Ég er núna með stýrikerfið á einum 120gb Seagate S-ATA disk sem er að virka hið besta, hljóðlátur og góður. En núna vantar mig stóran geymsludisk fyrir kvikmyndir o.fl. sem þarf að vera hljóðlátur í stíl við hinn. Var að pæla í 300gb Maxtornum sem er til hjá task og computer.is. Er ekki sniðugra að kaupa sér bara IDE disk fyrir svona geymslu heldur en að vera að spandera í S-ATA? Á e-r svona Maxtor sem getur sagt mér e-ð um hljóðið í honum? Maxtor segir að hann sé 22db í idle, en getur maður treyst því að þeir segi satt...
ætti þá ekki að heyrast aðeins minna í IDE disknum þar sem hann er bara 5400rpm, eini munurinn á Maxline II og Maxline II plus er 5400rpm og 7200rpm (og það eru til sata II diskar)