10. maí 1940 hernámu bretar Ísland.
Voru þeir ekki með yfirráð í Hong-Kong þangað til fyrir skemmstu?
Var Ástralía ekki bresk fanganýlenda og eru bretar ekki með ítök þar enn?
Hvernig haga bretar sér gagnvart Falklandseyjum? Sem eru í mörg þúsund kílómetra fjarlægð frá þeim?
Í Suður Afríku? Þar eru þeir nýlenduherrar í mörgum ríkjum
Voru þeir ekki líka yfir Indlandi einhverntíman?
Hvernig haga þeir sér á Írlandi?
Og 1775–1783 þegar þeir drottnuðu yfir ameríku og ameríkanar börðust við þá.
Settu þeir ekki hryðjuverkalög á Ísland? Og svo ætlum við að semja við þá? Er ekki í lagi?
Bretar eru yfirgangssamir, það hefur alltaf farið í taugarnar á þeim að litla Ísland hafi betur í landhelgisbaráttunni.
lukkuláki skrifaði:Það er nú ekkert venjulegt hvað Bretar hafa alltaf verið ómerkilegir í okkar garð alla tíð
Ég var að fletta Öldinni okkar og mér blöskraði hvernig Bretar hafa komið fram við okkur í gegnum árin.
1948 Var landhelgin færð út í 4 sjómílur. Löndunarbann var sett á Íslenskan fisk í Englandi.
Árið 1958 færðu Íslendingar fiskveiðilögsöguna í 12 sjómílur og Bretar gjörsanlega flippuðu út og sendu herskip á staðinn.
Breskir sjómenn þurftu að grátbiðja sjálfa Breta að fá að sigla út úr Íslensku lögsögunni til að fá frið til að veiða en þeir ætluðu ekki að gefa sig með það.
Þessu lauk ekki fyrr en 1961
1972 -1973 Voru það svo 50 sjómílur. Átök á miðum voru mikil og versnuðu stöðugt þá hófu breskir dráttarbátar ásiglingar á íslensku varðskipin.
1975 var landhelgin færð út í 200 sjómílur og beittu Bretar bæði dráttarbátum og freigátum til ásiglinga á íslensku varðskipin sem aftur á móti voru óþreytandi við að klippa aftan úr bresku togurunum.
Bretar eru ennþá að væla út af þessu og eru engu búnir að gleyma. Það er engin sanngirni í okkar garð af þeirra hálfu !
Bretar settu hryðjuverkalög á Ísland og skammast sín ekki einusinni fyrir það. Drullusokkarnir fá ekkert frá mér ég vil fyrir dómstóla.
Ég segi NEI !
Ég trúi ekki þessu hræðsluáróðri um að við fáum ekki lán í framtíðinni og allt það bull ég efast um að þetta muni hafa svo neikvæð áhrif þegar allt kemur til alls.
Heimildir:
http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%9Eorskastr%C3%AD%C3%B0" onclick="window.open(this.href);return false;