En allavega, ég verslaði á miðvikudaginn harða diska og blek, sem er ekkert til að tala um sérstaklega, nema ég fékk símhringingu frá Tölvutek á fimmtudagskvöldinu þar sem mér var tjáð að Tölvutek hefðu OFRUKKAÐ mig og vildu fá reikningsnúmer til að endurgreiða mér þessa upphæð sem hafði verið tekin af kortinu mínu umfram. Svona á auðvitað að vera sjálfsagður hlutur en yfirleitt hefur reynslan sýnt mér að maður hefur þurft að berjast fyrir að fá leiðréttingu hjá öðrum fyrirtækjum, ég hef ítrekað lent í þessu í allskyns verslunum og þjónustufyrirtækjum, hvort sem það hafa verið fatakaup, bensín, bílaþvottur, etc. En í öll skiptin hefur það verið mitt hlutverk að komast að þessu & fá þetta leiðrétt. En ekki í þetta sinn, í þetta sinn voru Tölvutek á undan, og fyrir það fá þeir
