Í raun er hann að segja að hann verði að ritskoða spjallið þar sem hann vinnur hjá epli.is og þeir þola ekki gagnrýni. Hann lendir því á milli steins og sleggju. Ég er viss um að það verða fáir sem þola svona breytingu.bjöggi skrifaði:Frá og með í dag verða gerðar breytingar á skilmálum sem taka gildi nú þegar.
Ég vil að þið lesið eftirfarandi yfir (jafnvel nokkrum sinnum) og gefið allan ykkar skilning á því sem ég hef að segja.
Eins og flest ykkar vita þá hef ég unnið hjá umboðsaðila Apple á Íslandi frá því í byrjun september 2006. Eftir að ég hóf störf þar hefur mér þótt fremur erfitt og oft óþægilegt að reka þessa vefsíðu sem óháða síðu, því alltaf á einhverjum tímapunkti krossast vegirnir og þá er ég í mjög erfiðri stöðu gagnvart sjálfum mér og vinnustað. Ég tel mig hafa tæklað þetta nokkuð vel til þessa en nú er einfaldlega komin upp sú staða í mínu lífi að einhvers staðar verð ég að draga línuna.
Ég hef tekið þá persónulega ákvörðun að Maclantic haldi áfram sinni starfsemi eins og áður nema með nokkrum breytingum.
Ákvörðun mín gagnvart breytingum er sú að ég mun héðan í frá ekki að leyfa umræður (nema þær séu málefnalegar að mínu mati) sem tengjast vinnustað mínum.
Þessi ákvörðun hefur verið mér mjög svo erfið síðastliðin ár og hef ég frestað henni lengi, eða til dagsins í dag.
Ykkur er frjálst að ræða um allt sem tengist Mac OS X, iPod, iPhone, menningarleg atriði (matur, tónlist osfrv.), enda var það tilgangurinn frá því að ég stofnaði Maclantic. En ég einfaldlega lýð það ekki að horfa upp á umræður sem koma mér í bága stöðu í mínu persónulega lífi og angra mig daginn inn og út.
Þessari ákvörðun minni verður hvorki haggað né breytt á meðan ég vinn þar.
Byggjum anda Maclantic á uppbyggjandi umræðum og með jákvæðni - ekki veitir af á tímum sem þessum.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að margir munu hætta að stunda vefinn vegna þessara breytinga, og hef ég fullan skilning á því.
Með von um skilning og gleðileg eplajól,
Björgvin Björgvinsson
Stofnandi og vefstjóri Maclantic.is
vefstjori@maclantic.is
PS.
Ég vil ítreka að ég tók þessa ákvörðun sjálfur og að enginn annar eða þriðji aðili kom nálægt því, svo það sé á hreinu. Ég nefni þetta vegna þess að ef ég þekki suma rétt hér þá væri ekkert ólíklegt að þeir munu halda því fram að ákvörðunin komi frá öðrum aðila - það er einfaldlega rangt að halda því fram eða hafa aðrar getgátur.
Núna getum við gert tvennt, stofnað alvöru MAC flokka hérna og boðið þeim yfir sem þola ekki ritskoðun eða gert nýtt dedicated spjall fyrir mac nuttara og það væri þá svona : mac.vaktin.is eða macspjall.vaktin.is
Hvað finnst ykkur? Kíla á breytingar?