hakkréttur að hætti bk
ein pakkning villt sós
dijon sinnep
400gr nautahakk
1/4 rjómi
tómatsósa
blue dragon bambus strimlar
einn nautakrafts teningur
parmesan ostur í duft formi
3 egg
slatti af beikoni
worchestershire sósa
ostur
kryddblanda :
kjöt og grill krydd
cayenna pipar
hvítlaukssalt
laukduft
grófur svartur pipar
hvítur pipar
papriku duft
oregano
aðferð :
hræra kryddblönduna saman í skál og blanda vel, setur bara dass af öllu miðað við smekk.
setur hakkið og beikonið á pönnu og hægsteikir, ég notaði enga olíu því hakkið úr sveitinni er feitt og gott og beikonið líka.
hrærir saman í skál rjóma, 4 tsk af dijon sinnepi, tómatsósu eftir smekk og 3 eggjum, hrærir vel og lætur bíða.
setur í pott tæplega hálfann líter af vatni, nautakrafts tenginginn og 2 tsk af worchestershire sósu, strár slatta af parmesan og setur villtu sósuna útí
þegar hakkið er að verða steikt þá blandaru bambusnum og rjómablöndunni saman og steikir í svona 3 min, passaðu þig að velta þessu vel um því annars brennur rjóminn við pönnuna.
kveikir undir pottinum með vatninu og hellir þessu útí, leifir að malla með opinn pottinn og hrærir á meðan í umþabil 7 min eftir að suða kemur upp.
setja síðann í eldfastmót og ost yfir, henda í ofninn ið 200 gráður þar til ostur bráðnar.
njótið.
ps. þetta er HRIKALEGA gott
