Ég er með Abit KV-7 og ég var að uppfæra BIOS-inn.
Eftir upfærsluna kemur alltaf eitt stutt bíp þegar ég ræsi tölvuna upp (c.a. um það leyti sem að skjárinn sýnir "Verifying DMI pool data").
Veit einhver hvað þetta þýðir ?
Hvar get ég fengið upplýsingar um svona hljóðmerki, ég finn ekkert í bæklingnum sem fylgdi móðurborðinu.
CM Scout 2 | | | Corsair RM850x
G.Skill 2x8GB Trident Z 3200Mhz | Samsung 870 EVO plus M.2 1TB |
Þetta *Pííb* heyrist í flestöllum tölvum þetta er merki um að skjárinn sé að virka rétt og hann sé í sambandi. ef það koma 2 píp minnir mig þýðir það að skjárinn er ekki að "funka" rétt... ég skal peista grein hérna eftir Revenant ef ég man rétt..
Þetta hljóð er alltaf jafn skemmtilegt. Alveg normalt allavegana. Það sem ferðatölvan gerir hinsvegar er að (það er rangt að tala um að rönna, ég lofa að vanda málfar mitt annars verð ég bannaður, lengi lifi ritskoðun!) allar viftur í botn í nokkrar sekúndur þegar ég kveiki á henni.
Pc speaker er til þess að láta þig vita hvort allt starfi eðlilega og allt sé að virka t.d ef hitinn verður óeðlilega heitur píbir hann og móbóið settur í stand by mode til þess að kæla. Mér finnst rosalega þægilegt að heyra að allt virki með píbbi
ég hef reydnar alltaf verið að spá.. ef maður shortar bara speaker pinnana, slöknar þá ekki á hljóðinu á onboard speakernum? ég myndi halda það. kanski einhver prófi það á gömlu móbói ef þeir eiga með speaker eða taka áhættuna að shorta þetta á nýju móðurborð
Ef þið eigið gamla hátalara þá skuluð þið bara tengja þá við PC speaker og henda þessu rusli sem er fyrir, þá getiði slökt eða lækkað eins og þið viljið og hljóðið verður heldur ekki eins skært.
ég hef gert það, ekkert mál en svo geturðu líka gert þetta line-in á hljóðkortið en þá heyriru auvðitað ekki hljóðið í þessu nema þegar hljóðkorts dræverarnir keyrast upp, þeas þegar eitthvað OS keyrir upp.