Söluþræði læst því stjórnandi veit ekki hvað er verið að se.

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

topas
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Mið 16. Jún 2010 11:22
Staða: Ótengdur

Re: Söluþræði læst því stjórnandi veit ekki hvað er verið að se.

Póstur af topas »

urban skrifaði:
Haxdal skrifaði:
JReykdal skrifaði:Þeir sem vita hvað CAM er þurfa enga nánari lýsingu á kvikindinu.

Það er í raun ekkert til að lýsa. þetta er CAM fyrir Conax. End of story.

Viðurkenndu það bara...þú hljópst á þig.


x2

Skil ekki þetta væl í fólki hérna, ég hélt að vaktarar kynnu á Google.
Ég hafði ekki hugmynd um hvað Conax CAM er þegar ég las þetta, ég var ~15 sec að finna hvað þetta er á Google og ~17 sec að fatta að þetta er ekki eitthvað sem ég myndi hafa áhuga á og ~30 sec að skilja að það er mjög lítið við þetta að bæta.


Málið er bara rosalega einfalt
Seljandi er að selja vöru, og skal lýsa henni
ekki benda á google.

alveg á sama hátt og þegar að spurt er um lausn á vandamáli þá á ekki að benda á google.

einsog kemur hefur fram, þá eru mun meiri upplýsingar komnar í þessum þræði (fyrsta svari) hvað var verið að selja, þá er líka búið að benda á það í þessum þræði hvað vantaði í auglýsinguna svona sem dæmi.

og já, úr því að það er sagt, "því stjórnandi veit ekki hvað er verið að selja"
ég vissi vel hvað verið var að selja.
hafði bara ekki áhuga á því að bjóða uppá svona auglýsingu.


Það er ekkert við þetta að bæta nema hann ætli sér að fara að kenna fólki. Það er eitt að lýsa vöru og annað að segja til hvers varan er. Ef þú værir að auglýsa rafsuðugræjurnar þá myndir þú ekki segja fólki að rafsuðugræjur séu til þessa að bræða saman málm... þú ferð ekki að kenna fólki til hvers græjurnar eru, þú lýsir bara græjunni. Ef fólk veit ekki einu sinni um hvað er verið er að tala þá ætti það að afla sér upplysinga um það annarstaðar en í smáauglysingaþræði.

En líklega er betra að auglysa gervihnattabúnað á skrifa.com
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Söluþræði læst því stjórnandi veit ekki hvað er verið að se.

Póstur af urban »

Verðhugmynd.
Aldur.
Nýtt/Notað
Nóta (ekki það að hún skipti máli)

alveg vel hægt að lýsa vöru nánar.

ef að ég væri að selja Rafsuðugræju þá kæmi ég með nafn, týpunúmer, mig/mag eða pinnasuða, volt og straum
hvort að hún væri 2 eða 3 fasa, aldur, ástand, og margt fleira

ég mundi ekki segja

Rafsuða til sölu frá Taylor

Þessi svokalla auglýsing voru 8 orð.
því miður þá er það bara einfaldlega ekki nóg.

nú ég hef verið óvenju lítið hérna undanfarið vegna mikillar vinnu, mér skillst að sami aðili eigi nokkrar aðrar söluauglýsingar.
best að renna yfir þær á eftir og vita hvort að þær séu svipaðar
og þá verður þeim hiklaust læst líka.
ásamt öðrum sem að ég kem til með að rekast á.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

Saber
FanBoy
Póstar: 727
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Söluþræði læst því stjórnandi veit ekki hvað er verið að se.

Póstur af Saber »

urban skrifaði:Verðhugmynd.
Aldur.
Nýtt/Notað
Nóta (ekki það að hún skipti máli)

alveg vel hægt að lýsa vöru nánar.

ef að ég væri að selja Rafsuðugræju þá kæmi ég með nafn, týpunúmer, mig/mag eða pinnasuða, volt og straum
hvort að hún væri 2 eða 3 fasa, aldur, ástand, og margt fleira

ég mundi ekki segja

Rafsuða til sölu frá Taylor


Mynd

Persónulega finnst mér að það þegar notandi býr til nýjan þráð (ekki bara í 'til sölu' dálknum), þá þurfi innleggið að innihalda að lágmarki X-marga stafi. Þetta er ekki Ircið!
Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Söluþræði læst því stjórnandi veit ekki hvað er verið að se.

Póstur af ManiO »

12. gr

Reglum þessum ber að fylgja nema stjórnandi segi annað
Ef stjórnandi segir eitthvað á að fara eftir því óháð þessum reglunum.

;)
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

topas
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Mið 16. Jún 2010 11:22
Staða: Ótengdur

Re: Söluþræði læst því stjórnandi veit ekki hvað er verið að se.

Póstur af topas »

Eg legg til að þú missir þig í ekki í stjórnunarstarfinu og hlustir á þá sem hafa meira vit á hlutnum en þú.

Að sjálfsögðu myndir þú segja þetta um rafsuðuvélina en svona speccar eru engir á conax cami til að taka fram. Þetta er alltaf það sama í basic atriðum.

Það er algjörlega ljóst að ég og fleiri hér á spjallborðinu hafa meira vit á þessum hlut heldur en þú og trúðu mér og hlustaðu nú; þessi auglýsing sagði allt sem segja þarf um þennan hlut. Ef þetta dugaði þér ekki þá þarftu að læra um hlutinn og það gerir þú ekki með því að lesa smáauglýsingar.

Ekki fara í stríð við notendur.

topas
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Mið 16. Jún 2010 11:22
Staða: Ótengdur

Re: Söluþræði læst því stjórnandi veit ekki hvað er verið að se.

Póstur af topas »

Þetta er í raun svipað og vera að auglýsa floppy drif... það er ekkert mikið um specca.

Auglýsingin væri bara:

Til sölu victor floppy drif. hvítt :)
Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2334
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Söluþræði læst því stjórnandi veit ekki hvað er verið að se.

Póstur af Klaufi »

topas skrifaði:Eg legg til að þú missir þig í ekki í stjórnunarstarfinu og hlustir á þá sem hafa meira vit á hlutnum en þú.

Að sjálfsögðu myndir þú segja þetta um rafsuðuvélina en svona speccar eru engir á conax cami til að taka fram. Þetta er alltaf það sama í basic atriðum.

Það er algjörlega ljóst að ég og fleiri hér á spjallborðinu hafa meira vit á þessum hlut heldur en þú og trúðu mér og hlustaðu nú; þessi auglýsing sagði allt sem segja þarf um þennan hlut. Ef þetta dugaði þér ekki þá þarftu að læra um hlutinn og það gerir þú ekki með því að lesa smáauglýsingar.

Ekki fara í stríð við notendur.


Trúðu mér og hlustaðu nú:
Ekki fara í stríð við stjórnendur. [-X


:beer
Mynd

biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Söluþræði læst því stjórnandi veit ekki hvað er verið að se.

Póstur af biturk »

topas skrifaði:Eg legg til að þú missir þig í ekki í stjórnunarstarfinu og hlustir á þá sem hafa meira vit á hlutnum en þú.

Að sjálfsögðu myndir þú segja þetta um rafsuðuvélina en svona speccar eru engir á conax cami til að taka fram. Þetta er alltaf það sama í basic atriðum.

Það er algjörlega ljóst að ég og fleiri hér á spjallborðinu hafa meira vit á þessum hlut heldur en þú og trúðu mér og hlustaðu nú; þessi auglýsing sagði allt sem segja þarf um þennan hlut. Ef þetta dugaði þér ekki þá þarftu að læra um hlutinn og það gerir þú ekki með því að lesa smáauglýsingar.

Ekki fara í stríð við notendur.

:-k
#-o
:pjuke
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

topas
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Mið 16. Jún 2010 11:22
Staða: Ótengdur

Re: Söluþræði læst því stjórnandi veit ekki hvað er verið að se.

Póstur af topas »

urban skrifaði:nú ég hef verið óvenju lítið hérna undanfarið vegna mikillar vinnu, mér skillst að sami aðili eigi nokkrar aðrar söluauglýsingar.
best að renna yfir þær á eftir og vita hvort að þær séu svipaðar
og þá verður þeim hiklaust læst líka.


Þetta finnst mér ekki eðlilegt comment frá stjórnanda opins vefs. Því segi ég enn og aftur; ekki fara í stríð við notendur. Vaktin er jú opin vefur er það ekki?

topas
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Mið 16. Jún 2010 11:22
Staða: Ótengdur

Re: Söluþræði læst því stjórnandi veit ekki hvað er verið að se.

Póstur af topas »

klaufi skrifaði:
topas skrifaði:Eg legg til að þú missir þig í ekki í stjórnunarstarfinu og hlustir á þá sem hafa meira vit á hlutnum en þú.

Að sjálfsögðu myndir þú segja þetta um rafsuðuvélina en svona speccar eru engir á conax cami til að taka fram. Þetta er alltaf það sama í basic atriðum.

Það er algjörlega ljóst að ég og fleiri hér á spjallborðinu hafa meira vit á þessum hlut heldur en þú og trúðu mér og hlustaðu nú; þessi auglýsing sagði allt sem segja þarf um þennan hlut. Ef þetta dugaði þér ekki þá þarftu að læra um hlutinn og það gerir þú ekki með því að lesa smáauglýsingar.

Ekki fara í stríð við notendur.


Trúðu mér og hlustaðu nú:
Ekki fara í stríð við stjórnendur. [-X
H


:beer


ehehe. Ertu að vinna hjá RUV?

trúðu mér og hlustaðu nú; þessi auglýsing sagði allt sem segja þarf um þennan hlut. Ef þetta dugaði þér ekki þá þarftu að læra um hlutinn og það gerir þú ekki með því að lesa smáauglýsingar.

Of mikið af stjórnendum á spjallborðum sem missa sig í stjórnunarstörfum loka og banna henda út og bla bla... þeir ráða, þeir eru bestir og mestir. :) "Ef stjórnandi segir eitthvað þá er það rétt PUNKTUR. "
Last edited by topas on Fös 04. Mar 2011 23:08, edited 1 time in total.

biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Söluþræði læst því stjórnandi veit ekki hvað er verið að se.

Póstur af biturk »

topas skrifaði:
urban skrifaði:nú ég hef verið óvenju lítið hérna undanfarið vegna mikillar vinnu, mér skillst að sami aðili eigi nokkrar aðrar söluauglýsingar.
best að renna yfir þær á eftir og vita hvort að þær séu svipaðar
og þá verður þeim hiklaust læst líka.


Þetta finnst mér ekki eðlilegt comment frá stjórnanda opins vefs. Því segi ég enn og aftur; ekki fara í stríð við notendur. Vaktin er jú opin vefur er það ekki?



Product Description
Conax CAM manufactured by SMiT for use with Conax encrypted services.

The Conax CAM is compatible with programme services like N Poland, RTV Romania, Sex-View TV, Redlight TV, Conto TV, Free-X TV, Viacom, NRK, Canal Digital Denmark Sweden and Norway, Telenor, DigitAlb and many more.

Technical Specification:

PCMCIA type II
Based on the Embedded 32-bit CPU (ARM7TDMI)
Adopting advanced 0.18-micron technology
Flash memory : 16 Mbits
Standards : DVB-CI / PCMCIA
Made by SMiT
Compatible with : Conax
Smart Card Interface: ISO7816

er þetta camið sem var selt??

eða einhver þessara?
http://www.versla.com/kort.html


hlýtur nú að sjá að það hefði verið hægt að koma með mikið meira af info #-o
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2334
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Söluþræði læst því stjórnandi veit ekki hvað er verið að se.

Póstur af Klaufi »

topas skrifaði:
klaufi skrifaði:
topas skrifaði:Eg legg til að þú missir þig í ekki í stjórnunarstarfinu og hlustir á þá sem hafa meira vit á hlutnum en þú.

Að sjálfsögðu myndir þú segja þetta um rafsuðuvélina en svona speccar eru engir á conax cami til að taka fram. Þetta er alltaf það sama í basic atriðum.

Það er algjörlega ljóst að ég og fleiri hér á spjallborðinu hafa meira vit á þessum hlut heldur en þú og trúðu mér og hlustaðu nú; þessi auglýsing sagði allt sem segja þarf um þennan hlut. Ef þetta dugaði þér ekki þá þarftu að læra um hlutinn og það gerir þú ekki með því að lesa smáauglýsingar.

Ekki fara í stríð við notendur.


Trúðu mér og hlustaðu nú:
Ekki fara í stríð við stjórnendur. [-X

Hehehe. Ertu að vinna hjá RUV?

trúðu mér og hlustaðu nú; þessi auglýsing sagði allt sem segja þarf um þennan hlut. Ef þetta dugaði þér ekki þá þarftu að læra um hlutinn og það gerir þú ekki með því að lesa smáauglýsingar.


:beer


Hef því miður aldrei unnið hjá ríkinu.

Bara að benda þér á það að það er akkúrat ekkert sem bannar stjórnanda sem fer vitlausu megin fram úr að banna þig af engri annari ástæðu en að þú ferð í taugarnar á honum..

Persónulega hafði ég ekki hugmynd um hvað þetta var, enda hundsaði ég bara auglýsinguna.
Mynd

topas
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Mið 16. Jún 2010 11:22
Staða: Ótengdur

Re: Söluþræði læst því stjórnandi veit ekki hvað er verið að se.

Póstur af topas »

biturk skrifaði:
topas skrifaði:
urban skrifaði:nú ég hef verið óvenju lítið hérna undanfarið vegna mikillar vinnu, mér skillst að sami aðili eigi nokkrar aðrar söluauglýsingar.
best að renna yfir þær á eftir og vita hvort að þær séu svipaðar
og þá verður þeim hiklaust læst líka.


Þetta finnst mér ekki eðlilegt comment frá stjórnanda opins vefs. Því segi ég enn og aftur; ekki fara í stríð við notendur. Vaktin er jú opin vefur er það ekki?



Product Description
Conax CAM manufactured by SMiT for use with Conax encrypted services.

The Conax CAM is compatible with programme services like N Poland, RTV Romania, Sex-View TV, Redlight TV, Conto TV, Free-X TV, Viacom, NRK, Canal Digital Denmark Sweden and Norway, Telenor, DigitAlb and many more.

Technical Specification:

PCMCIA type II
Based on the Embedded 32-bit CPU (ARM7TDMI)
Adopting advanced 0.18-micron technology
Flash memory : 16 Mbits
Standards : DVB-CI / PCMCIA
Made by SMiT
Compatible with : Conax
Smart Card Interface: ISO7816

er þetta camið sem var selt??

eða einhver þessara?
http://www.versla.com/kort.html


hlýtur nú að sjá að það hefði verið hægt að koma með mikið meira af info #-o


Jamm, en flestir þeir sem vita hvað conax er og vita hvað cam er vita þetta, þetta er basic stuff sem er alltaf eins... ég hef allavega ekki enn rekist á USb cam :) .. Svo eru þetta bara staðlarnir sem eru í notkun og hafa verið í notkun.

Fyrir þá sem þekkja þetta þá er algjör óþarfi að taka þetta fram. Það er allavega mitt mat.

topas
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Mið 16. Jún 2010 11:22
Staða: Ótengdur

Re: Söluþræði læst því stjórnandi veit ekki hvað er verið að se.

Póstur af topas »

klaufi skrifaði:
topas skrifaði:
klaufi skrifaði:
topas skrifaði:Eg legg til að þú missir þig í ekki í stjórnunarstarfinu og hlustir á þá sem hafa meira vit á hlutnum en þú.

Að sjálfsögðu myndir þú segja þetta um rafsuðuvélina en svona speccar eru engir á conax cami til að taka fram. Þetta er alltaf það sama í basic atriðum.

Það er algjörlega ljóst að ég og fleiri hér á spjallborðinu hafa meira vit á þessum hlut heldur en þú og trúðu mér og hlustaðu nú; þessi auglýsing sagði allt sem segja þarf um þennan hlut. Ef þetta dugaði þér ekki þá þarftu að læra um hlutinn og það gerir þú ekki með því að lesa smáauglýsingar.

Ekki fara í stríð við notendur.


Trúðu mér og hlustaðu nú:
Ekki fara í stríð við stjórnendur. [-X

Hehehe. Ertu að vinna hjá RUV?

trúðu mér og hlustaðu nú; þessi auglýsing sagði allt sem segja þarf um þennan hlut. Ef þetta dugaði þér ekki þá þarftu að læra um hlutinn og það gerir þú ekki með því að lesa smáauglýsingar.


:beer


Hef því miður aldrei unnið hjá ríkinu.

Bara að benda þér á það að það er akkúrat ekkert sem bannar stjórnanda sem fer vitlausu megin fram úr að banna þig af engri annari ástæðu en að þú ferð í taugarnar á honum..

Persónulega hafði ég ekki hugmynd um hvað þetta var, enda hundsaði ég bara auglýsinguna.


Reyndar var ég soldið að athuga hvort hann myndi missa sig og banna mig. Ég er svo á móti því þegar vefir eins og vaktin og fl. banna menn út af því að "þeir vildu það". Mér finnst að menn eigi að geta rökrætt og tekið því ef menn eru ekki sammála. En þetta viðhorf að "stjórnandi bannar þig ef honum líkar ekki við þig" er ekki að mínu skapi og er oftar en ekki nóg til þess að ég loka mínum aðgangi ef ég verð vitni að slíku.
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Söluþræði læst því stjórnandi veit ekki hvað er verið að se.

Póstur af ManiO »

topas skrifaði:Reyndar var ég soldið að athuga hvort hann myndi missa sig og banna mig. Ég er svo á móti því þegar vefir eins og vaktin og fl. banna menn út af því að "þeir vildu það". Mér finnst að menn eigi að geta rökrætt og tekið því ef menn eru ekki sammála. En þetta viðhorf að "stjórnandi bannar þig ef honum líkar ekki við þig" er ekki að mínu skapi og er oftar en ekki nóg til þess að ég loka mínum aðgangi ef ég verð vitni að slíku.



Þú ert nú ítrekað búinn að brjóta 4. gr. reglnanna í þessum þræði og það myndi eflaust enginn innan stjórnarinnar mótmæla viku banni á þig. En flestir, ef ekki allir, stjórnendanna eru ekki í því að banna fólk hér af þeirri ástæðu að þeim líkar illa við kauða. Ég viðurkenni samt að við getum verið harðir og að skap okkar getur haft áhrif, en við erum jú mannlegir rétt eins og hver einasti notandi hér inni.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

topas
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Mið 16. Jún 2010 11:22
Staða: Ótengdur

Re: Söluþræði læst því stjórnandi veit ekki hvað er verið að se.

Póstur af topas »

ManiO skrifaði:
topas skrifaði:Reyndar var ég soldið að athuga hvort hann myndi missa sig og banna mig. Ég er svo á móti því þegar vefir eins og vaktin og fl. banna menn út af því að "þeir vildu það". Mér finnst að menn eigi að geta rökrætt og tekið því ef menn eru ekki sammála. En þetta viðhorf að "stjórnandi bannar þig ef honum líkar ekki við þig" er ekki að mínu skapi og er oftar en ekki nóg til þess að ég loka mínum aðgangi ef ég verð vitni að slíku.



Þú ert nú ítrekað búinn að brjóta 4. gr. reglnanna í þessum þræði og það myndi eflaust enginn innan stjórnarinnar mótmæla viku banni á þig. En flestir, ef ekki allir, stjórnendanna eru ekki í því að banna fólk hér af þeirri ástæðu að þeim líkar illa við kauða. Ég viðurkenni samt að við getum verið harðir og að skap okkar getur haft áhrif, en við erum jú mannlegir rétt eins og hver einasti notandi hér inni.



Jamm, fattaði það ekki. :)

Um leið og ég ýtti á Senda-takkan þá fattaði ég að ég ætlaði að segja meira :) Sorry... Annars held ég að þið hér á vaktinni séuð almennt mjög góðir.

En, hahaha, viku bann fyrir það myndi akkúrat staðfesta það sem ég var að tala um. ;)
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Söluþræði læst því stjórnandi veit ekki hvað er verið að se.

Póstur af urban »

Ég hef engan áhuga á því að banna þig fyrir það að ræða málin.

akkurat ekki neinn.
En málið er samt sáraeinfalt.

Þessi auglýsing var upp á 8 orð.

þó svo að þú (og ég reyndar líka) hafir vitað hvað væri verið að selja, þá breytir því ekki að auglýsingin var samt sem áður alveg gersamlega út í hött.
já, það að segja, væntanlegir kaupendur vita hvað þetta er, það er bara ekki ástæða að mínu mati.
þó svo að það væri ekki nema bara aldur og verðhugmynd í auglýsingunni þá hefði ég líklegast leyft henni að halda áfram.

en já, reglurnar eru til staðar, þær eru tiltölulega skýrar og það var ekki farið eftir þeim.

þetta þýddi einfaldlega læsingu á þræðinum.

Þú segist vera á móti því að ég skoði aðra söluþræði frá sama aðila og athugi hvort að þeir séu eins.
Þá verð ég að spyrja.
afhverju ertu á móti því að það sé farið eftir reglum ?

en hann sleppur allavega með það í kvöld, ég er kominn í bjór og póker í rólegheitunum, þannig að ég fer ekki að kíkja á þetta núna.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

topas
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Mið 16. Jún 2010 11:22
Staða: Ótengdur

Re: Söluþræði læst því stjórnandi veit ekki hvað er verið að se.

Póstur af topas »

urban skrifaði:Ég hef engan áhuga á því að banna þig fyrir það að ræða málin.

akkurat ekki neinn.
En málið er samt sáraeinfalt.

Þessi auglýsing var upp á 8 orð.

þó svo að þú (og ég reyndar líka) hafir vitað hvað væri verið að selja, þá breytir því ekki að auglýsingin var samt sem áður alveg gersamlega út í hött.
já, það að segja, væntanlegir kaupendur vita hvað þetta er, það er bara ekki ástæða að mínu mati.
þó svo að það væri ekki nema bara aldur og verðhugmynd í auglýsingunni þá hefði ég líklegast leyft henni að halda áfram.

en já, reglurnar eru til staðar, þær eru tiltölulega skýrar og það var ekki farið eftir þeim.

þetta þýddi einfaldlega læsingu á þræðinum.

Þú segist vera á móti því að ég skoði aðra söluþræði frá sama aðila og athugi hvort að þeir séu eins.
Þá verð ég að spyrja.
afhverju ertu á móti því að það sé farið eftir reglum ?

en hann sleppur allavega með það í kvöld, ég er kominn í bjór og póker í rólegheitunum, þannig að ég fer ekki að kíkja á þetta núna.


Já, ég er á móti því að þú farir að leita að göllum hjá þessum manni... en ég er ekki á móti að þú farir eftir reglum :) Þannig að ég skil ekki spurninguna, ertu til í að útskýra hana betur. (djók) - eða á ég að gúggla þetta :)

En það er soldið paradox í þessu: Þú segist vera á moti X, þá verð ég að spyrja. Af hverju ertu á moti Y?
:beer
Skjámynd

Lexxinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1288
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Söluþræði læst því stjórnandi veit ekki hvað er verið að se.

Póstur af Lexxinn »

topas skrifaði:Já, ég er á móti því að þú farir að leita að göllum hjá þessum manni... en ég er ekki á móti að þú farir eftir reglum :) Þannig að ég skil ekki spurninguna, ertu til í að útskýra hana betur. (djók) - eða á ég að gúggla þetta :)

En það er soldið paradox í þessu: Þú segist vera á moti X, þá verð ég að spyrja. Af hverju ertu á moti Y?
:beer


Ertu ekki að djóka topas?

Hættu bara núna og vertu ekki bannaður, ég vissi ekki hvað þetta væri og þó að ég hafi ekki vitað það af nafninu einu þá hefði ég kannski getað haft not fyrir þetta ef hann hefði lýst þessu þá hefði ég vitað hvað þetta væri og ég getað boðið honum eithvert verð ef mig vantaði þessa tilteknu græju.

hauksinick
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Fim 11. Sep 2008 14:33
Staðsetning: Í nafla alheimsins
Staða: Ótengdur

Re: Söluþræði læst því stjórnandi veit ekki hvað er verið að se.

Póstur af hauksinick »

haha tropas ekki vera svona nettur...
Ég hefði ALDREI vitað hvað þetta væri og aldrei nennt að google-a þetta því ég á ekki að þurfa þess..

EDIT:Svona! eiga auglýsingar að vera!
Mercedes er magnað tól
Mergjuð er ásýnd líka
Það eru bara forhert fól
Sem fíla þá ekki slíka
Svara