Álit á fartölvu.

Svara

Höfundur
GTi
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
Staða: Ótengdur

Álit á fartölvu.

Póstur af GTi »

Er að fara í skóla og vantar fartölvu. Ég sækist fyrst og fremst eftir áreiðanleika, góðri þjónustu og a.m.k. 3 ára ábyrgð. Ég fékk mér IBM heimilistölvu frá Nýherja fyrir rúmlega 6 eða 7 árum og hún gengur ennþá eins og klukka og hefur aldrei klikkað. Mér líst því mjög vel á IBM.

Miðað við stöðu krónunnar, er þessi fartölva þá ekki þokkaleg fyrir peninginn. Ef einhver hefur aðrar hugmyndir af góðum/betri kaupum. Endilega sendið svar hingað.
  • Thinkpad SL500
  • Örgjörvi: Intel Core 2 duo T6570 (2,1GHz) m. 2 kjörnum
  • Flýtiminni: 2MB
  • Gagnabraut: 800MHz
  • Kubbasett: Intel GM45
  • Minni: 2GB 667MHz DDR2 minni (4GB mest),
  • Skjár: 15,4" TFT breiðtjaldsskjár m. innb. myndavél
  • Upplausn: 1280x800 punkta
  • Skjákort. Intel Media accelerator X4500, allt að 256MB. 2x hraðvirkara en fyrri kort.
  • Hámarks upplausn út: VGA: 2048x1536, HDMI: 1920x1080
  • Diskur: 250GB 5400sn. m. APS vörn
  • Mótald: innbyggt
  • Netkort: 10/1000 Ethernetkort,
  • Þráðlaust kort: Intel 5100 802.11 a / g / n, Bluetooth
  • Drif: DVD-RW Multiburner (ekki hægt að fjarlægja)
  • Rafhlaða: LiIon high capacity rafhlaða (6 sellu) m. allt að 4,00 klst hleðslu
  • Tengi: 4x USB 2.0, VGA, HDMI, Firewire
  • Kortaraufar: ExpressCard
  • Kortalesari: 7-1 (MMC, Memory Stick, Mem Stick PRO#, SD, SDHC, XD, XD Type H)
  • Lyklaborð: 6 raða, Windows hnappur, vökvaþolið
  • Mús: UltraNav mýs; Trackpoint IV 4 hnappa pinnamús og snertimús - forritanleg
  • Ábyrgð: 3 ára á vinnu og varahlutum, árs ábyrgð á rafhlöðu
  • Byggingarefni: ABS, svart gljáandi lok
  • Stærð: 358 x 260mm x 37#39mm, þyngd frá 2,9kg
  • Stýrikerfi: Windows Vista business leyfi, XP Pro uppsett.

    ThinkVantage hugbúnaður:
  • Rescue and Recovery afritun og enduruppsetning tölvunnar
  • Access connection - stýrir netaðgangi og uppsetningu
  • Power manager - orkusparnaður stilltur á einfaldan hátt
  • Presentation manager - mjög þægilegur hugbúnaður til þess að tengjast skjám ofl.
  • ath. ThinkPad SL getur ekki tengst tengikví, verður að nota USB lausnir.

    199.900 kr. m/vsk.

Takk fyrir. :)
Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Álit á fartölvu.

Póstur af Glazier »

Ekkert eitthvað ofur fyrir peninginn held ég
Þessi er ódýrari, með meira vinnsluminni, betra skjákort og jafn stórann harðann disk
http://kisildalur.is/?p=2&id=858" onclick="window.open(this.href);return false;

Svo ég tæki frekar þessa hjá kísildal held ég ;)
Tölvan mín er ekki lengur töff.

Höfundur
GTi
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
Staða: Ótengdur

Re: Álit á fartölvu.

Póstur af GTi »

Takk fyrir ábendinguna. En mín reynsla og ættingja minna af Toshiba er sú að Toshiba er ónothæf. :lol:
Gæti verið að við höfum verið mjög óheppin en ég vil fyrst og fremst áreiðanlega tölvu frá áreiðanlegum söluaðila. Þekki Kísildal ekki og er því ekki að draga úr áreiðanleika þeirra.
Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Álit á fartölvu.

Póstur af Glazier »

GTi skrifaði:Takk fyrir ábendinguna. En mín reynsla og ættingja minna af Toshiba er sú að Toshiba er ónothæf. :lol:
Gæti verið að við höfum verið mjög óheppin en ég vil fyrst og fremst áreiðanlega tölvu frá áreiðanlegum söluaðila. Þekki Kísildal ekki og er því ekki að draga úr áreiðanleika þeirra.
Ef þú efast um þá, þá geturu spurt á spjallinu og ég get lofað þér því að svörin eru ekki neikvæð :)
Ég hef verslað við þá og þetta er ekkert nema góð þjónusta ;)
Tölvan mín er ekki lengur töff.

Höfundur
GTi
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
Staða: Ótengdur

Re: Álit á fartölvu.

Póstur af GTi »

Glazier skrifaði:
GTi skrifaði:Takk fyrir ábendinguna. En mín reynsla og ættingja minna af Toshiba er sú að Toshiba er ónothæf. :lol:
Gæti verið að við höfum verið mjög óheppin en ég vil fyrst og fremst áreiðanlega tölvu frá áreiðanlegum söluaðila. Þekki Kísildal ekki og er því ekki að draga úr áreiðanleika þeirra.
Ef þú efast um þá, þá geturu spurt á spjallinu og ég get lofað þér því að svörin eru ekki neikvæð :)
Ég hef verslað við þá og þetta er ekkert nema góð þjónusta ;)
Ég efast enganvegin um Kísildal. Hélt að það væri hægt að skilja svar mitt þannig. En ég efast hinsvegar um Toshiba. :)

SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Staða: Ótengdur

Re: Álit á fartölvu.

Póstur af SteiniP »

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 8d12c82e4f" onclick="window.open(this.href);return false;
meira fyrir minni pening imo
Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Álit á fartölvu.

Póstur af Glazier »

SteiniP skrifaði:http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 8d12c82e4f
meira fyrir minni pening imo
Er ég sá eini sem finnst mér vera búinn að lesa mjög oft á spjallinu að Acer tölvurnar sé alls ekki að gera sig ?
Tölvan mín er ekki lengur töff.

Höfundur
GTi
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
Staða: Ótengdur

Re: Álit á fartölvu.

Póstur af GTi »

Glazier skrifaði:
SteiniP skrifaði:http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 8d12c82e4f
meira fyrir minni pening imo
Er ég sá eini sem finnst mér vera búinn að lesa mjög oft á spjallinu að Acer tölvurnar sé alls ekki að gera sig ?
SteiniP. Takk fyrir ábendinguna. Þessi tölva hefur mjög góða specca og lítur glæsilega samkvæmt þeim.

Glazier. Man nú ekkert sérstaklega eftir því hérna á spjallinu. En einhvernveginn hef ég lítið traust til þessa merkis. Þekki nokkra sem hafa farið illa útúr þessu merki en ég þekki einn sem á tvær Aces tölvur og þær hafa aldrei klikkað. (Báðar rúmlega 2 ára)

Svo sýnist mér heldur ekki vera 3 ára ábyrgð. Ég met það mjög mikils að hafa eitt ár lengur í ábyrgð. Þó svo tölvan kosti svolítið meira.

*Bætt við*
Hvaða fyrirtæki eru það sem bjóða uppá 3gja ára ábyrgð? (í einhverjum tilfellum)

SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Staða: Ótengdur

Re: Álit á fartölvu.

Póstur af SteiniP »

EJS eru með 3 ára ábyrgð á dell tölvum, en þær eru rándýrar í þokkabót...
En án þess að ég viti það þá getur verið möguleiki að borga aðeins meira í einhverjum verslunum og fá lengri ábyrgð eða einhversskonar tryggingu.

dadik
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 345
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Staðsetning: Reykjavik
Staða: Ótengdur

Re: Álit á fartölvu.

Póstur af dadik »

Ef þú biður um álit á fartölvu hérna þá færðu yfirleitt mjög fyrirsjáanleg svör. Yfirleitt er nýjasta budget dótið sem er flutt inn þann daginn talið best þar sem það er með bestu speccana - þetta eru nöfn á borð við Medion, Acer, Pacard-Bell og núna er budget línan frá Toshiba komin í þennan hóp. Það er reyndar skemmtilegt að skoða matið sem er lagt til grundvallar á ferðavélum annarsvegar vs. borðtölvur hinsvegar. Í borðtölvunum snýst umræðan iðuglega um gæði íhlutanna meðan umræðan um ferðavélarnar snýst nánast eingöngu um verð.

En bestu speccarnir eru ekki endilega það sem skiptir mestu máli. Flest alvöru fyrirtæki hafa t.d. áttað sig á því að það borgar sig ekki alltaf að kaupa það ódýrasta. Í þessum bransa gildir nefnilega sú regla að þú færð það sem þú borgar fyrir. Ódýrar tölvur eiga það til að bila meira en þær sem eru dýrari. Biluð tölva veldur því að starfsmaðurinn skilar ekki fullum afköstum sem skilar sér í lægri tekjum. Þess vegna eru fyrirtæki yfirleitt tilbúin að borga meira fyrir tölvur sem bila minna. Þetta er líka ástæðan fyrir því af hverju fyrirtæki taka backup - fyrir þau getur þetta verið spurning um líf eða dauða samanborði við heimanotandann þar sem hrun á heimilistölvunni skilar sér oftast í svekkelsi og litlu öðru.

Þannig að ef þú ætlar að fá þér tölvu sem á að duga þér vandræðalaust gegnum skólann myndi ég skoða ThinkPad. Þú getur örugglega fundið vél með betri speccum á pappírnum en hjá þessari tilteknu vél en ThinkPad hefur gegnum tíðina verið með því albesta sem þú færð í fartölvugeiranum. Reyndar voru fluttar inn R-vélar fyrir nokkrum árum sem reyndust illa - enda voru það meiri heimilsvélar en eitthvað annað. Nýherji hefur líka veitt ágætis þjónustu svo best sem ég veit.

Þú skal líka skoða hvað HP og Dell hafa upp á að bjóða. Þetta eru merki sem hafa reynst vel og eru með alvöru þjónustuaðila á bakvið sig. Ég get t.d. alveg hiklaust mælt með þjónustunni hjá Opnum Kerfum. Passaðu þig samt á budget línunum frá þessum aðilum - þær geta verið drasl eins og budget línurnar eru oftast.
ps5 ¦ zephyrus G14
Skjámynd

Victordp
vélbúnaðarpervert
Póstar: 941
Skráði sig: Mán 06. Apr 2009 00:15
Staðsetning: Vesturbær
Staða: Ótengdur

Re: Álit á fartölvu.

Póstur af Victordp »

http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=20254" onclick="window.open(this.href);return false;
=D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D>
|Macbook Air 2013|
|NZXT H440W|ASUS P8Z68-V/GEN3|Intel i5 2500k|MSI 560TI Twin Frozr III|16GB Corsair Vengence DDR3 1600mhz|EVGA 750W Modular|
! VERSLA EKKI VIÐ TÖLVUVIRKNI !

Höfundur
GTi
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
Staða: Ótengdur

Re: Álit á fartölvu.

Póstur af GTi »

Þakka þér fyrir svarið Dadik.
Þetta er einmitt það sem ég er að reyna varast. Ódýrt dót sem er svo ekkert nema tölur á blaði eftir alltsaman.

Skoðaði úrvalið hjá Opnum Kerfum og fann þar eina.
  • HP Compaq 6530b
  • Örgjörvi: Intel Core 2 Duo P8600,
  • (2.40-GHz, 1066-MHz FSB, 3-MB L2 cache)
  • Skjár: 14,1" WXGA 1280x800, breiðtjaldsskjár
  • Minni: 2GB DDR2 (max 8GB ef notað er 64bit stýrikerfi)
  • Harður Diskur: 160GB SATA 5400rpm
  • Drif: LightScribe DVD+/-RW (DVD skrifari) SuperMulti DL
  • Skjákort: Mobile Intel© Graphics Media Accelerator 4500MHD
  • Netkort: Broadcome NetLink Gigabit Network (10/100/1000)
  • Þráðlaust netkort: 802.11 a/b/g/n WLAN
  • Bluetooth 2.0+
  • Fingrafaralesari
  • Mótald: 56K mótald
  • Tengi: 4 USB 2.0, VGA, tengi f. hljóðnema og heyrnartól, Firewire (1394a), RJ-11
  • RJ-45, S-Video TV out, Tengi fyrir ferðarafhlöðu, 1 type I/II PCCARD tengi,
  • ExpressCard/54 tengi (styður einnig ExpressCard/32) og Media Card Reader lesari
  • Rafhlaða: 6-Cell 55Whr Lithium-Ion rafhlaða, Fast Charge
  • Rafhlöðuending: Allt að 6 klst. og 15 mín.
  • Mús/lyklaborð: Touchpad með scroll zone og íslenskt lyklaborð
  • Stýrikerfi: Microsoft Windows Vista Business 32
  • Þyngd: 2.41 kg
  • Ummál: 24,3 x 33,5 x 3,3 cm
  • Ábyrgð: 3ja ára alþjóðleg HP ábyrgð
  • HP ProtectTools
  • TPM Öryggiskubbur
  • HP Disk Sanitizer
  • HP 3D DriveGuard
  • Enhanced Pr-Boot Security
  • TPM Enhanced DriveLock
  • 209.900 kr. kr. m/vsk
Hvernig mynduð þið segja þessa vera í samanburði við ThinkPad vélina?
Svara