Vesen á Ljósleiðara ...

Svara

Höfundur
ArniHrafn
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Lau 07. Jún 2008 23:42
Staða: Ótengdur

Vesen á Ljósleiðara ...

Póstur af ArniHrafn »

Sælir vaktarar :D

ætlaði að posta vandamáli mínu hér til að tjékka hvort einhver af ykkur vissi hvað ég gæti gert við þessu.

Sko ég er nýbúinn að fá 30 mbita ljósleiðara tengdann heima hjá mér og ég bjóst við að hraðinn myndi hækka töluvert þar sem að ég var með crappy tengingu hjá símanum ...
Þegar ég downloada af t.d huga eða einhverri forrits síðu (nefni sem dæmi vlc, utorrent eða einhvað slíkt) þá fæ ég alltaf hraða uppá 4/mb á sekúndu :D og allt frábært með það
eeeeeen ... þegar ég er að niðurhala af einhverri torrentsíðu þá er allveg sama hversu margir eru að deila því, ég fæ ekki meiri hraða en 30/kbps sem ég er enganveginn sáttur við :(


ef ég tek speedtest á netinu þá sýna þau öll langt yfir 30 mb og mér finnst þá skrýtið að ég fái svona lítinn hraða í µtorrent :?
svo ég lét mér detta í hug að þetta væri nú bara einhvað í stillingunum í µtorrent ...


er btw með tölvuna beintengda í ljósleiðaraboxið með lan kapli og þetta á því ekki að vera neitt mál, en ég vona að einhver geti aðstoðað mig svo að ég geti farið að nota það sem ég er að kaupa mér :D

JReykdal
Gúrú
Póstar: 554
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á Ljósleiðara ...

Póstur af JReykdal »

Það er örugglega verið að cappa p2p umferð á tengingunni þinni.

Ræddu við þjónustuaðilann þinn.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á Ljósleiðara ...

Póstur af Gúrú »

Vodafone Tal eða Hringiðan?

Vodafone er nefninlega ekki að cappa Torrent hjá mér á 12MB ljósinu mínu.
Modus ponens

Höfundur
ArniHrafn
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Lau 07. Jún 2008 23:42
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á Ljósleiðara ...

Póstur af ArniHrafn »

ég er hjá tal og þeir eru búnir að reyna allt til að hjálpa greyin ... :|

JReykdal
Gúrú
Póstar: 554
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á Ljósleiðara ...

Póstur af JReykdal »

ArniHrafn skrifaði:ég er hjá tal og þeir eru búnir að reyna allt til að hjálpa greyin ... :|


Er nethluti Tals ekki gamla Hive? Þá ertu pottþétt throttlaður í spað.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á Ljósleiðara ...

Póstur af Gúrú »

Ójú, þeir þurfa að aðstoða þig, þeir eru ekki búnir að geta allt sem þeir geta gert fyrr en þetta er lagað.
Modus ponens
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á Ljósleiðara ...

Póstur af mind »

Bara nokkrum dögum eftir mánaðarmót hrynur hraðinn á ljósleiðaratengingunni hjá TAL.

Tek alltaf eftir þessu því það þarf ekki meira en nokkur kvöld á youtube og þá er ég kominn oft niður í tveggja stafa tölur í download, jafnvel þó það sé bara 3 dagur mánaðarins.

Svo um leið og næstu mánaðarmót koma fer allt í 3 og 4 stafa tölur aftur þar til ég fer yfir "leyfilegt" gagnamagn.

Höfundur
ArniHrafn
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Lau 07. Jún 2008 23:42
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á Ljósleiðara ...

Póstur af ArniHrafn »

já en ég er að ná miklu betri hraða á stabílari skrám af netinu (þ.e forritum o.s.frv) þessvegna finnst mér svo skrýtið að ég nái ekki einusinni 30/kbps með µtorrent #-o
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á Ljósleiðara ...

Póstur af mind »

Það er bara vegna flokkunar á traffík.

HTTP, FTP , P2P þetta notar allt mismundi aðferðir.

Svo að Tal getur t.d. sagt að þú megir bara fá 100kb í P2P(utorrent) en samt leyft þér að fá 2000kb í HTTP/FTP(Firefox,IE), vegna þess að þeir vita til hvers P2P er.
Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 801
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á Ljósleiðara ...

Póstur af Dagur »

Tal takmarkar hraðann alveg grimmt. Mér finnst alveg ótrúlegt að þeir skuli svo ljúga að manni að það sé bara eitthvað að og að þeir séu að athuga málið.

Ég veit ekki hvað ég var búinn að hringja oft þegar maðurinn i símanum sagði bara að þetta væri bara svona og þeir mundu ekkert gera meira fyrir mig. Ég var að fá 30kb/s á 20Mb tengingu!!

Svo komst ég að því að þeir voru bara einfaldlega að takmarka hraðann minn. Ef þú þú notar secure tengingu þá færðu almennilegan hraða.


(ég er ekki að sækja mikið á netinu bara svo að ég taki það fram. Þetta hafði ekkert með notkunina mína að gera)
Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á Ljósleiðara ...

Póstur af Hargo »

Ég er með 12Mb/s ljósleiðara hjá Vodafone, þeir cappa ekki. Opnar bara port og hviss bamm, torrentið farið að telja download hraðann í MB/s en ekki kB/s :D
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á Ljósleiðara ...

Póstur af ManiO »

Hargo skrifaði:Ég er með 12Mb/s ljósleiðara hjá Vodafone, þeir cappa ekki. Opnar bara port og hviss bamm, torrentið farið að telja download hraðann í MB/s en ekki kB/s :D



Bein tengt eða þráðlaust?
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á Ljósleiðara ...

Póstur af Gúrú »

4x0n skrifaði:
Hargo skrifaði:Ég er með 12Mb/s ljósleiðara hjá Vodafone, þeir cappa ekki. Opnar bara port og hviss bamm, torrentið farið að telja download hraðann í MB/s en ekki kB/s :D



Bein tengt eða þráðlaust?

Er með sömu tengingu og ég næ 1.3MBs með snúru, efast um að það sé mikið með þráðlausa með þessum ráter sem maður fékk.
Modus ponens

akarnid
Ofur-Nörd
Póstar: 233
Skráði sig: Lau 04. Nóv 2006 22:35
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á Ljósleiðara ...

Póstur af akarnid »

Ég mæli nú ekki með því að vera beintengdur í ljósleiðaraboxið nema þú sért með góða eldveggi uppi og decent vírusvarnir. Ef þú ert svona þá ertu beintengdur inn á netið og hægt að portscanna/proba vélina þína.

Just FYI.
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á Ljósleiðara ...

Póstur af Gúrú »

akarnid skrifaði:Ég mæli nú ekki með því að vera beintengdur í ljósleiðaraboxið nema þú sért með góða eldveggi uppi og decent vírusvarnir. Ef þú ert svona þá ertu beintengdur inn á netið og hægt að portscanna/proba vélina þína.

Just FYI.


Er sko með þetta tengt í snúru í ráterinn =/, hver sagðist vera með beintengt í telsey boxið?
Modus ponens
Skjámynd

techseven
Ofur-Nörd
Póstar: 290
Skráði sig: Lau 02. Des 2006 17:26
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á Ljósleiðara ...

Póstur af techseven »

ArniHrafn skrifaði:ef ég tek speedtest á netinu þá sýna þau öll langt yfir 30 mb og mér finnst þá skrýtið að ég fái svona lítinn hraða í µtorrent :?
svo ég lét mér detta í hug að þetta væri nú bara einhvað í stillingunum í µtorrent ...


Ertu búinn að prófa að virkja dulkóðun (encryption) í uTorrent? Það á að virka ef netveitan þín er að takmarka hraða þinn.

Þú gerir þetta með því að fara í : Valmöguleikar-Leiðarvísir að auknum hraða (Options-Speed Guide)
Ryzen 7 1700 stock speed

akarnid
Ofur-Nörd
Póstar: 233
Skráði sig: Lau 04. Nóv 2006 22:35
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á Ljósleiðara ...

Póstur af akarnid »

Gúrú skrifaði:
akarnid skrifaði:Ég mæli nú ekki með því að vera beintengdur í ljósleiðaraboxið nema þú sért með góða eldveggi uppi og decent vírusvarnir. Ef þú ert svona þá ertu beintengdur inn á netið og hægt að portscanna/proba vélina þína.

Just FYI.


Er sko með þetta tengt í snúru í ráterinn =/, hver sagðist vera með beintengt í telsey boxið?




...er btw með tölvuna beintengda í ljósleiðaraboxið með lan kapli....


Sagði sá með upphafsinnleggið og var ég að beina orðum mínum til hans. Takk samt fyrir að kommenta á þetta :)
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á Ljósleiðara ...

Póstur af Gúrú »

Ahh já ég skil.

Af hverju í fjenden ertu með beintengt í telsey boxið??
Modus ponens
Svara