Er svona að skoða það að uppfæra skjákortið hjá mér og er ekki viss hvað ég á að fara í, eða hvort að það borgi sig nokkuð að uppfæra fyrr en að ég uppfæri allt í tölvunni. Hafði hugsað mér að halda mig í nVidia en svo sem get alveg skoðað ATI. Budgetið væri svona 20-30 þús. Þarf ég kannski að fara ofar ef að ég ætla að sjá mikinn mun frá 8800GT ?
Er þokkalega öflugur að finna það sem ég þarf á google en er ekki að ná að finna eitthvað almennilegt í sambandi við þetta.
PSU: OCZ 700W StealthXStream Power Supply
Móðurborð: MSI K9N SLI Platinum
Örgjörvi: Athlon 64 X2 Dual 6000+
Örgjafavifta: Zalmann CZ X 9500AM
Vinnsluminni: Corsair 4x1 GB DDR2 800mhz
Skjákort: MSI 8800GT
HDD: Nenni ekki að telja það upp

Öll ráð vel þegin...Takk