ég hef ekkert heyrt nema gott um þennann kassa var að spá í að fá mér þannig en fékk mér 7900gt í staðinn og verð víst að bíða aðeins með þau kaup
hann er hannaður með hljóðleika og gott loftflæði í huga,
var gerður í samstarfi við silentpcreview og fær einnig mjög góða dóma annarsstaðar.
Eina sem ég hef heyrt að gæti valdið vandræðum er að það þarf víst óvenju langa power snúru úr aflgjafanum í móðurborðið þar sem það er sér klefi neðan á kassanum fyrir aflgjafann sem er samt sem áður ekkert nýtt fyrirkomulag þótt það sé sjaldgæfara.
Fékk mér svona kassa með nýju vélinni minni. Er reyndar enn að bíða eftir henni svo ég get lítð sagt. Það sem heillaði mig við kassann er hólfaskiptingin og kæling.