Góður hljóðlátur PSU?

Svara

Höfundur
kbg
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Þri 12. Des 2006 10:28
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Góður hljóðlátur PSU?

Póstur af kbg »

Ég er að leita að hljóðlátum PSU annaðhvort fanless eða með mjög hljóðlátri viftu og þegar ég segi hljóðlátt þá meina ég MJÖG hljóðlátt og að sjálfsögðu með sjálfvirkum viftuhraða miðað við hita. Mér finnst mikið af þessum svokölluðum "hljóðlátum" PSU sem er verið að auglýsa í tölvubúðum hérna vera algerir þotuhreyflar fyrir minn smekk. Það skiptir ekki svo miklu máli hvað wöttin eru mikil má alveg vera 450W og ekki skiptir svo miklu máli þótt það heyrist aðeins í viftunni þegar fullt load er á vélinni það sem skiptir mestu máli að dótið sé algerlega hljóðlátt þegar vélin er í idle, já og það væri betra ef það færi ekki yfir 10 þús :)

Ég hef áður átt SilenX 350W PSU sem var alveg dúndurgóður, ég hélt hann væri bilaður fyrst þegar ég setti hann í gang, því það heyrðist einfaldlega ekkert í honum. Ég held ég hafi keypt hann í Start á sínum tíma en því miður núna virðist enginn hérna á Íslandi vera með SilenX PSU til sölu.

Einhver með góða reynslu af hljóðlátum PSU?
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Pandemic »

Coolmax topp græjur..

Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Póstur af Yank »

Þetta hér er mjög hljóðlátt.

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=14855


Og þessi er í raun sá sami nema veikari, og því jafn hljóðátur.

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=3809

Höfundur
kbg
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Þri 12. Des 2006 10:28
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Póstur af kbg »

Yank skrifaði:Þetta hér er mjög hljóðlátt.

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=14855


Og þessi er í raun sá sami nema veikari, og því jafn hljóðátur.

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=3809
Mér sýnist Corsair vera 20dBA á meðan SilenX er 14dBA.
Spurning hvort maður ætti ekki að fara bara í passive CoolMax:

http://task.is/?prodid=2421

Hef samt smá áhyggjur af því að maður gæti steikt svona passive dót.

Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Póstur af Xyron »

Ég er með silenX aflgjafa sem ég verslaði mér hjá start.is ..
er með þennan Hér

Hefur reynst mér virkilega vel þar sem ég heyri nákvæmlega EKKERT í honum miðað við hd, skjákortið og kassavifurnar í kassanum mínum

Er að fá mjög reglulega spennu undir álagi miðað þá aflgjafa sem ég hef át hingað til 3, 5 og 12 volta spennan er ca. +- 0,05% ef ég á skjóta á einhverja tölu án þess að gera prófanir..

Hef keyrt bæði 1800xt kort og 7800gt kort í honum og er að keyra á 5 hörðum diskum og x-fi.. kannski ekki mikið álag, þannig séð, en ég verslaði mér hann vegna hversu vel var talað um hann á review síðum á sínum tíma.. hef ekki verið í neinum vandræðum síðan, vel gerður switching aflgjafi!


Bróðir minn var að leyta sér að aflgjafa í jólagjöf, þar sem hann keypti sér Termaltake kassa sem var með lélgum aflgjafa sem er orsaka óreglulega spennu undir ofhleðsl undir mikilli vinnslu.. Svo ég renndi léttlega yfir markaðinn sem er boði í dag og frá minni fjótlegu könnun þá var ég einna hrifnastur af Þessum
frá corasir , búið að fá fína dóma í þeim greinum sem ég hef lesið..
t.d. t.d. hér , kannski ég taki mig til í jólafríinu og benchi hann aðeins, samt varla að ég hafi "kraftinn í það" þar sem ég er ekki með það aflfrekan vélbúnað :(

Anyhow þá er þessi corsair aflgjafi modular 520w aflgjafi frá corsair bestu aflgjafinn sem ég fann fyrir bróðir minn í jólagjöf..

Endilega komið með betri uppástungur ef þið hafið betri hugmyndir!

Er hrifnastur af þessum aflgjafa á markaðinum í dag, þó svo að Tacens og OCZ einstaka Xsilence og Forton eru einnig mjög veglegir..

Höfundur
kbg
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Þri 12. Des 2006 10:28
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Póstur af kbg »

Xyron skrifaði:Ég er með silenX aflgjafa sem ég verslaði mér hjá start.is ..
er með þennan Hér
Er þetta ekki ThermalTake PSU, hvernig getur það verið SilenX?

Þegar ég er að tala um SilenX þá er ég að meina þessa PSU:
http://www.silenx.com/ixtremapropsus.asp?sku=ixr-45-142
Xyron skrifaði: Hefur reynst mér virkilega vel þar sem ég heyri nákvæmlega EKKERT í honum miðað við hd, skjákortið og kassavifurnar í kassanum mínum

Er að fá mjög reglulega spennu undir álagi miðað þá aflgjafa sem ég hef át hingað til 3, 5 og 12 volta spennan er ca. +- 0,05% ef ég á skjóta á einhverja tölu án þess að gera prófanir..

Hef keyrt bæði 1800xt kort og 7800gt kort í honum og er að keyra á 5 hörðum diskum og x-fi.. kannski ekki mikið álag, þannig séð, en ég verslaði mér hann vegna hversu vel var talað um hann á review síðum á sínum tíma.. hef ekki verið í neinum vandræðum síðan, vel gerður switching aflgjafi!
Ef þú ert með 5 hd, skjákortsviftu og kassa viftur þá er kannski ekki skrýtið að það heyrist ekki mikið í honum þar sem hljóðið í honum drukknar að öllum líkindum út í hinu dótinu.

Ég er með móðurborð án viftu, skjákortið er passive, er með einn Samsung HD400LJ quiet HD sem er hangandi í teygjum innan í kassanum þannig að ekkert víbringshljóð er frá honum, kassinn er fóðraður með paxmate, örgjörvinn er með risastóra Zalman "blóm" heatsink/viftu, SilenX PSU og með eina SilenX kassaviftu til öryggis.

Ég er svo með Speedfan í gangi hjá mér þannig að þegar tölvan er í idle þá slökknar á örgjörvaviftunnni annars er örgjörvaviftan á hægum snúning og kassaviftan fer ekki í gang fyrr en við mikið load, þannig að eina hljóðið er frá HD og svo PSU, þannig að það heyrist varla að það sé tölva í gangi, og það er það sem ég er að leita eftir :)

Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Póstur af Yank »

kbg skrifaði:
Yank skrifaði:Þetta hér er mjög hljóðlátt.

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=14855


Og þessi er í raun sá sami nema veikari, og því jafn hljóðátur.

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=3809
Mér sýnist Corsair vera 20dBA á meðan SilenX er 14dBA.
Spurning hvort maður ætti ekki að fara bara í passive CoolMax:

http://task.is/?prodid=2421

Hef samt smá áhyggjur af því að maður gæti steikt svona passive dót.
Ég hef átt Silenx 450w sem gefin var upp sem 14db, Corsair aflgjafinn var hljóðátari en hann, ekki glepjast af uppgefnum kostum framleiðenda.

Skoðaðu þetta review hér. http://www.silentpcreview.com/article692-page1.html

En þessi síða er með einstaklega góðar umfjallanir um aflgjafa og sérhæfir sig í umfjöllunum á hljóðlátum hlutum fyrir tölvur.
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Póstur af lukkuláki »

Viftulaust = Hljóðlaust
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=10385

Kostar 9990 hugsa að þetta sé bara einmitt að henta þér mjög vel.

Höfundur
kbg
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Þri 12. Des 2006 10:28
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Póstur af kbg »

lukkuláki skrifaði:Viftulaust = Hljóðlaust
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=10385

Kostar 9990 hugsa að þetta sé bara einmitt að henta þér mjög vel.
Jæja fékk mér svona græju, alveg silent auðvitað og virkar vel. Hitastigið í kassanum hækkaði að vísu um 1-2 gráður en ég get lifað við það.
Svara