Ein aulaspurning.
Ættingi minn á tölvu og er að fara að skipta um örgjörva.
Er nóg fyrir hann bara að taka gamla örgjörvann úr og setja nýja í og setja í gang !
Og ekkert meira með það ?
Þarf að vesenast eitthvað í Biosnum eða eitthvað þessháttar ?
CM Scout 2 | | | Corsair RM850x
G.Skill 2x8GB Trident Z 3200Mhz | Samsung 870 EVO plus M.2 1TB |
Það er margt fleira sem þarf að koma fram. Stundum geta móðurborðin einfaldlega ekki tekið við örgjörfanum. Þú getur yfirleitt komist að þvi með því að skoða heimasíðu framleiðandans eða með því að láta tegundina koma fram hérna.
Það passa í móðurborðið örgjörvar upp að ákveðnum stærðum. Nú held ég að öflugari örgjörvi (t.d. AMD 333 mhz FSB) niðurklukkist bara í 266 mhz ef móðurborðið stiður ekki meira.
Ef örgjörvinn er réttur, þá ætti ekki að þurfa meira en að taka hann úr og setja nýja í og þá væri það komið.
Gummzli skrifaði:Svo Framarlega sem þu missir ekki örgjörvann a borðið og Pinnarnir Beyglast !!!!
Þa gæti hann nefnilega eyðilagst.
Það gerðist i minu tilviki þegar Hlynzi master var að setjann i
Gvendur, við vitum ekki ennþá hvort að það sé móðurborðinu að kenna eða helvítis örgjörva draslinu, ég sagði þér að kaupa AMD. Og hann datt þegar ég var að opna þenna retail kassa, þegar kassinn loksins opnaðist hrökk örgjörvinn uppúr.
Maður a að fara með Örgjörva eins og Ungabarn, hvort sem þeir eru i Retail kassa eður ei ?
og það kemur þvi ekkert við hvort þetta hafi veirð INTEL eða AMD.... maður a samt alltaf að fara gætilega að...