Ég var að kaupa svona Tacens kassaviftur, eina 80mm og aðra 120mm, og ég er að reyna að festa stærri viftuna en gengur svoldið illa með það Það fylgdu skrúfur með og svona svört hringlaga gúmmístykki með einhverju þunnu pappastykki og ég reyndi að skrúfa eina skrúfuna í viftuna en þegar ég fór að herða þá beygðist þetta svarta, sem ég setti s.s. á skrúfuna milli skrúfuhaussins og kassans, og svo datt það utanaf skrúfunni Þið sem eruð með svona viftu, hvernig nákvæmlega festi ég viftuna? Og hvar set ég gúmmíið, milli skrúfuhaussins og kassans?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Gúmmíið á að vera á milli kassans og viftunnar, þetta er til þess að koma í veg fyrir aukinn hávaða frá viftunni þegar hún titrar vegna mikils snúnings.
Ef þú ert með síma sem víbrar á t.d. borði þá heyrist frekar mikill hávaði, en ef að þú setur þunnt gúmmílag á milli símans og borðins þá heyrist mun minni hávaði
EDIT: Ekki skrúfa of fast, þá beyglast bara umgjörðin um viftuna.
EDIT2: Svona ef þetta skyldi vera óljóst xD .. þetta gúmmi, þú veist að þú átt að taka plastið af því og þá kemur í ljós lím á þvi. Festir það þannig bara á viftuna áður en þú setur hana í kassann.
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"