Hef nýlega sett upp Xp á tölvuna mína og eftir það hefur nettengingin verið mun hægari en var áður með win98.
Þetta lýsir sér þannig að fyrstu tíu mínúturnar eftir að ég kveiki á tölvunni og tengist þá er hraðinn eðlilegur en eftir það er hann hægari en væri ég með 56k módem.
Ef þú ert að koma með svona vandamál þarftu ða koma með meiri staðreyndir handa okkur... við erum ekki skyggnir og erum alls ekki með neina töfralausn.
Hvernig router/módem ?
Hvernig tenging og hjá hverjum ?
Hvernig tölva ?
Ertu nokkuð að svissa á milli notenda með tenginguna í gangi? Það getur virkað mjög illa að tengjast sem einn notandi, svissa svo yfir í annan og ætla að nota tengingu (þegar maður er með inbyggt módem allavegana), þá á hún það til að hægja á sér eða deyja alveg!!!
gnarr: Nei, RAMið er kallað innraminni því það er meira "inní" heldur en hdd(þó að innraminni sé gott nafn fyrir cache, en það er bara notað "flýtiminni" í staðinn). Finnst þér þá ekki skrítið að allar tölvuverslanir sem minnast á innraminni eru að tala um RAM?