Ég er með "gamalt" VooDoo5 skjákort, vifturnar eru byrjaðar að bila svo ég var að spá í nýrri kælingu á það. Er það bara málið að reyna að skipta um viftu að eitthvað meira
Þetta kort hefur mikið tilfinninga legt gildi fyrir mig svo ég vil eiga það eins legni og mögulegt er
Varla kaupandi nýja kælingu á svona gömul kort, áttu ekki eitthvað viftu rusl á þetta.
Voodoo5 kom nú í sölu hérna, gaur sem ég þekkti fékk sér eitt stikki úr Tölvulistanum held ég. Var fljótur að losa sig við það. Algert rusl þesi kort, margir féllu fyrir "128mb sdram" .
voodoo er bara gott að eiga ef þú spilar diablo2 og aðra gamla leiki sem 3dfx borguðu framleiðendunum til að gera þá ljótari á kortum frá öðrum aðilum... en það var snilld hvað optimized leikir voru mikið hraðari á voodoo kortunum heldur en nvidia, eins og t.d. unrealtornament... það var slept öllum óþarfa og bara haft hreina nýtingu...
Ég fékk nú mitt kort í Aco á sínum tíma, var einnig hægt að fá það í bt veit ég. Kortið mitt er VooDoo5 5500 sem er 64mb, en 128mb versionið kom einungis í örfáum eintökum.
Ég er með þetta kort í gömlu tölvunni sem er notuð undir net, Unrealtournament ( er að brillera þar) og action quake.
Ég held að ég skipti bara um viftur, þær eru reyndar pinkulitlar, en það ætti að ganga.