverja þúsundkalla á að vera hjá þeim, en þeir eru greinilega éttnir upp í þjónustu leysi.
Jæja best að fara finna uppá afsakanir. Ég er nú ekki ánægður með að sama lagið hafi verið á repeat og mun kíkja á það í símstöðinni. Við erum núna að spila diskinn hans Daníel Ágústar "The Drift" og hann á að vera spila í loopu. Eins og staðan er í dag að þá er yfirleitt einn mannaður frá 18 - 22 hjá okkur. Það stendur hins vegar til bóta og ja vonandi er starfsmaðurinn að fara hefja störf hjá okkur strax á mánudaginn sem mun gera það að verkum að það verði eingöngu ein mannaðar milli 20-22. Við samt yfirleitt fylgjumst frekar vel með queuinu og reynum að grípa inní ef að langur biðtími kemur upp. Það gerast hreinlega mistök allstaðar en leiðinlegt þegar fólk lendir í þeim.

Ég hins vegar sé að þú ert með ZyXEL router frá okkur á móti tengingunni. Miðað við tenginguna þína gæti vandamálið verið að spilast þar inní að villuvörn sé að hafa áhrif á línuna þína og þeir spila ekki alltof vel með henni. Endilega komdu við hjá okkur og sóttu í Edimax router hjá okkur, ennfremur ætti það að hafa góð áhrif á þráðlausa netið þitt þar sem þeir eru jafnframt n150.

Ég vill ennfremur stressa hér að 23 mínútna bið er sem betur fer hjá okkur mjög sjaldan yfir daginn, þótt að það komi upp. Við erum hins vegar að stefna að því núna að klára opnun á nýjum vef sem innifelur ticketing kerfi ( sem sumir kúnnar okkar hafa fengið smjörþefin af og reynist mjög vel ) og live chat sem vonandi gerir þetta ánægjulegra. Ennfremur get ég kætt ADSL 100 GB kúnnana okkar að frá og með deginum í dag hefur gagnamagnið verið aukið úr 100 GB uppí 150 GB.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af GuðjónR »

depill skrifaði:Ennfremur get ég kætt ADSL 100 GB kúnnana okkar að frá og með deginum í dag hefur gagnamagnið verið aukið úr 100 GB uppí 150 GB.
:happy :happy :happy
=D> =D> =D>
:beer

guttalingur
Bannaður
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 13:39
Staðsetning: Aboard the Klingon warship Meeboo
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af guttalingur »

depill skrifaði:
Snuddi skrifaði:Ég ætla nú að lýsa smá óánægju með hringdu.is núna, hvort sem hún á rétt á sér eða ekki.

Netið hefur verið hoppandi inn og út síðustu 7-10 daga, sjónvarpið laggað ofl. Ég er meira að segja búinn að slökkva á wi-fi í iPhone því oftar en ekki þá virkaði netið hvort eð er ekki og þá bara þægilegra að hafa öruggt 3G net en böggað wi-fi.

Síðan hringdi ég í gær, beið í 23 mínútur á hold með sama súra lagið á repeat, og kaldhæðnin í því er að lagið hét slow motion og var líklega samið af doors í sinni mestu vímu. Jú loksins fékk ég samband, og þá viðurkenndi hann að hann væri einn á þjónustuborðinu. Og svörin voru, að ég þyrfti að tala við símann útaf lagginu sjónvarpinu, og hann ætlaði að senda fyrirspurn á símann vegna internetsins........semsagt, engin svör og allt í höndum Símans enn og aftur. Jú ég spara mér einhverja þúsundkalla á að vera hjá þeim, en þeir eru greinilega éttnir upp í þjónustu leysi.
Jæja best að fara finna uppá afsakanir. Ég er nú ekki ánægður með að sama lagið hafi verið á repeat og mun kíkja á það í símstöðinni. Við erum núna að spila diskinn hans Daníel Ágústar "The Drift" og hann á að vera spila í loopu. Eins og staðan er í dag að þá er yfirleitt einn mannaður frá 18 - 22 hjá okkur. Það stendur hins vegar til bóta og ja vonandi er starfsmaðurinn að fara hefja störf hjá okkur strax á mánudaginn sem mun gera það að verkum að það verði eingöngu ein mannaðar milli 20-22. Við samt yfirleitt fylgjumst frekar vel með queuinu og reynum að grípa inní ef að langur biðtími kemur upp. Það gerast hreinlega mistök allstaðar en leiðinlegt þegar fólk lendir í þeim.

Ég hins vegar sé að þú ert með ZyXEL router frá okkur á móti tengingunni. Miðað við tenginguna þína gæti vandamálið verið að spilast þar inní að villuvörn sé að hafa áhrif á línuna þína og þeir spila ekki alltof vel með henni. Endilega komdu við hjá okkur og sóttu í Edimax router hjá okkur, ennfremur ætti það að hafa góð áhrif á þráðlausa netið þitt þar sem þeir eru jafnframt n150.

Ég vill ennfremur stressa hér að 23 mínútna bið er sem betur fer hjá okkur mjög sjaldan yfir daginn, þótt að það komi upp. Við erum hins vegar að stefna að því núna að klára opnun á nýjum vef sem innifelur ticketing kerfi ( sem sumir kúnnar okkar hafa fengið smjörþefin af og reynist mjög vel ) og live chat sem vonandi gerir þetta ánægjulegra. Ennfremur get ég kætt ADSL 100 GB kúnnana okkar að frá og með deginum í dag hefur gagnamagnið verið aukið úr 100 GB uppí 150 GB.
Keep up the good work!
Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af Oak »

GuðjónR skrifaði:
depill skrifaði:Ennfremur get ég kætt ADSL 100 GB kúnnana okkar að frá og með deginum í dag hefur gagnamagnið verið aukið úr 100 GB uppí 150 GB.
:happy :happy :happy
=D> =D> =D>
:beer
:happy :happy :happy
i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af AntiTrust »

Voruði að hækka úr 100 yfir í 150GB án verðbreytinga? Það finnst mér flott.

Kærastan var akkúrat að segja mér að Síminn (þar sem hún vinnur) var að breyta efstu áskriftarleiðinni (16MB) úr 120 í 140GB - EN - ef maður vill uppfærsluna hækkar mánaðargjaldið um 750kr. 750 krónur fyrir skitin 20GB.

Ótrúlegt.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Svara