
Eins og sést á meðfylgjandi mynd þá setti ég einfaldleaga bara eina gamla 120mm kassaviftu í gluggann, festi hana með því að setja smá rifu af svona hvítu einangrunnarplasti (svona eins og er í flestum kössum utanum einhverja tölvuhluti sem maður kaupir) og tengdi síðan svona mólex snúru við viftuna sem kemur úr straumbreyti sem ég nota oft til að tengja diska við tölvuna. Svo opna ég gluggann bara smá og þá fæ ég nóg af köldu og fersku lofti inn

Er samt að spá í einu, eins og er þá sogar viftan loft inn sem virðist virka bara nokkuð vel en er kannski betra að blása heitu lofti út? Eða tapa ég súrefni þannig í leiðinni? Hef nefnilega smá áhyggjur af því að ég fái aðeins meira af drullu inn svona en ég fæ venjulega því sá partur af skrifborðinu sem er við gluggann fær svoldið mikið á sig einhverskonar sand eða eitthvað svipað sem er mjög fíngert, maður finnur bara þegar maður strýkur yfir borðið að það eru einhver óhreinindi sem safnast á það með tímanum. Eða á ég kannski að setja einhverja ryksíu eða eitthvað svipað á þá hlið viftunar sem snýr út?
