Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P

Svara
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P

Póstur af DoofuZ »

Ég var farinn að finna fyrir því að ferskt kalt loft var nánast alveg hætt að koma inn um litla gluggann minn, jafnvel þó að ég væri með hann alveg galopinn, eftir að ég byrjaði að vera með eina gamla vél í gangi 24/7 rétt hjá honum en ég veit ekki betur en að það sé að valda þessum áhrifum svo mig vantaði einhverja sniðuga lausn sem myndi auka kalt loftflæði innum gluggann og ákvað því að gera eftirfarandi "mod" á honum :)

Eins og sést á meðfylgjandi mynd þá setti ég einfaldleaga bara eina gamla 120mm kassaviftu í gluggann, festi hana með því að setja smá rifu af svona hvítu einangrunnarplasti (svona eins og er í flestum kössum utanum einhverja tölvuhluti sem maður kaupir) og tengdi síðan svona mólex snúru við viftuna sem kemur úr straumbreyti sem ég nota oft til að tengja diska við tölvuna. Svo opna ég gluggann bara smá og þá fæ ég nóg af köldu og fersku lofti inn ;)

Er samt að spá í einu, eins og er þá sogar viftan loft inn sem virðist virka bara nokkuð vel en er kannski betra að blása heitu lofti út? Eða tapa ég súrefni þannig í leiðinni? Hef nefnilega smá áhyggjur af því að ég fái aðeins meira af drullu inn svona en ég fæ venjulega því sá partur af skrifborðinu sem er við gluggann fær svoldið mikið á sig einhverskonar sand eða eitthvað svipað sem er mjög fíngert, maður finnur bara þegar maður strýkur yfir borðið að það eru einhver óhreinindi sem safnast á það með tímanum. Eða á ég kannski að setja einhverja ryksíu eða eitthvað svipað á þá hlið viftunar sem snýr út? :-k
Þarna sést hvernig þetta er tengt
Þarna sést hvernig þetta er tengt
DSC01377.JPG (51.93 KiB) Skoðað 1719 sinnum
Góð kæling fyrir kók ;)
Góð kæling fyrir kók ;)
DSC01389.JPG (39.6 KiB) Skoðað 1717 sinnum
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

oskarom
Ofur-Nörd
Póstar: 218
Skráði sig: Mán 05. Mar 2007 18:51
Staða: Ótengdur

Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P

Póstur af oskarom »

Hahaha, þetta minnir mig bara á þegar ég var 17 ára..

Þá var ég bara með 2 litla glugga sem hægt var að opna í herberginu mínu en það var aldrei þannig vindátt að loftið hreyfðist eitthvað. Á sumrin var ég með einhverja 220v viftu úr einhverri iðnaðartölvu eða einhverjum andksotanum, hún var ca. 180mm held ég og úr stáli, versta var að þetta hljómaði eins og að vera með stóra borvél á fullu inní herbergi, en þetta blés svaðalega.

En sniðugt "mod" engu að síður, græjaðu þér aðra svona 120mm viftu og síðan einhver fan grills sem covera viftuna þá er þetta orðið smekklegt líka :), spurning hvort það myndi minka hávaða ef þú hefur svampinn allan hringinn.
Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P

Póstur af Danni V8 »

Fara alla leið og redda barka eins og er oft notaður á þurrkara og blása kalda loftinu að utan beint inn í tölvukassann :8)
Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P

Póstur af chaplin »

Danni V8 skrifaði:Fara alla leið og redda barka eins og er oft notaður á þurrkara og blása kalda loftinu að utan beint inn í tölvukassann :8)
Haha það sem ég ætlaði að segja..

..og gera fljótlega.. ferskar 3°c af ísköldu lofti beint í kassann.. ooooverclock! \:D/
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P

Póstur af biturk »

daanielin skrifaði:
Danni V8 skrifaði:Fara alla leið og redda barka eins og er oft notaður á þurrkara og blása kalda loftinu að utan beint inn í tölvukassann :8)
Haha það sem ég ætlaði að segja..

..og gera fljótlega.. ferskar 3°c af ísköldu lofti beint í kassann.. ooooverclock! \:D/
en í sumar þegar sólin skín á gluggan með rúmlega 20 gráðu hita :lol:

doooooownvardclock :lol:
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1558
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P

Póstur af Halli25 »

Minnir mig á kárahnjúkadagana mína, það var einn sem moddaði vél hjá sér þannig að hún hékk útum gluggan í kassa...
Starfsmaður @ IOD
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P

Póstur af emmi »

Danni V8 skrifaði:Fara alla leið og redda barka eins og er oft notaður á þurrkara og blása kalda loftinu að utan beint inn í tölvukassann :8)
Já og blása kannski rakanum inn í leiðinni? :lol:
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P

Póstur af chaplin »

biturk skrifaði:
daanielin skrifaði:
Danni V8 skrifaði:Fara alla leið og redda barka eins og er oft notaður á þurrkara og blása kalda loftinu að utan beint inn í tölvukassann :8)
Haha það sem ég ætlaði að segja..

..og gera fljótlega.. ferskar 3°c af ísköldu lofti beint í kassann.. ooooverclock! \:D/
en í sumar þegar sólin skín á gluggan með rúmlega 20 gráðu hita :lol:

doooooownvardclock :lol:
Uss!! :lol:

En já á sumrin þá get ég svo lítið spila, work 24/5 - djamm 24/2 svo.. :twisted:
faraldur skrifaði:Minnir mig á kárahnjúkadagana mína, það var einn sem moddaði vél hjá sér þannig að hún hékk útum gluggan í kassa...
Wait for it..
emmi skrifaði:
Danni V8 skrifaði:Fara alla leið og redda barka eins og er oft notaður á þurrkara og blása kalda loftinu að utan beint inn í tölvukassann :8)
Já og blása kannski rakanum inn í leiðinni? :lol:
..BOOM! Annars eru leiðir til að "blocka" raka, en stöðvar erfiðlega óvænta íslenska rigningu. :lol:
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P

Póstur af Danni V8 »

Láta barkann bara benda niður úti. Það er aldrei nógu mikill sogkraftur á svona viftu til að ná að sjúga inn eitthvað hættulega mikið magn af raka.
Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P

Póstur af DoofuZ »

oskarom skrifaði:spurning hvort það myndi minka hávaða ef þú hefur svampinn allan hringinn.
Hávaða? Hvaða hávaða? Heyri ekki boffs í þessu! :) Annars aldeilis sniðugar hugmyndir hjá ykkur öllum, að hafa barka gæti svosem verið sniðugt að einhverju leyti en ég myndi samt ekki ganga það langt að hafa einn svoleiðis að tölvunni, þessi tölva sem er þarna rétt hjá glugganum (á gólfinu reyndar en samt við ofninn sem er beint undir glugganum) er bara gömul vél sem ég er mest að nota í eitthvað smáfikt. Er aðallega að nota hana í bruteforcetest þessa dagana 8-[ en hún verður seint notuð í einhverja þunga leikjaspilun þó hún sé ágæt í svoleiðis þar sem aðaltölvan mín sér alfarið um það og sú tölva er lengst til hægri á gólfinu á meðan þessi gamla er vinstra megin þar sem glugginn er.

Það er nokkuð góð hugmynd annars að setja eitthvað fangrill á þetta en ég vil samt helst hafa einhverja síu eða eitthvað sem gæti safnað öllum óhreinindunum saman svo hvorki viftan né skrifborðið verði skítugt. Get ég ekki bara keypt einhverja venjulega ryksíu í næstu tölvubúð og notað eitthvað svoleiðis?

Hvort er svo betra að láta viftuna soga loft inn eða blása út?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P

Póstur af chaplin »

DoofuZ skrifaði:
Hvort er svo betra að láta viftuna soga loft inn eða blása út?
Inn = Miklu kaldari búnaður
Út = Kaldari búnaður, líklegast, þó örugglega ekki mjög mikið..
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

hauksinick
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Fim 11. Sep 2008 14:33
Staðsetning: Í nafla alheimsins
Staða: Ótengdur

Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P

Póstur af hauksinick »

Hvort er svo betra að láta viftuna soga loft inn eða blása út?
held það virki voða lítið að vera eh að reyna að blása lofti út af einhverju ráði.Þarftu ekki aaðeins öflugri viftu til þess ?
Mercedes er magnað tól
Mergjuð er ásýnd líka
Það eru bara forhert fól
Sem fíla þá ekki slíka
Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2257
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Staðsetning: 109 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P

Póstur af Gunnar »

http://kisildalur.is/?p=2&id=1111" onclick="window.open(this.href);return false;
Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3298
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Staða: Ótengdur

Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P

Póstur af mercury »

eina vitið að reyna að finna ónýta rafsuðuvél og taka úr henni viftuna. það eru græjur sem blása :o
i9 10900k - asus maximus formula - RTX 3090 asus rog strix oc - TridentZ 32gb ddr4 4000 cl17 - 2tb 970 evo plus - phanteks enthoo 719 - be quiet dp 1200w - Full custom loop 2x360 2x480 2xd5 - Samsung odyssey G7
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P

Póstur af DoofuZ »

Djö, var einmitt í 'dalnum í dag en datt þetta ekki í hug #-o Var samt búinn að skoða allt hjá þeim áður en ég mætti, geri það alltaf þegar ég þarf að kaupa eitthvað til að sjá hvort það sé eitthvað annað sniðugt sem ég get keypt í leiðinni ;) Geri það bara næst þegar ég er á svæðinu.
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Svara