Fartölvur sem drepa á sér

Svara

Höfundur
Mr. FourEyes
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 07. Feb 2007 14:08
Staða: Ótengdur

Fartölvur sem drepa á sér

Póstur af Mr. FourEyes »

Góðan dag.

Ég vona að ég sé að setja þetta í réttan flokk. Ef ekki, megiði endilega benda mér á þann rétta.

Ég er með tvær fartölvur sem fjölskyldumeðlimir báðu mig um að fara yfir. Önnur er Dell sem er ca. frá 2005-2006 og hin er Lenovo sem er ca. 2 ára gömul.

Báðar hafa verið í talsverðri notkun og eiga það sameiginlegt að drepa á sér viðstöðulaust. Ekkert við neitt sérstakt. Aðallega samt þegar þær eru í sambandi við rafmagn (eru sárasjaldan EKKI tengdar við rafmagn - þ.e. léleg rafhlaða) og ekkert endilega bara þegar þær eru í mikilli vinnslu.

Önnur slekkur m.a. stundum á sér stuttu eftir að hún kveikir á sér (þ.e. köld og ekki búin að starta neinum forritum).

Einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að?

Ég ætlaði mér að byrja á því að endurræsa stýrkerfið (datt í hug vírus sem væri að reyna of mikið á vélarnar) og svo að hreinsa vifturnar. En ég er svo lítið inní tæknimálunum sem slíkum að mér dettur ekkert í hug hvað gæti verið að nema þetta tvennt (og já power supply).

Cascade
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur sem drepa á sér

Póstur af Cascade »

Prufaðu að starta tölvunni af live CD, t.d. ubuntu

Þá geturu athugað hvort þetta sé software eða hardware vandamál
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur sem drepa á sér

Póstur af KermitTheFrog »

Sennilega ofhitnun. Monitoraðu hitann með einhverju forriti.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur sem drepa á sér

Póstur af AntiTrust »

Algengasta orsök þess að fartölva drepur á sér er ofhitnun. Oft kemur líka fyrir að vifta bilar og þá drepur tölva á sér ítrekað í ræsingu, þrátt fyrir að vera köld.

Testaðu og stress testaðu allan vélbúnað á báðum vélum.

Svo er spurning um að ath. minidump folder-ið og sjá hvort að þær séu að koma með silent BSOD áður en þær fara niður.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Svara