Jæja núna er HM á fullu en líka sumar, þannig að maður þarf að hunskast uppí sumarbústað. Það er ekkert sjónvarp þar og því eru góð ráð dýr. Eina lausnin sem ég sé fyrir þér að að fá mér 3g frá símanum og horfa á leikina um helgina í gegnum vefin http://www.ruv.is" onclick="window.open(this.href);return false;. Þannig að spurning mín er til ykkar sem að eruð með 3g frá símanum, hafði þið horft á ruv í gegnum þetta? Ræður það alveg við að stream rúv?
Takk fyrir svörin
3g hjá símanum --er hægt að horfa á rúv með þessu?
Re: 3g hjá símanum --er hægt að horfa á rúv með þessu?
það verður allt of dýrt, þú borgar fyrir allt gagnamagn, líka innlent og video stream tekur ekki beint lítið... fyrir utan að það er ég er ekki viss hvort 3G sé með nóga bandbreidd.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
-
- Besserwisser
- Póstar: 3697
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: 3g hjá símanum --er hægt að horfa á rúv með þessu?
Það virkar að streama frá þarna eurovision síðunni í gegnum 3g hjá Nova. Höktir, en virkar. Hver leikur þar er ca hálft gígabæt.
Re: 3g hjá símanum --er hægt að horfa á rúv með þessu?
Ég gerði þetta akkúrat á þriðjudaginn, notaði 3G hjá símanum og það svínvirkaði.
Lítið sem ekkert hökt enda straumurinn hjá rúv ekki í neinum blússandi gæðum.
Lítið sem ekkert hökt enda straumurinn hjá rúv ekki í neinum blússandi gæðum.
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 396
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: 3g hjá símanum --er hægt að horfa á rúv með þessu?
gott að vita að þetta virkar. þá er bara að skoða hvort að þetta sumarhús sé ekki örugglega á 3g svæðiwicket skrifaði:Ég gerði þetta akkúrat á þriðjudaginn, notaði 3G hjá símanum og það svínvirkaði.
Lítið sem ekkert hökt enda straumurinn hjá rúv ekki í neinum blússandi gæðum.
Re: 3g hjá símanum --er hægt að horfa á rúv með þessu?
ég get allavega horft á þetta í símanum, og það er Edge hérna
Kubbur.Digital