Er að fara í skóla og vantar fartölvu. Ég sækist fyrst og fremst eftir áreiðanleika, góðri þjónustu og a.m.k. 3 ára ábyrgð. Ég fékk mér IBM heimilistölvu frá Nýherja fyrir rúmlega 6 eða 7 árum og hún gengur ennþá eins og klukka og hefur aldrei klikkað. Mér líst því mjög vel á IBM.
Miðað við stöðu krónunnar, er þessi fartölva þá ekki þokkaleg fyrir peninginn. Ef einhver hefur aðrar hugmyndir af góðum/betri kaupum. Endilega sendið svar hingað.
Thinkpad SL500
Örgjörvi: Intel Core 2 duo T6570 (2,1GHz) m. 2 kjörnum
Flýtiminni: 2MB
Gagnabraut: 800MHz
Kubbasett: Intel GM45
Minni: 2GB 667MHz DDR2 minni (4GB mest),
Skjár: 15,4" TFT breiðtjaldsskjár m. innb. myndavél
Upplausn: 1280x800 punkta
Skjákort. Intel Media accelerator X4500, allt að 256MB. 2x hraðvirkara en fyrri kort.
Ekkert eitthvað ofur fyrir peninginn held ég
Þessi er ódýrari, með meira vinnsluminni, betra skjákort og jafn stórann harðann disk http://kisildalur.is/?p=2&id=858" onclick="window.open(this.href);return false;
Takk fyrir ábendinguna. En mín reynsla og ættingja minna af Toshiba er sú að Toshiba er ónothæf.
Gæti verið að við höfum verið mjög óheppin en ég vil fyrst og fremst áreiðanlega tölvu frá áreiðanlegum söluaðila. Þekki Kísildal ekki og er því ekki að draga úr áreiðanleika þeirra.
GTi skrifaði:Takk fyrir ábendinguna. En mín reynsla og ættingja minna af Toshiba er sú að Toshiba er ónothæf.
Gæti verið að við höfum verið mjög óheppin en ég vil fyrst og fremst áreiðanlega tölvu frá áreiðanlegum söluaðila. Þekki Kísildal ekki og er því ekki að draga úr áreiðanleika þeirra.
Ef þú efast um þá, þá geturu spurt á spjallinu og ég get lofað þér því að svörin eru ekki neikvæð
Ég hef verslað við þá og þetta er ekkert nema góð þjónusta
GTi skrifaði:Takk fyrir ábendinguna. En mín reynsla og ættingja minna af Toshiba er sú að Toshiba er ónothæf.
Gæti verið að við höfum verið mjög óheppin en ég vil fyrst og fremst áreiðanlega tölvu frá áreiðanlegum söluaðila. Þekki Kísildal ekki og er því ekki að draga úr áreiðanleika þeirra.
Ef þú efast um þá, þá geturu spurt á spjallinu og ég get lofað þér því að svörin eru ekki neikvæð
Ég hef verslað við þá og þetta er ekkert nema góð þjónusta
Ég efast enganvegin um Kísildal. Hélt að það væri hægt að skilja svar mitt þannig. En ég efast hinsvegar um Toshiba.
Er ég sá eini sem finnst mér vera búinn að lesa mjög oft á spjallinu að Acer tölvurnar sé alls ekki að gera sig ?
SteiniP. Takk fyrir ábendinguna. Þessi tölva hefur mjög góða specca og lítur glæsilega samkvæmt þeim.
Glazier. Man nú ekkert sérstaklega eftir því hérna á spjallinu. En einhvernveginn hef ég lítið traust til þessa merkis. Þekki nokkra sem hafa farið illa útúr þessu merki en ég þekki einn sem á tvær Aces tölvur og þær hafa aldrei klikkað. (Báðar rúmlega 2 ára)
Svo sýnist mér heldur ekki vera 3 ára ábyrgð. Ég met það mjög mikils að hafa eitt ár lengur í ábyrgð. Þó svo tölvan kosti svolítið meira.
*Bætt við*
Hvaða fyrirtæki eru það sem bjóða uppá 3gja ára ábyrgð? (í einhverjum tilfellum)
EJS eru með 3 ára ábyrgð á dell tölvum, en þær eru rándýrar í þokkabót...
En án þess að ég viti það þá getur verið möguleiki að borga aðeins meira í einhverjum verslunum og fá lengri ábyrgð eða einhversskonar tryggingu.
Ef þú biður um álit á fartölvu hérna þá færðu yfirleitt mjög fyrirsjáanleg svör. Yfirleitt er nýjasta budget dótið sem er flutt inn þann daginn talið best þar sem það er með bestu speccana - þetta eru nöfn á borð við Medion, Acer, Pacard-Bell og núna er budget línan frá Toshiba komin í þennan hóp. Það er reyndar skemmtilegt að skoða matið sem er lagt til grundvallar á ferðavélum annarsvegar vs. borðtölvur hinsvegar. Í borðtölvunum snýst umræðan iðuglega um gæði íhlutanna meðan umræðan um ferðavélarnar snýst nánast eingöngu um verð.
En bestu speccarnir eru ekki endilega það sem skiptir mestu máli. Flest alvöru fyrirtæki hafa t.d. áttað sig á því að það borgar sig ekki alltaf að kaupa það ódýrasta. Í þessum bransa gildir nefnilega sú regla að þú færð það sem þú borgar fyrir. Ódýrar tölvur eiga það til að bila meira en þær sem eru dýrari. Biluð tölva veldur því að starfsmaðurinn skilar ekki fullum afköstum sem skilar sér í lægri tekjum. Þess vegna eru fyrirtæki yfirleitt tilbúin að borga meira fyrir tölvur sem bila minna. Þetta er líka ástæðan fyrir því af hverju fyrirtæki taka backup - fyrir þau getur þetta verið spurning um líf eða dauða samanborði við heimanotandann þar sem hrun á heimilistölvunni skilar sér oftast í svekkelsi og litlu öðru.
Þannig að ef þú ætlar að fá þér tölvu sem á að duga þér vandræðalaust gegnum skólann myndi ég skoða ThinkPad. Þú getur örugglega fundið vél með betri speccum á pappírnum en hjá þessari tilteknu vél en ThinkPad hefur gegnum tíðina verið með því albesta sem þú færð í fartölvugeiranum. Reyndar voru fluttar inn R-vélar fyrir nokkrum árum sem reyndust illa - enda voru það meiri heimilsvélar en eitthvað annað. Nýherji hefur líka veitt ágætis þjónustu svo best sem ég veit.
Þú skal líka skoða hvað HP og Dell hafa upp á að bjóða. Þetta eru merki sem hafa reynst vel og eru með alvöru þjónustuaðila á bakvið sig. Ég get t.d. alveg hiklaust mælt með þjónustunni hjá Opnum Kerfum. Passaðu þig samt á budget línunum frá þessum aðilum - þær geta verið drasl eins og budget línurnar eru oftast.