Ef ég yfirklukka örrann tapa ég ábyrgð á öllu eða bara örgjörva?

Svara

Höfundur
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Ef ég yfirklukka örrann tapa ég ábyrgð á öllu eða bara örgjörva?

Póstur af Dazy crazy »

Sælt veri fólkið.

Ég keypti mér tölvu fyrir 2 mánuðum með quad core örgjörva og núna langar mig óstjórnanlega til að yfirklukka hann en vil ekki tapa ábyrgð á öllu, ég veit að ég tapa ábyrgðinni á örranum en mér er nokk sama um það, það sem mig langar að vita er hinsvegar hvort ég tapa ábyrgðinni á einhverju öðru, minnka hlutfall fps á minnin svo þau keyra á sínum 800mhz og geri agp/pci lock og fikta ekkert í timings, langar bara að hækka fsp á örranum úr 266 í sirka 300-333.

Einnig væri gott að vita hvort að þetta sé raunhæfur möguleiki, Selurinn ég veit að þú hefur verið að yfirklukka svona örgjörva, endilega láta vita hvernig tekst og hvort þú sérð einhvern mun.

setuppið mitt er eftirfarandi

:arrow: Dvd spilari :arrow: Skjákort :arrow: Móðurborð :arrow: Aflgjafi
  • 550W ATX2.2
:arrow: Örgjörvi :arrow: Vinnsluminni :arrow: Hdd1 system/hdd2 geymsla :arrow: Bios version
  • síðan 07/11/07
:arrow: Hdd 3 tómur
  • WDC WD2500JB-57GVC0 (232 GB, IDE)
:arrow: Kassi :arrow: Örgjörfavifta :arrow: Kassaviftur
  • tvær bláar ljósaviftur, ein ofaná sem blæs út og ein aftaná sem blæs líka út, svo er auðvitað vifta á aflgjafanum.
Ef vantar meiri upplýsingar þá bara segja það.

Takk fyrir :D

Selurinn
1+1=10
Póstar: 1191
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Staðsetning: Mhz
Staða: Ótengdur

Póstur af Selurinn »

Já...............
Ég hef þónokkuð oft yfirklukkað svona örgjörva, þó allir með GO stepping og ég hef náð alltaf 100% að koma þeim alltaf allavega í 3.0ghz, þ.e.a.s 333mhz FSB svo það ætti að vera minnsta málið.
Minn örri keyrir sjálfur 3.6ghz sem er nokkuð gott hjá mér og vil ég ekki fara hærra útaf hita.
En ég skildi ekki, ertu að spurja mig um ráð hvernig þú eigir að klukka hann með þessu setupi eða?
Ég skildi ekki alveg hvað þú varst að meina með mig.....

*Bætt* Og já, ég sé mikinn mun eftir OC

Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Póstur af Yank »

Þetta er í raun mjög góð spurning og ég er ekki alveg viss. Til þess að yfirklukka örgjörva þá þarft að yfirklukka móðurborðið, nema örgjörvin sé með ólæsta multipiler sem Q6600 er ekki með uppávið.

Nvidia 680i kubbasettið er reynar með 1333FSB stuðing. Þannig "tæknilega" ertu ekki að fara útfyrir ábygð á móðurborði þó þú keyrir Q6600@333x9=3.0GHz

Svo skaltu bara vona að Kísildals piltarnir séu ekki að lesa Vaktin.is ef eitthvað fer úrskeiðis :lol:

Höfundur
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

já þessi er með go stepping, held ég en þú ert bara sá eini sem ég vissi að hefði staðið eitthvað í þessu og ég setti bara nafnið þannig að þú myndir líklega svara hehe, fatta samt ekki sjálfur svona eftir á :lol:

Eins og ég segi þá er mér nokkuð sama um örrann en móðurborðið og skjákortin og minnið og hörðu diskana vil ég ekki missa úr ábyrgð :shock:

Ég ætla að prufa að keyra p95 í nótt og athuga hvort að hann er alveg í lagi fyrir yfirklukkun og hita og annað :wink:

Selurinn þú segist ekki vilja fara hærra vegna hita, ég var að velta því fyrir mér, hvað er það heitt sem þú telur mörkin vera og hvernig kælingu ertu með?

Selurinn
1+1=10
Póstar: 1191
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Staðsetning: Mhz
Staða: Ótengdur

Póstur af Selurinn »

Ég er að nota OCZ Vindicator
http://www.legitreviews.com/images/revi ... r_both.jpg
Og hitinn er svona í kringum 65° í Torture Testi sem eru sirka mörkin.

Gangi þér vel annars vel.....

Höfundur
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

takk :D

Flott kæling, heldurðu að mín sé nóg?

Og hvaða forrit notarðu til að mæla hitann, er speedtest nóg eða coretemp eða everest ultimate edition?

Selurinn
1+1=10
Póstar: 1191
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Staðsetning: Mhz
Staða: Ótengdur

Póstur af Selurinn »

Mæli með CoreTemp eða Everest :)
Speedfan á það til að gefa upp inaccurate hita.

Þú verður bara að prófa og sjá hversu hátt hitinn er til að finna út hvort kælingin sé góð eða ekki :)

Höfundur
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

Takk fyrir, en getur einhver sagt með vissu hvort að ég tapi ábyrgðinni á einhverju fleiru en örgjörfanum?
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af zedro »

Ef eitthvað eyðileggst á meðan þú ert að klukka bless bless ábyrgð :!:
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla

Höfundur
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

Ég gat nú sagt mér það, en ef eitthvað eyðileggst eftir að ég overclocka og kerfið er búið að ganga í kannski hálft ár eða eitthvað og þá eyðileggst það?

Ég er að keyra prime 95 á örranum og það ískrar suddalega í honum, hljóðið lýsir sér þannig.

Gefum okkur viftu sem er með ál umgjörð í staðinn fyrir plast, í staðinn fyrir viftuspaða þá er vírbursti í hverri viftuspaðafestingu, viftan er tengd og látin snúast.

Þannig nákvæmlega er hljóðið og ég er nokkuð viss um að það er annaðhvort örgjörvinn eða móðurborðið vegna þess að ég lét minnin eiginlega ekkert reyna á sig og þetta fór í gang akkúrat þegar ég setti p95 í gang.

og hitinn á honum á stock klukkun er held ég of mikill með þessa kælingu, er það ekki? ef viðmiðunarhitinn með klukkun er 65!! :cry:

Með þetta hljóð þá sleppi ég því að prófa hitann á örranum núna, ætla að sofa :(

Ætti ég að kvarta eða láta kjurrt, er það eðlilegt að 4ra kjarna örgjörfi láti svona, of þreyttur til að skrifa meira. :evil:

Takk fyrir hjálpina.
Viðhengi
Eins og sést á meðfylgjandi mynd þá er prime 95 ekki búið að keyra lengi, allann tímann var ég með vifturnar í botni en samt þessi hiti!
Eins og sést á meðfylgjandi mynd þá er prime 95 ekki búið að keyra lengi, allann tímann var ég með vifturnar í botni en samt þessi hiti!
quadinn.gif (193.52 KiB) Skoðað 1240 sinnum

Selurinn
1+1=10
Póstar: 1191
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Staðsetning: Mhz
Staða: Ótengdur

Póstur af Selurinn »

Þú veist að þótt þú yfirklukkir smá þá er hitinn ennþá í kringum 65° til 70° því þá fer viftan að snúa hraðar. Hjá mér er það allavega þannig, svo sami hiti helst.
Prófaðu bara að klukka aðeins og passaðu þig þegar þú ert byrjaður að skríða framúr 70°

Höfundur
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

Ég er með viftustýringu og hafði allar viftur í botni :(

En hvað haldiði um hljóðið?

Selurinn
1+1=10
Póstar: 1191
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Staðsetning: Mhz
Staða: Ótengdur

Póstur af Selurinn »

Ég mæli nú bara með því að þú skiptir um örgjövakælingu.
Ég held samt að ekkert sé skemmt hjá þér, hefur bara verið það óheppinn að þessi hljóð skildu gerast akkurat í yfirklukk.
Þú varst búinn að finna leiðbeiningar um yfirklukk áður en þú byrjaðir var það ekki?

Ef þetta eru hljóð úr örgjövakælinguni, þá mæli ég bara með að skipta henni.

Höfundur
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

Ég hef ekkert yfirklukkað ennþá, hljóðin hafa alltaf verið, hann er bara stock og óbreyttur, nýskriðinn úr kúnni!

Er semsagt þessi tacen vifta ekki að gera sig sem kæling?

Hljóðin eru úr örgjörfanum eða móðurborðinu vegna þess að þau koma bara þegar örgjörfinn er að vinna og eru meiri eftir því sem meira álag er á örranum!

Selurinn
1+1=10
Póstar: 1191
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Staðsetning: Mhz
Staða: Ótengdur

Póstur af Selurinn »

Þú verður nú bara að prófa að stoppa viftur þegar hún er í gangi undir keyrslu til þess að nákvæmlega finna út hver það er.

Ef það er örgjörva viftan fáðu að skila henni og fáðu þér svona frekar, sérð ekki eftir því.

http://www.kisildalur.is/?p=2&id=510

Höfundur
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

HLJÓÐIÐ ER EKKI Í VIFTUNNI HELDUR ÖRGJÖRFANUM EÐA MÓÐURBORÐINU, ER ÞAÐ EÐLILEGT, ég var með viftu í póstinum til að lýsa því hvernig hljóðið væri.

Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Staða: Ótengdur

Póstur af Gets »

Óþarfi að öskra "eða skrifa hátt" :lol: ekki vænlegt að óska eftir aðstoð hér með því móti.

Mér finnst ótrúlegt að þessi hljóð komi úr örgjörfanum eða móðurborðinu þar sem að það eru engir hreifanlegir hlutir í þessum íhlutum.

Ég myndi veðja á að harði diskurinn með stýrikerfinu sé að djöflast svona og titringurinn leyði svona út í kassan og stigmagnist við það, það var vandamál hjá mér í einum kassa þangað til ég setti harða diskin í gúmíteygjur.

Annars hefði ég haldið að það væri eðlilegast að þú hefðir samband við söluaðila tölvunar.

Höfundur
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

Ég var ekki að öskra, eða skrifa hátt, heldur skrifa stórt.

Ég er búinn að athuga þetta, þetta ískur er í örranum eða móðurborðinu, hörðu diskarnir eru hinum megin í tölvunni og þetta hljóð er greinilega hjá örranum og heyrist bara ef örrinn er í load, ekki t.d. ef ég er að færa frá harða diskinum á eitthvað annað.

Þetta hljóð er semsagt ekki eðlilegt og þess vegna ætla ég að láta kíkja á tölvuna, Takk fyrir allt sem þið gerðuð og reynduð fyrir mig. Ég veit að mér tekst ekki að koma hugsunum mínum mjög vel á prent. :lol: :oops:

Hljóðið er eða var líklega þéttir og ekki eðlilegt, er að lagast núna líkl,ega eða á morgun.

P.S. Kísildalur er verslun þar sem fólk ætti að kaupa tölvurnar sínar, þeir skilja nördann!

Höfundur
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

jæja þá er ég byrjaður að yfirklukka.

Er ekki örugglega rétt hjá mér að þessi örgjörvi er með multiplier lock?

Allavega þá var multiplierinn kominn í 28x og örrinn þá í 10 Ghz hver kjarni, en vitanlega bootaði hún ekki upp í windows en það kom samt pípið úr bios.

Hvað getur hafa farið úrskeiðis? Hafði multiplierinn bara á auto.

Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Póstur af Yank »

dagur90 skrifaði:jæja þá er ég byrjaður að yfirklukka.

Er ekki örugglega rétt hjá mér að þessi örgjörvi er með multiplier lock?

Allavega þá var multiplierinn kominn í 28x og örgjörvinn þá í 10 Ghz hver kjarni, en vitanlega bootaði hún ekki upp í windows en það kom samt pípið úr bios.

Hvað getur hafa farið úrskeiðis? Hafði multiplierinn bara á auto.
Djöfull ertu heppinn að hafa fengið ólæstan Q6600 :wink:

TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Staða: Ótengdur

Póstur af TechHead »

Ískrar í örranum og er multiplierinn ólæstur......

Annaðhvort hefuru fengið í hendurnar Engineering Sample eða þú ert með
hellað bilaðann örgjörva =)
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Pandemic »

Ískrið sem þú talar um er mjög líklega frá skjákortinu og það er alveg þekkt og eðlilegt vandamál frá 8800gt kortunum.

Höfundur
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

Ég get samt ekki breytt multipliernum sjálfur, það eru bara möguleikar frá 6-9 en hann fer sjálfur í 26 eða 28 eða eitthvað við einhverja stillingu sem ég veit samt ekki hver er :oops: :roll:

RaKKy
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fös 06. Apr 2007 20:32
Staða: Ótengdur

Póstur af RaKKy »

Er það á annað borð hægt ;'(

go sell it on e-bay <.< GO EXTREME Q600 :D

Annars hef ég orðið fyrir ískrandi örgjörvum =/ En í mínu tilfelli var brotið móbo mosfet sem endaði í neistaflugi á milli örrans og al sinka á kringum hann =/

Annars færi ég bara aftur í basics :) Lesa um overclocking og sona :)

Höfundur
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

Ískrið var þéttir í móðurborðinu eins og fram hefur komið. :wink:

þetta með multiplierinn þá get ég ekki breytt því manual nema bara 6-9 en ef það er á auto þá virðist það stundum stökkva svona upp :roll: :lol:
Svara