Nú langaði mig að spyrja bara forvitnisins vegna varðandi örgjörva. Ég er svosem enginn örgjörva snillingur en alltaf haft skoðun og verið Intel maður..... en maður getur ekki annað en velt því fyrir sér Core i7 Hex core 3.3GHz vs. Phenom II Black Hex core 3.2 GHz. Finnur maður þennan 120.000 kr mun þegar maður sest við tölvuna.... þ.e.a.s. einhverstaðar annarstaðar en í veskinu.... spurningin gæti alveg átt við aðra intel vs. amd örgjörva líka... fór bara að velta því fyrir mér afhverju það er svona klikkaður verðmunur
Ef þú ert mikill tölvukall og uppfærir á minna en 2ja ára fresti held ég að þú finnir engann mun, ég er allavegana alltaf með AMD og hef getað gert allt með því sem intel getur og á sama hraða... bara spurning um að setja þetta rétt saman eftir því hvað þú ætlar að gera í tölvunni
Vill byrja á því að segja að AMD hitna ekki meira, í sumum fartölvum jú en í borðtölvum, nei.
AMD eru ekki búnir að vera upp á sitt besta síðan Intel gaf út i7 línuna, sjálfur er ég þó mikill AMD maður og hef mikla von á að AMD koma sterkir inn á næsta ári, Dirk Meyer (Steve Jobs of AMD) hefur bjargað fyrirtækinu einu sinni áður og segir hann að AMD séu að fara stökkbreytast á næsta ári.
Í dag er Intel með meira hrátt afl, og eiga AMD í raun enga quad core örgjörva sem eru sambærilegir i7 línunni (920/930/950 etc) og því fáranlegt að bera saman AMD955 á móti i7-950 þar sem það er helmings verðmunur, álíka vitlaust og að bera saman E7400 á móti 1090T.
Ef þú vilt fá öfluga vél á mjög góðu verði að þá hentar AMD oftast best, ef þú vilt fá þvílíkt hrátt afl að þá færi ég Intel.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Held að margir gamlir tölvugúrúar hafi myndað sér sterka skoðun á Intel og AMD fyrir mörgum árum og haldið þeim við til dagsins í dag, ég er einn þeirra.
Hef alltaf forðast AMD, þrátt fyrir að ástæðurnar fyrir því séu ekki lengur "issue", svo ég hef alltaf haft Intel í mínum tölvum og ráðlegg ættingjum og vinum að fá sér Intel ef þau geta :besserwisser .
Atvinnunörd - Part of the 2% > FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
Ég er svona að skoða uppfærslu á komandi mánuðum líklega c.a. mars - apríl eða jafnvel fyrr eftir því hvað það mun kosta. AMD Phenom II X6 1090T Black 3.2 GHz Hex er núna á 35 þús kall á meðan Intel Core i7 980X 3.33GHz Hex Core er á 160 þús. Mér finnst þetta vera rosalegur verðmunur ef það er ekki þeim mun meiri afkastamunur. Ef maður pælir í þessu út frá hvort fer betur með veskið er þá ekki sniðugt að eyða meira í minnið með AMD örgjörvanum í staðinn fyrir að sprengja veskið ? Hvað finnst ykkur ?
bulldog skrifaði:Ég er svona að skoða uppfærslu á komandi mánuðum líklega c.a. mars - apríl eða jafnvel fyrr eftir því hvað það mun kosta. AMD Phenom II X6 1090T Black 3.2 GHz Hex er núna á 35 þús kall á meðan Intel Core i7 980X 3.33GHz Hex Core er á 160 þús. Mér finnst þetta vera rosalegur verðmunur ef það er ekki þeim mun meiri afkastamunur. Ef maður pælir í þessu út frá hvort fer betur með veskið er þá ekki sniðugt að eyða meira í minnið með AMD örgjörvanum í staðinn fyrir að sprengja veskið ? Hvað finnst ykkur ?
Er ekki aðal munurinn að Intel örgjörvinn er enthusiast vara ásamt því að vera triple channel og AMD er consumer vara og double channel?
Fyrir venjulegan notanda þá er það klikkun að borga 135þús meira fyrir svipaða vöru. En þegar maður fer út í yfirklukkunarpælingar og min/maxing þá er intel örgjörvinn klárlega sterkari kostur. En aftur, 135 þús kalli meir.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
bulldog skrifaði:Ég er svona að skoða uppfærslu á komandi mánuðum líklega c.a. mars - apríl eða jafnvel fyrr eftir því hvað það mun kosta. AMD Phenom II X6 1090T Black 3.2 GHz Hex er núna á 35 þús kall á meðan Intel Core i7 980X 3.33GHz Hex Core er á 160 þús. Mér finnst þetta vera rosalegur verðmunur ef það er ekki þeim mun meiri afkastamunur. Ef maður pælir í þessu út frá hvort fer betur með veskið er þá ekki sniðugt að eyða meira í minnið með AMD örgjörvanum í staðinn fyrir að sprengja veskið ? Hvað finnst ykkur ?
Þetta er samt svona eins og að bera saman Ferrari(980x) vs Subaru Imprezu(1090T) afkasta munurinn er sjánlegur í öllum þeim benchmörkum sem maður skoðar t.d hérna http://www.anandtech.com/bench/Product/146?vs=142 intelinn kemur betur út á alla vegu en ef þú vilt spara þér aðeins þá gætiru farið í i7 970 sem er svona "non-extreme" útgáfa af 980x hann er 6kjarna og aðeins ódýrari en slær samt 1090t við.