Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af GuðjónR »

bjöggi skrifaði:Frá og með í dag verða gerðar breytingar á skilmálum sem taka gildi nú þegar.

Ég vil að þið lesið eftirfarandi yfir (jafnvel nokkrum sinnum) og gefið allan ykkar skilning á því sem ég hef að segja.

Eins og flest ykkar vita þá hef ég unnið hjá umboðsaðila Apple á Íslandi frá því í byrjun september 2006. Eftir að ég hóf störf þar hefur mér þótt fremur erfitt og oft óþægilegt að reka þessa vefsíðu sem óháða síðu, því alltaf á einhverjum tímapunkti krossast vegirnir og þá er ég í mjög erfiðri stöðu gagnvart sjálfum mér og vinnustað. Ég tel mig hafa tæklað þetta nokkuð vel til þessa en nú er einfaldlega komin upp sú staða í mínu lífi að einhvers staðar verð ég að draga línuna.

Ég hef tekið þá persónulega ákvörðun að Maclantic haldi áfram sinni starfsemi eins og áður nema með nokkrum breytingum.

Ákvörðun mín gagnvart breytingum er sú að ég mun héðan í frá ekki að leyfa umræður (nema þær séu málefnalegar að mínu mati) sem tengjast vinnustað mínum.

Þessi ákvörðun hefur verið mér mjög svo erfið síðastliðin ár og hef ég frestað henni lengi, eða til dagsins í dag.

Ykkur er frjálst að ræða um allt sem tengist Mac OS X, iPod, iPhone, menningarleg atriði (matur, tónlist osfrv.), enda var það tilgangurinn frá því að ég stofnaði Maclantic. En ég einfaldlega lýð það ekki að horfa upp á umræður sem koma mér í bága stöðu í mínu persónulega lífi og angra mig daginn inn og út.

Þessari ákvörðun minni verður hvorki haggað né breytt á meðan ég vinn þar.

Byggjum anda Maclantic á uppbyggjandi umræðum og með jákvæðni - ekki veitir af á tímum sem þessum.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að margir munu hætta að stunda vefinn vegna þessara breytinga, og hef ég fullan skilning á því.


Með von um skilning og gleðileg eplajól,

Björgvin Björgvinsson
Stofnandi og vefstjóri Maclantic.is
vefstjori@maclantic.is

PS.
Ég vil ítreka að ég tók þessa ákvörðun sjálfur og að enginn annar eða þriðji aðili kom nálægt því, svo það sé á hreinu. Ég nefni þetta vegna þess að ef ég þekki suma rétt hér þá væri ekkert ólíklegt að þeir munu halda því fram að ákvörðunin komi frá öðrum aðila - það er einfaldlega rangt að halda því fram eða hafa aðrar getgátur.
Í raun er hann að segja að hann verði að ritskoða spjallið þar sem hann vinnur hjá epli.is og þeir þola ekki gagnrýni. Hann lendir því á milli steins og sleggju. Ég er viss um að það verða fáir sem þola svona breytingu.
Núna getum við gert tvennt, stofnað alvöru MAC flokka hérna og boðið þeim yfir sem þola ekki ritskoðun eða gert nýtt dedicated spjall fyrir mac nuttara og það væri þá svona : mac.vaktin.is eða macspjall.vaktin.is
Hvað finnst ykkur? Kíla á breytingar?
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af emmi »

Ertu að spyrja PC nuttarana hvort vaktin eigi að fara að setja upp Mac spjall? :lol:
Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af GullMoli »

Mér líst vel á þessa hugmynd.

Þetta yrði þá ekki sameinað núverndi vaktarspjallinu heldur stofnað nýtt sér fyrir þá, ekki satt? Þannig að það verða ekki blandaðir þræðir í "Virkar umræður".
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af GuðjónR »

emmi skrifaði:Ertu að spyrja PC nuttarana hvort vaktin eigi að fara að setja upp Mac spjall? :lol:
Gæti verið inní, eða on the side....
Ef þessi stefna verður til streytu þá er MacLantic búið að vera...þeir hentu út öllum póstunum frá buy.is
Vefurinn búinn að liggja niðri í tvo daga...og opnar með þessum yfrlýsingum....alveg ótrúlegt.

Núna vanta mig sjálfboða lita til að setja upp nýtt spjall á mac.vaktin.is
Og þar verða engar ritskoðanir, fólki verður frjálst að tjá sig þar sem og hér.

Einhver php sérfræðingur sem getur aðstoðað?
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af emmi »

Já þetta er lame, en ég skil hvaða aðstöðu Björgvin er í samt. Best væri að hann hætti bara afskiptum og léti aðra í stjórn. Fólk fer bara annað annars.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af GuðjónR »

emmi skrifaði:Já þetta er lame, en ég skil hvaða aðstöðu Björgvin er í samt. Best væri að hann hætti bara afskiptum og léti aðra í stjórn. Fólk fer bara annað annars.
True...ég hefði alveg verið til í að kaupa þetta af honum...
En fyrst svona er að fara þá er bara að nota tækifærið og nota nafn vaktarinnar og stækka.
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af emmi »

Ertu búinn að gera honum tilboð? Ég efast um að þú fáir harðkjarnann af Maclantic hingað.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af GuðjónR »

emmi skrifaði:Ertu búinn að gera honum tilboð? Ég efast um að þú fáir harðkjarnann af Maclantic hingað.
Þegar skrifum þeirra verður eytt hægri og vinstri? Má ekki minnast á epli.is má ekki tala um samkeppni...hvað ætla þeir að tala um þarna?
p.s. búinn að senda Bjögga póst og spyrja hvort hann hafi áhuga á að selja.
Skjámynd

Hj0llz
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Fös 25. Sep 2009 19:01
Staðsetning: Glued To My Chair!
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af Hj0llz »

Styð þetta algjörlega þó að ég hafi aldrei átt makka og sé ekki fram á það að fá mér makka....

þetta er jú tölvuspjallborð og Mac eru tölvur :)

en það er mitt álið.
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af emmi »

Mun skynsamlegra að reyna að kaupa vefinn, ef hann vill selja hann þ.a.e.s. Meirihlutinn af fólkinu þarna er ekki þar til að níðast og rífast um einhver verð eða okur. Ef þú ætlar virkilega að fá eitthvað Mac fólk sem vit er í hingað yfir þá mæli ég með að þú reynir að næla í einhverja powerusera af Maclantic til að stjórna þessu spjalli.

coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af coldcut »

emmi skrifaði:Mun skynsamlegra að reyna að kaupa vefinn, ef hann vill selja hann þ.a.e.s. Meirihlutinn af fólkinu þarna er ekki þar til að níðast og rífast um einhver verð eða okur. Ef þú ætlar virkilega að fá eitthvað Mac fólk sem vit er í hingað yfir þá mæli ég með að þú reynir að næla í einhverja powerusera af Maclantic til að stjórna þessu spjalli.
Tek undir þetta með userana. Annars ert þú nú orðinn Macari skilst mér þannig að þú værir tilvalinn;)

En góð hugmynd hjá mér Guðjón =D>
Last edited by coldcut on Fim 17. Des 2009 23:04, edited 3 times in total.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af GuðjónR »

emmi skrifaði:Mun skynsamlegra að reyna að kaupa vefinn.
Sammála, ég reyndi Bjöggi sagði þvert Nei.
Þannig að næsta mál á dagskrá er að byggja nýjan öflugan mac spjallvef - óritskoðaðan.

MrT
has spoken...
Póstar: 171
Skráði sig: Fim 05. Nóv 2009 21:26
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af MrT »

Allvega þá að hafa alveg sér borð fyrir þá (ekki bara flokk/flokka á þessum borðum). Það drifta alltaf einhverjir út fyrir þann stað sem þeir ætluðu sér að halda sér við og ekki myndi ég vilja sjá "fáðu þér heldur makka" við hverjum sem biður um ráðgjöf við að setja saman tölvu, eða eitthvað svipað í söluþráðunum.
Annars má bara hakka alla makka, setja þá í pakka og shippa þeim til Frakka, for all I care. :P

gisli ht
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Þri 28. Ágú 2007 09:55
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af gisli ht »

Guðjón

Snilldar framtak, ég er ekki sá virkasti en ég var með þeim fyrstu sem skráðu sig á sínum tíma.

Frá nánast fyrsta degi tók ég strax eftir því að ritskoðun átti það til að skjóta upp kollinum, frekar fúlt [-X

Ég hef enga trúa á öðru en að alvöru makkar komi yfir, það er ekki hægt að skipta alltaf um borð. ( i.e fyrst gamla apple.is svo icemuc og svo maclanctic... )

Eitt veit ég að útlitið á maclantic spjallborðinu er mjög þægilegt og er það stór plús, en tildæmis var ritskoðað avatar-ana og undirskriftir í svipuðu fari.

en samt peace out og hlakka ég til að sjá þetta vaxa.

p.s í swing both ways :)

kv gísli h
Last edited by gisli ht on Fim 17. Des 2009 23:08, edited 1 time in total.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af GuðjónR »

MrT skrifaði:Allvega þá að hafa alveg sér borð fyrir þá
Ég hafði hugsað mér nýtt spjall frá grunni....mac.vaktin.is
Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af Glazier »

ATH! Þetta er bara pæling út í loftið en gæti þó eitthvað verið til í þessu.

Getur verið að hluti ástæðunnar fyrir þessu sem hann segir þarna sé sú að þeir sendu um daginn bréf á buy.is þar sem þeim var hótað málssókn ef þeir hættu ekki sölu apple vara innan 10 daga og eftir að þetta bréf var birt hérna á vaktinni fór af stað mikil umræða og þá var talað mikið niður til apple á íslandi (þar sem hann vinnur) og það hafi verið gerðir þræðir um þetta á maclantic og hann hafi ekki viljað hafa þessa umræðu þar og bannar hana þá allveg ?

-Bara pæing.. :D
Tölvan mín er ekki lengur töff.

coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af coldcut »

Glazier skrifaði:ATH! Þetta er bara pæling út í loftið en gæti þó eitthvað verið til í þessu.

Getur verið að hluti ástæðunnar fyrir þessu sem hann segir þarna sé sú að þeir sendu um daginn bréf á buy.is þar sem þeim var hótað málssókn ef þeir hættu ekki sölu apple vara innan 10 daga og eftir að þetta bréf var birt hérna á vaktinni fór af stað mikil umræða og þá var talað mikið niður til apple á íslandi (þar sem hann vinnur) og það hafi verið gerðir þræðir um þetta á maclantic og hann hafi ekki viljað hafa þessa umræðu þar og bannar hana þá allveg ?

-Bara pæing.. :D
nei það var verið að kvarta yfir hvað hurðin inní Apple búðina er stór...
Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af Glazier »

coldcut skrifaði:
Glazier skrifaði:ATH! Þetta er bara pæling út í loftið en gæti þó eitthvað verið til í þessu.

Getur verið að hluti ástæðunnar fyrir þessu sem hann segir þarna sé sú að þeir sendu um daginn bréf á buy.is þar sem þeim var hótað málssókn ef þeir hættu ekki sölu apple vara innan 10 daga og eftir að þetta bréf var birt hérna á vaktinni fór af stað mikil umræða og þá var talað mikið niður til apple á íslandi (þar sem hann vinnur) og það hafi verið gerðir þræðir um þetta á maclantic og hann hafi ekki viljað hafa þessa umræðu þar og bannar hana þá allveg ?

-Bara pæing.. :D
nei það var verið að kvarta yfir hvað hurðin inní Apple búðina er stór...
Hahah, hverju kvartar fólk ekki yfir.. 8-[
Tölvan mín er ekki lengur töff.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af Sallarólegur »

Mér líst mjög vel á þessa hugmynd Guðjón, finnst Vaktin alltaf hafa staðin fyrir sínu með opinni umræðu og held að Mac fólk muni taka vel í þetta.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af SolidFeather »

Þeir geta bara húkið hér: http://spjall.vaktin.is/viewforum.php?f=17" onclick="window.open(this.href);return false;

kv. fýlupúkinn

Arkidas
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Fös 04. Feb 2005 23:03
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af Arkidas »

Síðan hvenær var öllum spjallborðunum þarna lokað? Maður gat alltaf lesið innlegg án þess að vera skráður en nú kemst ég ekkert nema á forsíðuna og spjallborðaindexið. Hann missir alla leitarvélaumferð. Ég hef oft komið inn á síðuna gegnum söluþræði sem hafa komið upp í Google.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af GuðjónR »

Arkidas skrifaði:Síðan hvenær var öllum spjallborðunum þarna lokað? Maður gat alltaf lesið innlegg án þess að vera skráður en nú kemst ég ekkert nema á forsíðuna og spjallborðaindexið. Hann missir alla leitarvélaumferð. Ég hef oft komið inn á síðuna gegnum söluþræði sem hafa komið upp í Google.
Það er verið að breyta þessu í svona "hallelúja" klúbb.
Mátt alls ekki tala ílla um apple umboðið.
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af emmi »

Hehe. Mac heimurinn er hálfgerð elíta og það má ekki tala ílla um Steve Jobs. :)
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af dori »

Þetta er frábær hugmynd. Ég væri alveg til í að hjálpa til við að setja þetta upp ef það vantar hjálp.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Yfirlýsing frá eiganda MacLantic

Póstur af GuðjónR »

dori skrifaði:Þetta er frábær hugmynd. Ég væri alveg til í að hjálpa til við að setja þetta upp ef það vantar hjálp.
Skjóttu þá einkapósti á depil og kannski getur hann nýtt krafta þína.
En hann er búinn að vera sveittur síðan í gærkvöldi að græja nýtt spjall.
Svara