Hvaða kassaviftum er fólk að mæla með? Er að spá í að kaupa tvær 80mm viftur til að hafa og láta þær blása á hörðu diskana. Er með 4 kassa viftur nú þegar, 2x 120mm ofan á kassanum, 1x 120mm aftan á og eina 200mm á hliðinni sem komu með kassanum. Síðan eru tvær viftur á power supply (eru tvö power supply(550w og 650w)), einnig er ein vifta inn í kassanum sem blæs heitu lofti af hörðu diskunum og út um vifturnar á power supply-inu.
En hvað segiði, hvaða viftur eru góðar og hljóðlátar, þarf að vera 80mm og ekki kosta of mikið.
dezeGno skrifaði:Hvaða kassaviftum er fólk að mæla með? Er að spá í að kaupa tvær 80mm viftur til að hafa og láta þær blása á hörðu diskana. Er með 4 kassa viftur nú þegar, 2x 120mm ofan á kassanum, 1x 120mm aftan á og eina 200mm á hliðinni sem komu með kassanum. Síðan eru tvær viftur á power supply (eru tvö power supply(550w og 650w)), einnig er ein vifta inn í kassanum sem blæs heitu lofti af hörðu diskunum og út um vifturnar á power supply-inu.
En hvað segiði, hvaða viftur eru góðar og hljóðlátar, þarf að vera 80mm og ekki kosta of mikið.
Þú ert með 4 kassaviftur og 2 PSU (með viftum) og segir að það heyrist ekkert í kassanum? Hvaða PSU, örgjörvakælingu og skjákortskælingu ertu með. (Svona af forvitni, hef mikinn áhuga á hljóðlitlum/lausum tölvuuppsetningum).
Þessi PSU komu með antec kassanum, þannig að ég er ekki alveg viss um hvaða gerð þetta er, eitt er 550w og hitt er 650w. Ég er bara með stock kælingu sem koma með intel örranum og stock skjákortskælingu.
Efast um það en það eru til finar viftur hérlendis. Þú veist væntanlega að vifturnar í P190 eru 120mm. Kassinn er einstaklega hljóðlátur, ekki síður vegna þess að hann er mjög þéttur og einangraður.
þær eru fínar sem ég hef átt .. silenx þar að segja, veit ekki um allar en þær sem ég hef átt(2 talsins) hafa reynst mér ágætlega, hljóðlátar og ágætt cfm