FriðrikH skrifaði:mér hefur hingað til sýnst að þeir sem að tala/blogga mest á móti Icesave eru opinberir starfsmenn og atvinnuleysingjar sem að virðast engu máli skipta þótt að þetta land sökkvi enn meira ofaní skítinn eða haldi sömu helvítis stöðnuninni áfram í 1-2 ár í viðbót, fyrir utan þá sem að eru á móti Icesave samningum í einhverri einlægri von um að þetta teljist sem eitthvað kjaftshögg á aðild að ESB
Sem opinber starfsmaður vildi ég bara rétt taka upp hanskann fyrir kollega mína (sem er víst ástæða til að flokka með atvinnuleysingjum). En bæði ég og meirihluti samstarfsfólks míns eru á þeirri skoðun að það eigi að samþykkja þennan samning. Enda hafa opinberir starfsmenn fundið verulega fyrir hruninu þrátt fyrir að sumir virðist halda að það sé draumur í dós að vinna hjá ríki og sveitafélögum.
Á mínum vinnustað líkt og annars staðar er síðan einhver hópur sem slær hausnum bara í vegginn og segist ekki vilja borga
og ég ætla að tala fyrir hönd þeirra sem misstu vinnu vegna kreppunar að við höfum það ekki gott en ég tel að landinu sé mikið betur farið að þessi samningur verði felldur og það sé hægt að klára málið þannig heldur en að hreppa þjóðina í skuldafangelsi í hver veit hvað mörg ár
megið ekki gleima að við græðum ekkert á að samþykja því ef eignir landsbankanns og það rugl gengur ekki eftir að þá erum við í djúpum kúk og þá varir kreppan bara lengur og skattar hækka enn meira, áfengi, sígarettur, bensín, matur, drykkjarföng, snyrtivörur og allt annað mun hækka það mikið meðan launin verða enn minna virði að fólk á eftir að missa allt sitt
það er eitthvað sem ég er ekki tilbúin að fara útí
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn
EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á
www.skynsemi.is og skráðu þig!